Þjóðfélagsfræði


Þjóðfélagsfræði
1.kafli

Hver er ég ?
  • Engir tveir eru alveg eins
  • Félagslegur bakrunnur þinn mótast af umhverfinu
    • það sem umlykur þig
      • móðurmál
      • menning
      • menntun
      • starf
      • búseta
      • o.fl.
  • Sjálfsmynd eru allar hugmyndir sem þú hefur um sjálfan þig
    • bæði í útliti og persónuleika
  • Persónuleg sérkenni eru sérkenni sem gera okkur einstök og ólík öðrum
    • t.d. skapgerð, málfar, útlit, klæðnaður o.fl.
  • Hópsérkenni eru sérkenni sem gera mann svipaðan sumum einstaklingum en ólíkan öðrum
    • t.d. kyn, búseta, þjóðerni, aldur o.fl.
  • Að eiga systkini hefur áhrif á mótun persónuleikans
    • elstu börn taka ábyrgð og eru leiðtogar
    • miðjubörn berjast til að sanna sig og sýna og eru góð í að aðlagast aðstæðum
    • yngstu börn eru oft ósjákfbjarga en komast langt á sjarmanum
  • Erfðir gera það að verkum að við tökum á aðstæðum mismunandi
  • Margir þættir valda því að við erum eins og við erum
    • Helst eru það mannleg samskipti
      • sérstaklega á æskuárum
    • erfðir
    • greind
    • heilsufar
    • menntun
    • efnahagur
    • búseta
    • fjölskylda
    • og margt fleira
  • Alls höfum við 46 litninga
  • Gen skapa grunnin að því sem gerist seinna
    • umhverfið getur hins vegar haft áhrif á það
  • Allt sem erfist ekki telst til umhverfisþátta
  • Umhverfi veldur því að eineggja tvíburar eru ekki alveg eins
  • Greindarpróf mæla greind þína miðað við ákveðinn hóp þar sem gefið er að meðaltalið sé ákveðin tala (t.d. 100)
  • Greind skiptist í 3 þætti
    • hæfileikinn til að afla sér þekkingar og nýta sér hana
    • líffræðileg aðlögun sem stefnir að jafnvægi einstaklings og umhverfis
    • hæfni einstaklingsins til að skilja hinn ytri veruleika
  • Ef umhvefrfið virkar sterkar á mótun einstaklingsins er hægt að hafa áhrif á óæskilega þætti þess svo einstaklingurinn þroskist sem best
  • Til að lifa þurfa menn bæði að fá fullnægt líffræðilegum þörfum og félagslegum
    • Líffræðilegar þarfir
      • borða
      • sofa
    • Félagslegar þarfir
      • ást
      • umhyggja
      • samskipti við aðra
  • Félagsleg hegðun er lærð og mótast af því hvernig fólk hagar sér dags daglega
  • Viðmið eru mismunandi eftir samfélögum
    • Viðmið eru skráðar og óskráðar reglur um hvernig við eigum að haga okkur við mimunandi aðstæður
  • Félagsmótun mótar persónuleika og lifnaðarhætti fólks
    • án félagsmótuninnar gæti hvorki maður né samfélag þrifist
  • Ef barn er einangrað fær það ekki þá félagsmótun sem það skyldi og er því óhæft um venjulegt líf
  • Rökhugsun byggist á því að manneskja getur hugsað óhlutstætt og búið til kenningar um allt mögulegt
  • Með ákveðnum stíl gerir maður sig hluta af ákveðnum hópi og undirstrikar sérkenni sín. Aðrir vita þá einnig af því að þú ert í þessum hóp
    • Samkennd innan hópsins getur verið mikil en einnig fordómar gagnvart öðrum hópum
  • Allt sem tilheyrir menningu getur verið í tísku ólíkt því sem er í náttúrunni
  • Tíska er þegar fjöldinn tileinkar sér fatastíl, hárgreiðslu, tiltekna hluti eða ákveðin vörumerki komast þessi fyrirbæri í tísku
Ég og hinir
  • Staða segir til um hver þú ert og hvaða hópum þú tilheyrir
    • nemandi í Hagaskóla
  • Félagslegt hlutverk segir til um hvernig þú átt að vera
    • maður getur leikið hlutverk á mismunandi hátt
    • þægur nemandi í Hagaskóla
  • Þyrping er fólk sem statt er á sama stað á sama tíma fyrir tilviljun
    • t.d. strætó, fótboltaleikur o.fl.
  • Frumhópur er lítill hópur fólks með persónuleg, óformleg samskipti sem vara lengi
    • t.d. fjölskyldur, vinir o.fl
  • Fjarhópur er stór hópur fólks sem á stutt, ópersónuleg samskipti og veit fólk nánast ekkert um hvort annað
    • t.d. Stórir vinnustaðir og skólar, facebook vinahópurinn o.fl
  • Hópar sem raðast utan á hvern annan hafa minni áhrif á mann eftir því sem fjær dregur
  • Hópar sem skarast eru þannig settir upp að t.d. hluti af vinahópnum er í sama íþróttafélagi og þú eða með þér í bekk. Þá skarast þessir þrír hópar
  • Stelpur mynda frekar mjög náið samband með mjög fáum aðilum
  • Strákar eru frekar hluti af stórum hóp og eru ekki með mjög náin sambönd
  • Kynhlutverk eru allar þær væntingar sem til þín eru gerðar eftir kyni
    • Kynhlutverk lærist mest af foreldrum manns
    • eru með mikilvægustu hlutverkum sem við leikum
  • Staðalmyndir eru einfaldar, ýktar og oft fordómafullar lýsingar um alla einstaklinga innan ákveðins hóps
Fjölskyldan
  • Fjölskylda er hópur fólks sem er tengdur og býr saman. Þeir fullorðnu bera ábyrgð á þeim yngri
  • Fjölskyldan hefur mörg hlutverk
    • sjá um helstu félagsmótunina
    • endurnýja mannkynið
    • kennir þér á lífið
    • Stjórnun kynlífs
  • Kjarnafjölskylda er algengasta gerð fjölskyldna á Íslandi
    • foreldrar og börn (hvort sem foreldrarnir eru giftir eða í sambúð)
    • einnig eru til afbrigði af kjarnafjölskyldunni
      • einstætt foreldri
      • 2 pabbar/2mömmur
      • barnslaust par
  • Stórfjölskylda tíðkast ekki lengur í nútímasamfélgögum
    • 3 ættliðir sem hafa sameiginlegt heimilishald
  • niðursetningur/hreppsómagi er einhver sem getur ekki séð um sjálfan sig og er því settur á þann bæ sem tók minnst af pening fyrir hann
  • Áður þurftu fjölskyldur að eignast mörg börn til að tryggja að eitthvert þeirra kæmist á legg
    • það var hagkvæmt að eignast börn því þau gátu unnið
  • Í dag er fjölskyldan neyslueining sem kaupir allar nauðsynjar og það er dýrt að eiga börn
  • Fæðingartíðni er hversu margir fæðast á hverja 1000 íbúa
  • Dánartíðni er hversu margir deyja á hverja 1000 íbúa
  • Mannkyninu fjölgar hraðast í Afríku
    • þróunaraðstoð er helsta orsök þess
  • Barnaþrælkun er bönnuð í Indlandi en vegna sárrar neyðar hjá foreldrum vinna þau hjá atvinnurekendum sem ásælast ódýrt vinnuafl
  • Með lögum um staðfesta samvist heimilar Alþingi sambúð samkynhneigðra
  • raðgifti er þegar fólk giftist aftur og aftur (Ross í Friends)
  • eingifti er þegar það má bara vera giftur einum í einu
  • Fjölskyldan hefur misst mörg af þeim hlutverkum sem hún hafði áður
    • fjölskyldan framleiddi sjálf allar lífsnauðsynjar
    • mennta
    • var nánast eini félagsmótunaraðilinn
    • tengdafjölskyldur höfðu mjög sterk tengsl
  • Oft giftist fólk sem líkist hvort öðru
    • í aldri
    • stétt
    • trúarbrögðum
    • menntun
    • kynþætti
    • útliti
  • Það eru skiptar skoðanir um hvort það sé hollt fyrir börn að vera mikið að heiman (í leikskólum þá) eða þá of mikið undir verndarvæng foreldranna
  • Þótt félagsmótunin fari nú að mestu leyti fram utan fjölskyldunnar er fjölskyldan enn mikilvægasti félagsmótunaraðilinn
  • Fyrirmyndir skipta miklu máli í lífi barna og því þurfa foreldrar ungra barna að hugs vel um það sem þeir segja og gera
  • Uppeldi hefur breyst mikið í aldanna rás en nú er minni áhersla lögð á að börn hlýði foreldrum sínum en í staðinn eiga þau að þroskast út frá eigin forsendum
    • líkamlegum refsingum hefur fækkað mjög mikið
  • Umboðsmaður barna stendur vörð um hagsmuni og réttindi barna, vernda þau gegn hættum og stuðla að því að þau öðlist gott sjálfstraust
  • Barnaverndarnefnd er ætlað að taka á málum þar sem vanræksla og hegðunarvandamál koma við sögu

Engin ummæli:

Skrifa ummæli