Spurningar úr Syrjaldir og Kreppa (ekki þær í bókinni)



Spurningar úr 1. - 2. kafla
  1. Hvenær lagði Titanic af stað, hvaðan, hvert var það að fara, og hversu margir voru um borð ?
    - 10. apríl 1912. Frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 2201 farþegi
  2. Hvenær sökk það, hversu margir dóu og hvers vegna ?
    - aðfaranótt 15. apríl, 1490 dóu, ekki nóg af björgunarbátum
  3. Hvað er útflytjandi ?
    - sá sem flytur varnalega til annars lands
  4. Hvers vegna hélt fólk að skipið gæti ekki sokkið ?
    - Það var vel hannað og arkitektirnar sögða að það væri ósökkvandi. Það höfðu orðið svo miklar tækniframfarir á síðustu árum svo að ósökkvandi skip væri ekkert það vitlaust
  5. Hver er munurinn á yfirstétt, millistétt og lágstétt ?
    - Á yfirstétt voru eigendur verksmiðja & aðalsmenn. Á millistétt var fólk sem hafði fegnið góða menntun og var í ágætis vinnu, hvorki ríkt né fátækt t.d. verkfræðingar & prestar. Á lágstétt var allt fólkið sem vann í verksmiðjum eða sem þjónustufólk, fólk sem vann lengi en fékk lítið borgað
  6. Hvað er iðnvæðing ?
    - Þegar lönd fara að fjöldaframleiða vörur og flytja út með járnbrautalestum og gufuskipum
  7. Hvaða þjóð iðnvæddist fyrst ?
    - Bretar
  8. Hvað er vígbúnaður og hvers vegna jókst hann meir og meir eftir iðnvæðinguna ?
    - Þegar lönd fara að framleiða vopn og þjálfa hermenn. Hann jókst vegna þess að þjóðir fóru að sjá að öðrum þjóðum var að ganga vel að safna nýlendum og græða pening og að þær voru að verða stórar og voldugar en þá urðu þeir hræddur um að voldugu þjóðirnar myndu ráðast á sig
  9. Hvað er bandalag og hvers vegna fóru lönd í bandalög ?
    - Þegar 2 eða fleiri lönd gera samning um að hjálpa hvort öðru ef þau lenda í stríði. Tortryggni var mikil í garð annarra og mikil samkeppni í gangi um að græða pening og vinna nýlendur
  10. Hverjir höfðu lofað hverjum að hjálpa þeim í stríði á þessum árum ?
    - Þjóðverjar lofuðu Austurríki-Ungverjalandi, Rússar lofuðu Serbum, Frakkar lofuðu Rússum & Bretar lofuðu Belgum
  11. Hverjir voru í Þríveldabandalaginu ?
    - Þjóðverjar, Austurríki-Ungverjaland (1879) og Ítalía (seinna)
  12. Hverjir voru í Entente ?
    - Rússar, Frakkar (1893) og Bretar (1907)
  13. Hvenær og hvernig braust heimsstyrjöldin út ?
    - 28. júní 1914 var sjálfsvígsárás á Franz Ferdinand krónprins Austurríki-Ungverjalands. Það var Gavrilo Princip, 19 ára meðlimur í Svörtu höndinni sem gerði árásina fyrir þann  málstað að Bosnía slitu sig lausa frá keisaradæminu og sameinaðist Serbíu. Gavrilo náði að skjóta Franz og konu hans en eitrið sem hann tók drap hann ekki. Mánuði seinna lýsti Austurríki-Ungverjaland stríði á hendur Serbum
  14. Hvernig varð þessi árás að heimstyrjöld ?
    - Þjóðverjar höfðu lofað að hjálpa Austurríki-Ungverjalandi en Rússar lofðuðu Serbum. Svo höfðu Frakkar lofað Rússum að hjálpa þeim. Þjóverjar réðust á Frakka í gegnum Belgíu en Bretar höfðu lofað Belgum hjálp sinni. Einnig áttu Bretar og fleiri lönd margar nýlendur sem voru einnig með
  15. Nefndu 5 nýlendur sem Bretar voru með hermenn frá
    - Afríku, Vestur-Indíum, Kanada, Nýja Sjálandi & Ástralíu
  16. Hvað heitir nýlendan sem Frakkar voru með hermenn frá og hvað heitir hún núna ?
    - Franska-Indókína sem heitir núna Víetnam, Laos og Kambódía
  17. Hvaðan var Khudad Khan og fyrir hvað varð hann þekktur ?
    - Hann var frá Punjab (Pakistan) og fékk heiðursorðu
  18. Hvar og við hverja börðust Þjóðvrjar ?
    - Í vestir börðust þeir við Frakka & Breta en í austri við Rússa
  19. Hvað er skotgrafahernaður ?
    - Þá eru grafnir skurðir sem hermennirnir liggja í og skjóta einnig varðir með sandpokum
  20. Hvers vegna var fyrri heimsstyrjöldin kölluð fyrsta nútíma styrjöldin ?
    - Þá var byrjað að nota flugvélar, kafbáta, gas og rétt í lokin skriðdreka
  21. Hvað er einskismannsland ?
    - landsvæði milli skotgrafa
  22. Hvers vegna voru vélbyssur ekki mikið notaðar í árásum og í hvað voru þær þá notaðar ?
    - Þær voru svo þungar en í staðin voru þær notaðar sem varnarvopn í skotgröfum
  23. Hvers vegna var svona lítið landsvæði unnið en mikið mannfall ?
    - Þegar menn voru í skotgröfum þá voru þeir öruggari en á einskismannslandinu að gera árás og því dóu margir í árásunum
  24. Hvað þýðir ótakmarkaður kafbátahernaður ?
    - að það á að sökkva öllum skipum sem flytja vörur til andstæðinganna
  25. Hvers vegna fóru Bandaríkin í stríðið ?
    - Þjóverjar fengu skipun um ótakmarkaðan kafbátahernað og sökktu fullt af skipum frá USA sem voru á leið til Frakklands eða Bretlands
  26. Hvers vegna fór hermönnum að finnast stríðið vera tilgangslaust ?
    - Það hafði staðið 2 árum lengur en þeim var sagt og nær ekkert hafði unnist
  27. Hvað varð eigilega til þess að Þjóverjar gáfust upp ?
    - Þegar Bandaríkjamenn komu með fullt af hermönnum í hverjum mánuði á vestur-vígstöðvarnar
  28. Hvenær endaði fyrri heimsstyrjöldin, hverjir töpuðu og hvers vegna ?
    - 11.11 1918 með ósigri Þýskalands en þeir áttu engan pening eftir til þess að framleiða vopn og mat og einnig var skortur á mannafla
  29. Hvernig breyttist hagur kvenna í kjölfar stríðsins ?
    - Þær þurftu að fara í launuð störf sem karlarnir höfðu áður sinnt vegna þess að þeir fóru í stríðið. Þær sýndu fram á að þær gætu vel unnið sömu vinnur og karlarnir.
  30. Hvers vegna varð matarskortur í mörgum löndum ? Nefndu tvennt
    - Það þurfti að flytja mikinn mat á vígstöðvarnar og þá var minna eftir fyrir restina af landinu og einnig þurfti að minnka framleiðslu á mat og framleiða vopn
  31. Hvað gerðu yfirvöld til þess almenningur styddi stríðið ?
    - Þeir beittu áróðri og ritskoðun. Áróður er þegar búið er til t.d. veggspjöld & kvikmyndir en ritskoðun er þegar yfirvöld ákveða hvað fjölmiðlar birta og bréf frá hermönnum voru skoðuð og gáð hvort eitthvað sem almenningur mátti ekki vita væri þar
  32. Hvernig var lífið á Íslandi í stríðinu ?
    - Atvinnuleysi jókst til muna, vöruskortur ríkti & miklar verðhækkanir. Atvinnubótavinna og matargjafir voru teknar upp
  33. Hvað er friðarsamningurinn, hvað stóð í honum um refsingu Þýskalands, hvar og hvenær var hann gerður, hvað er hann kallaður & hverjir voru við gerð hans ?
    - Friðarsamningurinn er samningur sem var gerður eftir stríðið til friðar. Þar var mest verið að refsa Þjóðverjum og því var þetta meira 20 ára vopnahlé. Þar stóð t.d. að Þjóðverjar þurftu að skila öllum sínum nýlendum, máttu bara hafa takmarkaðan her, láta af hendi nokkrar borgir sem þeir höfðu unnnið & borga óhemjuháar stríðsskaðabætur í þokkabót. Hann var gerður í Versölum, Frakklandi árið 1919 og er því kallaður Versalasamningurinn. Aðeins sigurvegarar stríðsins voru við gerð hans en það var Georges Clemenceau fyrir hönd Frakka, David Lloyd George fyrir hönd Breta og forsteti Bandaríkjanna Woodrow Wilson.
  34. Hvað var gert eftir stríðið við Austurríki-Ungverjaland, Rússland & Þýskaland ?
    - Austurríki-Ungverjalandi var skipt í Austurríki & Ungverjaland og Ungverjalandi svo skipt í tvö ríki; Júgóslavíu & Tékkóslóvakíu. Í bæði Rússlandi & Þýskalandi höfðu keisurunum verið steypt af stóli en þessi lönd fengu nýja stjórnarskrá og lýðræðisleg lýðveldi
  35. Hvað gerðist á Íslandi 1. desember árið 1918 ?
    - Danir gáfu Íslendingum fullveldi
  36. Hvað var Þjóðbandalagið og hver barðist mest fyrir því ?
    - Alþjóðleg samtök til þess að tryggja frið en þar áttu allar deilur að vera leystar. Woodrow Wilson vildi mest frið á meðan Frakkar & Bretar vildu aðeins refsa Þjóðverjum

Spurningar úr 3. - 4. kafla
  1. Hvernig var Rússland í upphafi 20. aldar, hver réð þar ?
    - Það var mjög stórt & fjölmennt en mikið á eftir í iðnvæðingu og þar var mikil stéttaskipting. Þar ríkti einvaldur sem hét Nikulás 2.
  2. Hvaða fræga bók kom út í Rússlandi 1848 og eftir hvern ?
    - Kommúnistaávarpið eftir Karl Marx og Friedrich Engels
  3. Hver var Karl Marx og hverjar voru hugmyndir hans ?
    - Hann er þekktur sem upphafsmaður kommúnsma en honum fannst verkalýðsstéttin vera mikilvægust þar sem hún framleiddi vörurnar og að verkalýðsfólk ætti að gera uppreisn og taka völdin af auðvaldinu
  4. Hver var Vladimir Lenin, hvenær kom hann aftur til Rússlands og hvernig voru hugmyndir hans ólíkar hugmyndum Karls ?
    - Lenin var helsti leiðtogi Kommúnisma en hann þurfti að flýja land. Hann kom aftur árið 1917 til þess að berjast fyrir kommúnisma þar en honum fannst að allir sem væru kúgaðir ættu að berjast fyrir rétti sínum. Einnig átti aðeins lítill hópur að stjórna landinu en ekki allir því það mundi leiða til upplausnar
  5. Hvaða tvær uppreisnir eru kallaðar Rússneska byltingin, hverjir gerðu uppreisn og gegn hverjum ?
    - 15. mars 1917 gerði verkafólk, hermenn og fleiri uppresin gegn Nikulási 2. Hann neyddist til þess að fara en þá kom ný stjórn sem breytti litlu en henni var steypt af stóli aðfaranótt 8. nóvember 1917 af kommúnistum
  6. Hvað er sovét ?
    - stjórnarstofnanir kommúnista
  7. Hvenær dó Lenin og hver komst þá til valda ?
    - 1924, Jósep Stalin
  8. Hvernig hljóðuðu hugmyndir Stalins ?
    - Það þyrfti að ná þróunarlöndunum á 10 árum eða völdin myndu tapast
  9. Hvers vegna sultu milljónir manns í hel upp úr 1930 ?
    - Bændur höfðu verið neyddir til þess að afsala kornframleiðslunni sinni
  10. Hvernig var staða verkamanna á þessum árum ?
    - Þeir unnu mikið á lágum launum og það var mikill matarskortur
  11. Hverjir voru í efstu stétt á þessum tíma ?
    - Þeir sem voru í sovétaðalinum
  12. Hvað voru Gúlög, hver stofnaði þau og hvenær ?
    - Það voru þrælkunarbúðir fyrir þá sem voru á móti byltingunni en Lenin stofnaði þau 1918
  13. Hversu margir voru þarna ?
    - um 28 milljónir
  14. Hvernig var Ísland um aldamótin 1900 ?
    - Íslendingar voru fátækir en þéttbýli fór vaxandi og iðnbyltingin kom rólega
  15. Hverjir stofnuðu félög á Íslandi og til hvers ?
    - fólk með lík störf, til þess að bæta hag félagsmanna
  16. Hvenær var Alþýðusamband Íslands stofnað og af hverjum ?
    - 1916, 7 verkalýðsfélög stofnuðu það
  17. Hvenær var Alþýðuflokkurinn stofnaður og hvað gekk hann út á ?
    - Hann var stofnaður samhliða Alþýðusambandinu en hann var jafnaðarflokkur og gekk út á að jafna kjör landsmanna með lýðræði.
  18. Hver var forseti Alþýðusambandsins og flokksins ?
    - Jón Balvinsson
  19. Hvaða flokkur var stofnaður árið 1930 og af hverjum ?
    - Kommúnistaflokkurinn en það voru kommúnistar sem höfðu verið í Alþýðuflokknum en verið ósáttir þar
  20. Í hvað skiptist Sósíalismi og hver er munurinn á því ?
    - Jafnaðarmenn & Kommúnista. Jafnaðarmenn vilja jafna kjör landsmanna með lýðræði og leyfa einkafyrirtæki en kommúnistar vilja aðeins að lítill hópur ráði og að ríkið eigi allt
  21. Hvernig voru Bandaríkin í byrjun 3. áratugsins ?
    - Þau voru mjög rík og mikil velmegun ríkti þar
  22. Hvers vegna gekk svona vel hjá þeim ?
    - Eftir stríðið var meiri eftirspurn á vörum þeirra þar sem Evrópulönd höfðu nánast eingöngu framleitt vopn
  23. Hvað breyttist eftir upptöku færibandsins ?
    - Þá fór að framleiða vörur í meira magni og þær lækkuðu þá í verði svo fleiri gátu keypt þær
  24. Nefndu nokkrar vörur sem voru framleiddar á færiböndum
    - bílar, ísskápar, þvottavélar, ryksugur & rafmagnseldavélar
  25. Hvernig breyttist lífstíll unga fólksins á 3. áratuginum ? Nefndu 5
    - Pils styttust, snyrtivörunotkun jókst, djass varð vinsælt, svart fólk spilaði djass tónlist og naut þannig virðingar, allt varð frjálslegra
  26. Hvernig breyttist lífið hjá bóndum og hvernig var staða svarts fólks ?
    - Það var minnkandi eftirspurn á vörum bónda og svart fólk var kúgað með alls konar reglum
  27. Hvenær var áfengisbannið í Bandaríkjunum samtykkt og hvenær endaði það ?
    - 1920 - 1933
  28. Hvað gerðist í þessu banni ?
    - Einmitt það sem átti ekki að gerast en börum fjölgaði mjög mikið og einnig glæpastarfsemi samhliða þeim. Þetta voru ólöglegri barir en þeir voru um tvöfalt fleiri en þeir löglegu voru áður
  29. Minnkuðu glæpirnir aftur eftir bannið ?
    - nei. Glæpaflokkar fundu sér bara eitthvað annað til að græða á eins og eiturlyfjasölu, vændi & fjárkúgun
  30. Hvað er mafía, hver er frægasti mafíuforinginn, hvar var hann og á hverju græddi hann mest ?
    - orð notað yfir skipulagða glæpastarfsemi. Al Capone var í Chicago. Hann græddi helst á ólöglegum viðskiptum en hann mútaði mörgum til þess að ná sínu fram
  31. Hvenær var áfengisbann sett á Íslandi, hvenær var það afnumið og hvers vegna ?
    - 1915 – 1935. Spánverjar seldu Íslendingum léttvín og Íslendingar lærðu að brugga það sjálfir
  32. Hvers vegna kom kreppan ?
    - Í Bandaríkjum keypti fólk hlutabréf í fyrirtækjum og tók lán fyrir því. Svo fóru verksmiðjurnar að hætta að geta selt vörurnar sínar vegna þess að Evrópulöndin fóru aftur að framleiða þessar vörur svo að hlutabréfin lækkuðuð. Fólk varð hrætt um að það myndu lækka ennþá meira svo allir vildu selja en enginn kaupa þau.
  33. Hvenær var þetta og hverjar voru afleiðingarnar ?
    - 24. og 29. október 1929. Offramleiðsla varð vegna minnkandi eftirspurnar, Bandaríkin höfðu einnig lánað löndum pening eftir stríðið sem þau fóru að innheimta. Þannig varð þetta fall í kauphöllinni að heimskreppu
  34. Hvenær kom kreppan til Íslands og hvernig var lífið á Íslandi, hvenær byrjaði atvinnubótavinnan og hvenær hætti atvinnuleysið ?
    - 1931. Mjög margir urðu atvinnulausir þar sem saltfiskur lækkaði of mikið í verði svo að það borgaði sig stundum ekki að fara að veiða hann. Atvinnubótavinna byrjaði 1932 en atvinnuleysið hætti 1940
  35. Út á hvað gengur frjálshyggja ?
    - Frjálsa samkeppni, allir eiga að vera sem frjálsastir og ríkið að skipta sér lítið af
  36. Hver vann forsetakosningar 1932 og hver var hans lausn úr kreppunni ?
    - Franklin D. Roosevelt. Hann sagði að ríkið ætti að skipta sér meira af. Bændum var borgað fyrir að rækta ekki allt landið og þannig hækkaði verð á afurðum þeirra. Þá gátu þeir keypt meira af verksmiðjunum og þá gátu þær ráðið fleiri í vinnur. Einnig átti að byggja vegi, skóla & sjúkrahús til þess að skapa vinnur

Spurningar úr 5.- 6. kafla
  1. Hvenær komst Hitler til valda ?
    - 1933
  2. Hvert er aðal sérkenni Nasisma ?
    - þjóðernis- & kynþáttahyggja
  1. Hverjir voru æðistir allra og hverjir lægstir samkvæmt nasistum ?
    - Aríski kynsþátturinn (ljóshærður og hvítur) var æðstur en gyðingar voru lang lægstir allra
  2. Hvers vegna töldu sumir gyðinga vera svona vonda ?
    - Þeir töldu sig guðs útvalda þjóð en höfðu afneitað Jesú Krist. Einnig gekk mörgum gyðingum vel og það vakti öfund
  3. Hver var Adolf Hitler ? s.s. Í æsku og hvers vegna vildi hann gera Þýskalnad stórt
    - Hitler vildi verða málari en komst ekki inn í skólann. Hann var hermaður í stríðinu og ósigurinn tók mjög á hann svo hann vildi hefna sín og gera nýtt, þýskt stórveldi
  4. Einnig var kynþáttahyggja í öðrum löndum eins og t.d. Noregi. Hvaða lög voru sett þar og hvenær ?
    - 1927 voru sett lög sem bönnuðu sígaunum að koma í landið
  5. Hvað gerði Hitler til þess að vita hverjir voru andstæðingar hans og losa sig við þá ?
    - Hann stofnaði leynilögregluna Gestapo sem handók fullt af fólki og sendi í fangabúðir. Hann átti líka sinn einkaher sem köllðust SA (brúnstakkar) en sá her ofsótti gyðinga, sígauna og aðra óvini
  6. Hvaða lög voru sett gegn gyðingum í Þýskalandi árið 1935 ?
    - Nurnbereg lögin, þau sviptu gyðinga flestum mannréttindum
  7. Hver var munurinn á hlutverkum karla & kvenna samkvæmt nasisma ?
    - Konur áttu að fæða börn og vera heima en karlar áttu að berjast og vinna
  8. Hvað gerðu nasistar til þess að fá almenning til að styðja nasisma ?
    - Þeir beittu áróðri, fengu börn & ungmenni til þess að taka þátt í starfi sem styður nasisma & þeir breiddu út lygar um gyðinga
  9. Hverjum kenndu Þjóðverjar um að efnahagslífið var á hvolfi ?
    - nýju stjórninni
  10. Hvers vegna féll þýska pundið ?
    - Þjóðverjar þurftu að prenta út mikið af pening til þess að borga allar stríðsskaðabæturnar en því meira sem til var af pening því minna virði var hann
  11. Hvaða ár reyndi Hitler að taka völd með hernum sínum ?
    - 1923
  12. Hvaða stöðu fékk Hitler eftir vel heppnaða kosningabaráttu árið 1933 og hvað vildi Hitler meira ?
    - Hann varð ríkiskanslari og hann bað um aðarar kosningar en hann vildi fá ennþá meira fylgi
  13. Hvernig unnu þeir þessar kosningar líka og hvað gerði Hitler eftir það ?
    - Undirmenn Hitlers hótuðu öðrum flokkum og beittu brögðum en það endaði með því að Hitler fékk takmarkalaus völd í 4 ár og gerði sig að einræðisherra
  14. Hvað er fasismi ?
    - Það er eiginlega alveg það sama og nasismi nema réttindi kvenna voru minni
  15. Hvaða fasisti var við stjórn á Ítalíu og hvernig komst hann í stjórn ?
    - Benito Moussolini en hann tók stjórnina með valdi árið 1922
  16. Hvernig stóð á því að hann var aftur við stjórnina 1924 ?
    - Menn hans beittu brögðum og drápu menn í öðrum flokkum og annað
  17. Hvað hét flokkurinn þar sem Þjóðernissinnar voru á Íslandi, hvenær bauð hann sig fram & hvernig gekk ?
    - Flokkur Þjóðernissinna bauð sig fram 1934 & 1939 en þeir fengu sáralítið fylgi
  18. Hvaða fasisti komst til valda á Spáni, hvenær og hvernig ?
    - Francisco Franco í borgarstyrjöld 1936-1939. Þá varð hann einræðisherra
  19. Hvað var það fyrsta sem Hitler gerði eftir að hann komst til valda ?
    - Hann stækkaði herinn og útvegaði hernum skriðdreka og orustuflugvélar
  20. Hvenær réðust Ítalir inn í Eþíópíu og hvað gerði Þjóðbandalagið við því ?
    - 1935, Þjóðbandalagið mótmælti en gerði ekkert
  21. Hvernig náðu Þjóðverjar Austurríki ?
    - Hitler neyddi þá til að setja Nasista í stjórn, réðist svo inn og auðvitað engin mótmæli þá frá stjórninni
  22. Hverjir lofuðu að hjálpa Tékkóslóvakíu ef það yrði ráðist á þá og hvers vegna ?
    - Frakkar & Sovétríki því að Þjóverjar söfnuðu her við landamæri Súdatslands
  23. Hvaða samningur var gerður milli Þjóðverja og Breta 1938 ?
    - Að þeir myndu ekki ráðast hvor á annan og Hitler mundi bara taka Súdatland
  24. Hvenær varð ljóst að það myndi brjótast út önnur heimsstyrjöld ?
    - 1939 þegar Þjóðverjar lögðu undir sig alla Tékkóslóvakíu
  25. 23. ágúst gerðu Þjóðverjar griðarsamning við eina þjóð. Hvaða þjóð var það ?
    - kommúnistar Sovétríkja
  26. Hverjir sögðu að þeir myndu fara í stríð við Þjóverja ef þeir ráðast á Pólland ?
    - Bretar & Frakkar
  27. Hvenær réðust Þjóðverjar inn í Pólland og hvenær lýstu Frakkar & Þjóðverjar stríði á hendur þjóðverja?
    - 1. september 1939, 3. september 1939
  28. Hvenær réðust Þjóðverjar inní Danmörku & Noreg ?
    - 9. apríl 1940
  29. Hvernig gekk hertakan hjá Þjóðverjum í Noregi & Danmörku ?
    - Danir gáfust strax upp en Norðmenn börðust með bandamönnum í N.-Noregi. Norðmenn gáfust svo upp 10. júní 1940
  30. Hverja réðust Þjóðverjar á 10. maí 1940 og hvernig gekk það ?
    - Frakkland, Holland & Belgíu. Þeir unnu þau á nokkrum vikum
  31. Hvernig stjórnarfar var í hernumdum löndum ?
    - Það var ekki lýðræði eins og áður heldur ákváðu Þjóðverjar hvernig skyldi stjórna
  32. Hverja réðust Þjóðverjar næst á og hvernig vörðust þeir ?
    - Breta, þeir vörðust það vel að Þjóðverja hörfðuðu
  33. Hversu margir Bretar dóu í þessum loftárásum ?
    - um 60.000
  34. Hvernig reyndu Þjóðverjar að koma í veg fyrir að Bretar fengu nauðsynja vörur ?
    - Þeir sökktu vöruskipum á leið til Bretlands
  35. Hvers vegna urðu að lokum þýskir menn á kafbátum í mestri hættu ?
    - Bretar fundu góðar leiðir til þess að finna kafbátana og sökkva þeim
  36. Hvenær brutu Þjóðverjar samninginn við Sovétríkin og réðust á þá ?
    - 22. júní 1941
  37. Hvenær hörfuðu Þjóðverjar frá Sovéthernum ?
    - í janúar 1943
  38. Hvernig börðust nasistarnir öðruvísi í vestri en austri og hvers vegna ?
    - Í austri voru þeir að reyna að vinna landsvæði en í vestri voru þeir að verjast. Einnig litu þeir á íbúa í vestri sem jafningja sína en í austri voru t.d. gyðingar
  39. Hvenær var árásin á Pearl Harbour gerð & hverjir réðust á hverja ?
    - 7. desember 1941 en Japanir réðust á Bandaríkjamenn
  40. Japanir réðust á meira landsvæði. Hvert réðust þeir ?
    - Á nýlendur Frakka & Breta. T.d. Singapour
  41. Hvenær varð stríðið erfiðara fyrir Þjóðverja & Japani?
    - 1941, þegar Bandaríkjamenn og Sovétríkin komu inn í stríðið með bandamönnum
  42. Hvenær byrjuðu hermenn að safnast saman í S.-Englandi og frá hvaða löndum ?
    - janúar 1943, franskir, breskir & bandarískir hermenn
  43. Hvenær var D-Dagurinn & hvað gerðist á honum ?
    - 6. júní 1944, um milljón bandamenn réðust inn í Frakkland á móti Þjóðverjum á einum mánuði
  44. Hvenær var ráðist á þýsku borgina Dresden og hversu margir þýskir borgarar dóu ?
    - í febrúar 1945, 120.000
  45. Hvenær framdi Hitler sjálfsvíg og hvers vegna ?
    - 30. apríl, hann sá að hann hafði tapað því bandamenn nálguðust Berlín
  46. Hvenær gáfust Þjóðverjar upp ?
    - 7. maí 1945
  47. Hvenær og hvert vörpuðu Bandaríkjamenn kjarnorkusprengjum ?
    - 6. ágúst á Hiroshima en 9. ágúst á Nagasaki
  48. Hvenær gáfust Japanir upp ?
    - 14. ágúst 1945
  49. Hversu marga gyðinga drápu Þjóðverjar í seinni heimsstyrjöldinni ?
    - Um 6 milljónir
  50. Hvað hétu gyðingahverfi Þjóðverja, hví voru þau stofnuð og hvernig voru þau ?
    - Getto, til þess að halda gyðingum burt frá öðrum, þau voru girt af með steinvegg á allar hliðar og lífið þar mjög slæmt
  51. Hvar voru þessi Getto ?
    - í Póllandi, Rússlandi & víðar í A.-Evrópu
  52. Hvenær var fundurinn þar sem Þjóðverjar ákváðu að útrýma gyðingum í Evrópu, hvar var hann & hvernig var ákveðið að drepa þá ?
    - 1942, Wannsee, það átti að láta þá vinna sig í hel og drepa þá með gasi
  53. Hverja drápu Þjóðverjar líka fyrir utan gyðinga og hvernig voru þeir fluttir ?
    - samkynhneigða, sígauna & votta Jehóva. Með járnbrautarlestum
  54. Hverjir voru helst sendir í gasklefana ?
    - Óvinnuhæft fólk. Þá konur, börn & gamalt fólk
  55. Hvers vegna var svona erfitt að gera uppreisn gegn nasistunum í búðunum ?
    - Gyðingann var vel gætt & brotnir niður
  56. Hversu margir gyðingar voru handteknir í Noregi ?
    - 750
  57. Hverjir voru helst gyðingar á Íslandi
    - flóttafólk
  58. Hvernig komust bandamenn að þessum búðum ?
    - Þeir sáu þær þegar þeir réðust á landsvæðin
  59. Hver var helsta ástæða þess að Þjóðverjar hernámu Noreg ?
    - Þeir keyptu járn frá Svíþjóð og flutningaleiðin þurfti að haldast opin
  60. Hvernig var lífið í Noregi eftir hernámið ? Nefndu nokkrar reglur
    - Það var slæmt. Það mátti ekki hafa ljós á kvöldin, öll samastaða var bönnuð, allt var ritskoðað o. fl.
  61. Hvenær & hvers vegna varð Ísland sjálfstætt ?
    - 9 apríl 1940 vegna hernáms nasista í Danmörku
  62. Hvenær hertóku Bretar Ísland og hvernig gekk það ?
    - 10. maí 1940, friðsamlega
  63. Hvernig var lífið á Íslandi eftir hernám ?
    - Ef á hildina er litið þá varð það betra. Allt atvinnuleysi hætti, saltfiskurinn seldist betur og á hærra verði, Bretarnir komu með bragga sem Íslendingar notuðu svo
  64. Hvenær komu Bandaríkjamenn til Íslands og hvers vegna ?
    - 7. júlí 1941. Bretar höfðu annað að gera við herinn sinn
  65. Hvenær, hvar & hverjir hittust til þess að tala um hvernig ætti að skipta Evrópu eftir stríðið ?
    - í febrúar 1945, Jalta, Franklin D. Roosevelt, Winston Churchill & Jósep Stalin
  66. Hver var ákvörðun þeirra ?
    - Það ætti að skipta Þýskalandi & Austurríki í 4 parta sem hverjum var stjórnað af einu sigurlandi
  67. Hvers vegna varð ekki bara Þýskaland klofið heldur öll Evrópa ?
    - Lönd í A.-Evrópu fóru eiginælega öll undir stjórn kommúnista en V.-Evrópa var með lýðræði
  68. Hvenær voru sameinuðu þjóðirnar stofnaðar ?
    - 24. október 1945
  69. Frá hvaða löndum voru þeir sem voru dæmdir fyrir stríðsglæpi, hvar voru þeir dæmdir & hvenær ?
    - Þýskalandi, Noregi & Japan. Nurnberg í Þýskalandi, Noregi eða í Japan. Í nóvember 1945
  70. Einnig var fólk lagt í einelti, hverjir voru það helst ?
    - Konur sem höfðu verið með þýskum hermönnum og börn þeirra
  71. Hver var fyrsti forsetinn á Íslandi og hvenær var hann kosinn ?
    - Sveinn Björnsson, 17. júní 1944

Engin ummæli:

Skrifa ummæli