Glósur
– íslenska
Sagnorð
- tíðbeygjst
- nútíð
- ég geng
- þátíð
- ég gekk
- núliðin tíð
- ég hef gengið
- þáliðin tíð
- ég hafði gengið
- framtíð
- ég mun ganga
- hafa nafnhátt
- 'að' fyrir framan sögnina
- stelpan hljóp -> að hlaupa
- hafa stofn
- setja sögnina í anfnhátt og taka svo '-a' endinguna af
- fara -> far
- Aðeins er ein sögn í hverri setningu
- samtengingar geta þó verið á milli
- Geta verið persónulegar og ópersónulegar
- persónuleg sögn
- hefur 3 persónur
- hefur 2 tölur
- Gerandi er ALLTAF í nefnifalli
- sögn í setningu hefur sömu persónu og tölu og sá sem framkvæmdi sögnina
- ég hugsa mikið
- ég = 1.p.et.
- Hugsa = 1.p.et.
- ópersónuleg sögn
- Sama hvaða persónu eða tölu gerandinn er í, sögnin er alltaf eins
- mig langar, þig langar, okkur langar, ykkur langar
- gerandi er í aukafalli
- mér líkar. Ég – mig – mér – mín
- ópersónuleg sögn í setningu er alltaf skráð sem 3.p.et.ópers.
- Áhrifssagnir og áhrifslausar sagnir
- áhrifssagnir
- hafa áhrif á fallorðið/fallorðin, sem þær standa með
- fallorðin standa þá í aukafalli
- fallorðið sem stendur í aukafalli kallast þá andlag
- Björn drekkur mjólkina
- mjólkin – mjólkina – mjólkinni – mjólkarinnar
- áhrifslausar sagnir
- breyta fallorðum ekki
- fallorðin standa í nefnifalli
- fallorðið er þá sagnfylling
- ég heiti Jón Friðrik
- Jón – Jón – Jóni – Jóns
- Myndir sagna
- Germynd
- þegar einhver gerir eitthvað
- Athyglinni beint að geranda
- Jón klæðir Friðrik
- Þolmynd
- Setningin fjallar um þann sem verður fyrir verknaðinum
- Athyglinni beint að þolanda
- Friðrik er klæddur af jóni
- alltaf sagnorðin 'vera' og 'verða' á undan sögninni
- Miðmynd
- Hlutir gerast af sjálfum sér. Ekki er vitað hver framkvæmdi verknaðinn
- Gerandi kemur ekki fram
- Sonurinn klæddist
- Veikar og sterkar sagnir
- veikar sagnir
- sagnir sem enda á 'ði', 'di' eða 'ti'
- hoppaði
- sterkar sagnir
- án endingar
- oft með hljóðbreytingu
- fór
- Hættir sagna
- Persónuhættir
- Framsöguháttur
- Algengasti hátturinn
- bein spurning/fullyrðing
- ég les = nt.
- Ég las = þt.
- Les ég ? = spurning í nt.
- Las ég ? = spurning í þt.
- Viðtengingarháttur
- eitthvað hugsanlegt
- hjálparsögnin 'þótt'
- þótt ég lesi = nt.
- þótt ég læsi = þt.
- Boðháttur
- skipun
- bara til í 2.p.nt.
- Lestu = et.
- Lesið = ft.
- Fallhættir
- Nafnháttur
- 'að' fyrir framan sögnina
- að lesa
- Lýsingarháttur nútíðar
- endar ALLTAF á '-andi'
- lesandi
- Lýsingarháttur þátíðar
- hefur mismunandi endingar
- notar hjálparsagnir
- t.d. 'vera' og 'hafa'
- ég hef lesið
- bókin er lesin
Kennimyndir
og afleiddar myndir
- Kennimyndir sterkra og veikra sagna
- Veikar sagnir
- hafa 3 kennimyndir
- nafnháttur
- 'að' fyrir framan
- að hoppa
- 1.p.et.þt.fh.
- Ég hoppaði
- lh.þt.
- Ég hef hoppað
- Sterkar sagnir
- hafa 4 kennimyndir
- nafnháttur
- 'að' fyrir framan
- að fara
- 1.p.et.þt.fh.
- Ég fór
- 1.p.ft.þt.fh.
- Við fórum
- lh.þt.
- Ég hef farið
- Við eigum að geta myndað 5 afleiddar myndir sagna
- Afleiddar myndir eru dregnar af 1. og 3. kennimynd
- myndir dregnar af 1. kennimynd
- framsöguháttur nútíðar (fh.nt.)
- ég ___ í dag
- ég fer í dag
- viðtengingarháttur nútíðar (vh.nt.)
- þótt ég ___ í dag
- þótt ég fari
- boðháttur (bh.)
- skipun
- farðu
- lýsingarháttur nútíðar (lh.nt.)
- ___-andi
- farandi
- Myndir dregnar af 3. kennimynd
- viðtengingarháttur þátíðar
- þótt ég ___
- þótt ég færi
Engin ummæli:
Skrifa ummæli