Mannslíkaminn - Sjálfspróf 1. - 3. kafli


Mannslíkaminn 1. kafli Sjálfspróf

bls. 10 - 1.1

1. frumuöndun/bruni
2. súrefni & eldsneyti
3. taugafruma, blóðfruma, vöðvafruma, fitufruma, hjartafruma & beinfruma
4. krabbameinsfrumur fjölga sér stjórnlaust
5. hún verndar frumuna og ákveður hvaða efni mega koma
6. leysikorn leysa upp úrgangsefni frumunnar. Þau eru hreinsistöðvar
7. vefir eru gerðir úr mörgum sérhæfðum frumum og líffærin eru gerð úr mörgum mismunandi vefjum og hafa mismunandi hlutverk
8. í prótínverksmiðjum

bls. 14 - 1.2

1. líffærakerfi
2. hormón, þau flytja boð til fruma

-- sorry ekki til meira úr 1. kafla --


Mannslíkaminn 2. kafli Sjálfspróf


bls. 23 - 2.1

1. vatn, kolvetni, fita, prótín, vítamín & steinefni
2. að brjóta fæðuna niður í nógu smáar einingar
3. ensím skera stórar sameindir niður í smærri
4. í smáþörmum
5. hann drepur bakteríur sem berast niður í magann
6. brissafinn inniheldur mörg ensím og vinnur líka gegn sýru í fæðunni
7. í munninum byrjar amalýsi að brjóta sykur niður. Þar ýtir tungan fæðunni niður í kok. Fæðan berst niður vélindað sem ýtir henni niður í maga. Í maganum fæðan hnoðuð og blönduð magasafa. Úr maganum fer fæðan í smáþarmana og svo ristilinn þar sem endanlegt niðurbrot fer fram. Endaþarmurinn sér svo um rest
8. innra borð þarmanna liggur í ótal fellingum og er þakið örsmáum þarmatotum sem hver um sig er með hárfínum útskotum. Allt þetta er til þess að auka sem mest yfirborðið sem fæðan er tekin í gegnum
9. -kolvetni byrja að brotna niður í munninum og sundrast endanlega niður í glúkósa (þrúgusykur í skeifugörn og smáþörmum)
-Prótín brotna niður í peptíð í maga og skeifugörn og áfram niður í amínósýrur í smáþörmum
-Fitan sundrast í fitusýrur og glýseról í skeifugörn


bls. 27 - 2.2

1. líkaminn breytir honum í glýkógen sem er geymt til betri tíma
2. hún getur verið notuð sem eldsneyti en einnig einangrar hún og verndar líkamann
3. þau eru notuð sem byggingarefni, flutningarefni (taka þátt í flutningi ýmissa efna) og hjálpa til við efnahvörf
4. A-, B-, C-, D-, E- & K-vítamín, járn, sink, joð, selen, króm og mangan
5. mettuð fita er talin skaðleg fyrir æðar og leiða til fitusöfnunar inn á æðaveggina og kölkunar í framhaldi af því. Fhölómettuð fita er talin nýtast hjarta og æðum betur og einómettaða fitan líklega allra best. Hún finnst í ólífuolíu, repjuolíu og lýsi og er talin vinna gegn æðakölkun og hjartasjúkdómum
6. matvörur sem veita mikla orku en innihalda engin önnur næringarefni en sykur og fitu
7. hægmeltanleg kolvetni breytast hægt, skerf fyrir skerf í glúkósa. Fljótmeltanleg kolvetni breytast hratt í glúkósa. Hægmeltanleg nýtast líkamanum betur


bls. 30 - 2.3

1. með tannburstun, flúrskolun og með því að forðast að borða sætindi milli mála
2. brjóstsviði stafar af því að súr magasafi berst upp vélindað og veldur þar sviða og óþægindum
3. vegna þess að sýklalyfin drepa ekki bara skaðlegar bakteríur heldur líka nytsamlegar bakteríur. Þannig getur jafnvægið milli mismunandi þarmabaktería raskast og valdið niðurgangi
4. magaverkir og flökurleiki geta stafað af því að við höfum borðað eitthvað sem maginn vill losna við. Ýmsar veirur og bakteríur geta valdið magaveiki. Streita og kvíði geta valdið magaverkjum. Tóbak og áfengi geta valdið ertingu á magaslímunni og orsakað magaverki og aukið líkur á magasári. Magasár myndast ef það kemur gat á slímhúðina sem þekur magann að innan og ver hann gegn súrum magasafanum.
5. vegna þess að þá getum við komist í snertingu við bakteríur sem við erum ekki vön heima. Þar með getur komist á ójafnvægi í maga og þörmum sem leiðir til niðurgangs
6. lystarstol (anorexía) - lýsir sér í sjúklegri hræðslu við að þyngjast og menn upplifa sig feita þótt þeir séu óeðlilega grannir og léttir.
lotugræðgi - lýsir sér í óstjórnlegri löngun í mat. Sjúklingar háma í sig óhemju mikinn mat á skömmum tíma og kasta honum svo upp strax á eftir


bls 33 - 2.4

1. nefhol - barki - lungu - berkjur
2. þind
3. í lungnablöðrunum fara fram skipti á súrefni og koltvíoxíði. Súrefni fer frá loftinu í blóðið um leið og koltvíoxíð fer úr blóðinu í útöndunarloftið
4. raddböndin í barkakýlinu mynda þau hljóð sem við gefum frá okkur. Loft streymir framhjá strekktum raddböndum og kemur þeim til að titra og hljóð myndast
5. þegar þindin dregst saman og þrýstist niður á við togar hún í lungun sem þenjast út og loft sogast inn í þau. Þegar slaknar á þindinni hvelfist hún upp og ýtir á lungun sem skreppa saman og loft þrýstist út úr þeim
6. einfrumungar - taka súrefni beint í gegnum frumuhimnuna
ormar - anda gegnum húðina
skordýr - fá súrefni gegnum loftæðar á afturbol
fiskar - anda með tálknum
fuglar - hafa loftsekki við lungun og sjá til þess að þau eru alltaf full af súrefnisríku lofti


bls. 36 - 2.5

1. slímhár í nefinu endurnýja stöðugt slímhimnuna sem þekur það að innan. Slímið sér um að hreinsa hvers konar agnir úr loftinu sem við öndum að okkur og háræðakerfi hitar loftið upp áður en það berst ofan í lungun
2. bifhárin hreinsa öndunarveginn með því að færa slím og agnir upp í kokið
3. barkaspeldið kemur í veg fyrir að matur berist niður í barkann með því að leggjast yfir barkann og loka honum þegar við kyngjum. Við öndun lyftist barkaspeldið og barkinn opnast
4. kvef stafar oftast af ýmiss konar veirum
5. tóbaksreikur lamar bifhárin í öndunarveginum svo að þau ná ekki að hreinsa hann jafn vel. Þá hóstar maður til þess að hreinsa óþverrann burt en það eykur líkurnar á sýkingum. Í reyknum eru einnig eiturefni sem geta valdið krabbameini í lungum og öðrum lungnasjúkdómum
6. afholur nefsins eru loftfyllt holrúm í andlitsbeinum. Þær eru klæddar slímhúð og tengjast nefholinu. Þegar við fáum kvef geta sýkingar borist í þær svo þær bólgna upp og stíflast
7. astmi veldur bólgu og krampa í grennstu lungnaberkjunum þannig að þær þrengjast. Slímmyndun í lungnaberkjunum verður einnig meiri en eðlilegt er en þetta bæði gerir öndun erfiðari


Þakkir til: Baldurs Náttúrufræðikennara í Hagaskóla


Mannslíkaminn 3. kafli Sjálfspróf

bls. 45 - 3.1

1. æðar sem flytja blóðið frá hjartanu heita slagæðar og þær sem flytja blóðið til hjarta heita bláæðar
2. grönnu æðarnar sem flytja efni til og frá frumum heita háræðar
3. hólfin fjögur heita hægri og vinstri gátt og hægra og vinstra hvolf
4. kransæðarnar flytja hjartavöðvanum súrefni og næringu, svo að hjartað geti starfað
5. litla hringrásin - liggur frá hægri hjartahelmingi til lungnanna og frá þeim til baka til vinstri hjartahelmings
stóra hringrásin - liggur frá vinstri hjartahelmingi til allra frumna líkamans og svo frá þeim til baka til hægri hjartahelmings
6. segja má að hjartað sé tvöföld dæla, þar sem hjartahelmingarnir dæla blóði samtímis. Á meðan hægri hjartahelmingurinn dælir blóði til lungnanna í litlu hringrásina dælir sá vinstri blóði í ósæðina og áfram til vefja líkamans í stóru hringrásinni
7. blóðið berst upp frá fótunum til hjarta með hjálp vöðvadælu. Þegar vöðvar í fótleggjunum dragast saman þrýsta þeir stóru bláæðunum saman og blóðinu í þeim upp til hjartans. Lokur í bláæðunum koma í veg fyrir að blóðið renni í öfuga átt
8. í hvíld dreifist blóðflæðið þannig:
          25% til þarmanna
          20% til nýranna
          15% til heilans
eftir máltíðir eykst blóðflæðið til þarmanna
við andlegt álag eykst blóðflæði til heilans
við áreynslu eykst blóðflæði til vöðva
9. ef við stöndum kyrr lengi er vöðvadælan óvirk og hætta er á að heilinn fá ekki nóg af súrefni og næringu sem veldur því að við finnum til svima og föllum jafnvel í yfirlið
10. Þol er mælikvarði á hversu lengi vöðvar okkar geta starfað. Það er háð mörgum þáttum eins og styrk hjartavöðvans, slagmagni hjartans og hjartsláttartíðni. Enn fremur skiptir máli fjöldi rauðkorna og magn blóðrauða í blóði. Meiri blóðrauði flytur meira súrefni. Loftrýmd lungna hefur áhrif á hversu mikið súrefni blóðið getur tekið upp frá þeim. Þjálfun vöðva veldur því að þeir geta tekið upp meira súrefni úr blóðinu. Fleiri hvatberar myndast í vöðvafrumunum við þjálfun. Hvatberarnir eru frumulíffæri sem sjá um orkulosun með því að nýta súrefni til bruna á orkuríkum fæðuefnum - því fleiri hvatberar, því hraðari orkulosun. Þol okkar byggist einnig á heilbrigðum líffærum og að þau starfi eðlilega

(fengið frá Baldri Náttúrufræðikennara)


bls. 51 - 3.2

1. 4-6 lítrar
2. vatn, steinefni, sykur, prótín & hormón
3. kjarna beinanna (rauði beinmergurinn)
4. prótín í rauðkornum sem bindur súrefni & flytur um líkamann
5. rauð blóðkorn, hvít blóðkorn og blóðflögur
6. fyrst dregst æðin saman svo festast blóðflögur saman og stöðva lekann. Síðan myndast fíngert net úr fíbríni sem rauðkornin festast í
7. eitlar, hóstakirtill, milta
8. átfrumur éta bakteríur þangað til þær sjálfar springa
9. óvirku smitefni er sprautað í mann svo líkaminn myndar mótefni. Þá man líkaminn eftir því ef við sýkjumst svo í alvöru
10. alnæmisveiran eyðileggur ónæmiskerfið


bls. 55 - 3.3

1. rafboð í hjartanu og starf þess
2. þeir hlusta eftir tveim hljóðum þegar lokurnar skella aftur
3. og háan blóðsykur, járnskort, sökk (bakteríusýking, orsakast af of háum sökk)
4. hann getur skemmt æðarnar og hjartað
5. hvítkornin í blóðinu fjölga sér stjórnlaust
6. fita & kalk sest innan á veggi æðanna
7. ein eða fleiri kransæðar stíflast og hluti hjartans fær ekkert súrefni
8. það eykur hættuna á hjartavöðvabólgu
9. æðarnar víkka og blóðþrýstingur lækkar snögglega
10. annað hvort stíflar blóðtappi æð í heila eða æð opnast þar og veldur blæðingu


bls. 59 - 3.4

1. sía úrgangsefni & vatn úr blóðinu. Hreinsa blóðið. Mynda þvag
2. sýkingu í þvagfærum, sykursýki, nýrnasjúkdómar
3. glýkógen, vítamín & járn
4. nýrun sía úrgangsefni & vatn úr blóðinu. Mestum hluta vatnsins er skilað aftur í blóðið en eftir eru úrgangsefniog smá vatn sem myndar þvag. Það er sent í þvagpípurnar og svo í þvagblöðruna og gegnum þvagrásina
5. úrgangsefni og vatn síast en stórar sameindir s.s. prótín og sykur er eftir
6. fjarlægja skaðleg efni úr blóðinu, gera efni minna skaðleg, framleiða gall, geyma efni
7. með því að sleppa mismiklum vökva með þvaginu
8. háræðar fara gegnum nýrungana (lítil hylki) og þar þrýstast vatn, steinefni og úrgangsefni í innihald hylkisins. Úr hylkinu streymir svo innihaldið og mestur hluti vatnsins og steinefnanna aftur í blóðið en restin er þvag sem er losað út

11 ummæli:

  1. Þú ert snillingur! Þú ert að auðvelda okkur öllum lífið! Takk kærlega fyrir þetta en endilega haltu áfram, það vantar enn fleiri svör úr náttúrufræði! :D
    -Ánægður (en örvæntingafullur) nemandi

    SvaraEyða
  2. Takk maður er að fara í Próf á mrg TAKK !!! xD

    SvaraEyða
  3. svona ándjóks sá sem gerði þessa síðu er fokking meistari

    SvaraEyða
  4. Þakka innilega! kv. Valentínus

    SvaraEyða
  5. Þetta er enn að hjálpa til árið 2019 oofers

    SvaraEyða
  6. þessi jörð a þig ekki skilið

    SvaraEyða
  7. Besta síðan á netinu

    SvaraEyða
  8. Besta síða á netinu

    SvaraEyða
  9. Vel mikið af villum samt snilld

    SvaraEyða