Smáorð
- Smáorð eru orð sem hvorki fallbeygjast né tíðbeygjast
- Smáorð skiptast í 5 flokka
- atviksorð
- standa oftast með öðrum orðum
- sagnorðum
- ég syng stundum í sturtu
- lýsingarorðum
- þetta er mjög flott
- Atviksorðum
- Þetta er mjög vel gert
- sum atviksorð stigbreytast
- vel – betur – best
- Atviksorð tilgreina hvar, hvert, hvernig, og hvenær eitthvað gerist
- ég er inni
- ég fer hingað
- þetta gengur vel
- þau komu seint
- Atviksorð eru líka spurningar
- hvar, hvenær, hvernig, hvert, hví, hversu, hve ?
- Allt þetta eru atviksorð ^
- Atviksorðum er oft ruglað saman við lýsingarorð
- hægt er að vita hvort orðið er atviksorð eða lýsingarorð með því að breyta um persónu, tölu eða kyn á fallorðinu sem orðið lýsir. Ef orðið breytist ekkert er orðið atviksorð en ef það breytist er það lýsingarorð
- dæmi: kötturinn mjálmar hátt
- kettirnir mjálma hátt, við mjálmum hátt, þú mjálmar hátt
- hátt er alltaf eins og því er orðið atviksorð í þessu dæmi
- annað dæmi: fjallið er hátt
- fjöllin eru há, við erum há, þú ert hár
- hátt breytist ef maður breytir um persónu, tölu eða kyn svo í þessu dæmi er orðið lýsingarorð
- forsetningar
- stýra aukafalli á fallorði
- ég fór til Egilsstaða
- Egilsstaðir – Egilsstaði – Egilsstöðum – Egilsstaða
- samtengingar
- tengja saman einstök orð eða setningar
- Ég og Elísabet erum að læra
- ég hætti þegar ég nenni
- Fleygaðar samtengingar
- eru í tvennu lagi
- ég á bæði blýant og strokleður
- Ef þú veist ekki hvort eitthvað er samtenging eða ekki er hægt að muna að það er aðeins eitt sagnorð í hverjum setningarhluta (samtenging tengir setningahluta)
- dæmi: Ég nenni þessu ekki lengur svo ég er farin
- skáletruðu orðin eru sagnorð en samtengingin er á milli þeirra
- nafnháttarmerki
- er bara eitt orð: 'að'
- er á undan sögn í nafnhætti
- ég er að hoppa
- upphrópanir
- geta verið setningar útaf fyrir sig
- Æ !
- Ó !
- Lýsa undrun, gleði eða sorg
- ha ?
- Já & nei eru upphrópanir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli