Glósur bls. 4-38
- Titanic- lagði úr höfn 10. apríl 1912- um borð voru 2201 farþegi en ekki nægir björgunarbátar- rakst á ísjaka og sökk aðfaranótt 15. apríl með 1490 manneskjum- aðeins 711 lifðu af- sigldi frá Bretlandi til Bandaríkja yfir Atlantshafið en á þessum tíma gerðust margir útflytjendur í von um betra líf í USA- fólk hélt að skipið gæti ekki sokkið. Það var vel hannað og miklar tækniframfarir höfðu orðið þannig að hvers vegna ætti ekki að vera hægt að gera ósökkvandi skip?
- Stéttaskipting- það var stéttaskipting um borð í Titanic en það voru 3 gerðir af farseðlum- Yfirstétt - dýrustu miðana keyptu aðalsmenn & eigendur verksmiðja og verslunnarfyrritækja.- Millistétt - næstdýrustu miðana keypti fólk sem hafði fengið menntun og voru t.d. verkfræðingar og voru hvorki ríkir né fátækir.- Lágstétt - ódýrustu miðana keypti verkafólk í verksmiðjum, þjónustufólk og vinnufólk í sveitum. Það vann langan vinnudag og fékk lítið fyir.
- Iðnvæðing- Iðnvæðing er þegar lönd fara að framleiða í miklu magni með hjálp véla og flytja út til annarra landa og græða þannig mikinn pening- Vörurnar eru fluttar út með hjálp gufuskipa & járnbrautalesta- Bretar voru fyrstir til að iðnvæðast- Þegar Bretar höfðu náð forystunni í iðnvæðingu og að safna nýlendum fóru hin ríkin líka að iðnvæðast og Þjóðverjar náðu smátt og smátt forystunni. Allir fóru að verða hræddir um að hinir og þessir væru orðnir of voldugir eða ætluðu að ráðast á þá. Þess vegna varð vígbúnaður meiri og meiri.Fyrri heimstyrjöldin
- Bandalög- Stórveldin kepptust um nýlendurnar í Afríku & Asíu en það leiddi til deilna. Einnig kepptust þau um að framleiða & selja sem flestar vörur og það leiddi líka til deilna. Þess vegna mynduðust bandalög milli ríkjanna.- Þjóðverjar höfðu lofað Austurríki-Ungverjalandi að hjálpa þeim ef þeir lentu í stríði en Rússar höfðu lofað Serbum að hjálpa þeim og Frakkar lofuðu Rússum að hjálpa þeim. Þjóðverjar vildu forðast að vera í stríði á tvennum stöðum og réðust þess vegna fyrst á Frakka og vonuðust til að sigra þá áður en Rússar mundu ráðast á sig. Þjóðverjar fóru í gegnum Belgíu en Bretar höfðu lofað Belgum að hjálpa þeim svo að þannig komu Bretar einnig inn í málið. Stuttu seinna réðust Rússar á Þjóðverja í austri. Fleiri lönd utan Evrópu drógust inn t.d. vegna nýlendanna sem Bretar og fleiri áttu.- Þríveldabandalagið voru Austurríki-Ungverjaland, Þýskaland (mynduðu bandalag 1879) & Ítalía (komu seinna inn)- Óttinn við Þjóðverja varð til þess að Rússar & Frakkar gengu í bandalag 1893 en frá og með 1907 voru Bretar líka með í því. Það var kallað Entente.
- Byrjun- Braust út árið 1914 eftir sjálfsvígsárás í Sarajevo en Gavrilo Princip, 19 ára serbneskur stúdent var meðlimur í Svörtu höndinni (félag sem var með þann málstað að Bosnía, þar sem margir Serbar áttu heima, slitu sig lausa frá keisardæminu og sameinuðust Serbíu). 28. júní 1914 skaut Gavrilo erkihertoga Austurríkis (erfðaprinsinn Franz Ferdinand) og konuna hans. Mánuði eftir skotin lýsti Austurríki-Ungverjaland stríði á hendur Serbíu.
- Stríðið- Bretar áttu margar nýlendur og voru með hermenn frá Afríku, Vestur-Indíum, Ástralíu,Nýja-Sjálandi & Kanada. Frakkar voru með hermenn frá Franska-Indókína (sem er núna Víetnam, Laos & Kambódía)- Khudadad Khan var frá Punjab (Pakistan) en hann fékk heiðursorðu í stríðinu.- Þjóðvejar börðust við Frakka og Breta í vestri en Rússa í austri.- í fyrri heimstyrjöldinni var skotgrafahernaður en þá lágu allir hermennirnir í skurðum sem þeir grófu og skutu á andstæðinginn- Var fyrsta nútímastyrjöldin en það var byrjað að nota flugvélar, kafbáta, gas & í lokin skriðdreka- Búið var að þróa vélbyssur en þær voru þungar svo þær voru aðeins varnarvopn og maður var verndaður í skotgröfunum en ekki þegar maður hljóp yfir einskismannslandið í átt að skotgröfum andstæðingsins og þess vegn dóu bara alltaf fleiri og fleiri en mjög lítið landsvæði var unnið.
- LokinÞegar Þjóðverjar fengu skipun um ótakmarkaðan kafbátahernað sökktu þeir öllum skipum sem fluttu mat og annað inn til Frakklands & Bretlands jafnvel þó að þau væru frá hlutlausu landi. Þannig fóru Bandaríkjamenn í stríðið vegna þess að Þjóðverjar sökktu fullt af skipum frá þeim- Í hverjum mánuði komu Bandaríkjamenn með 300.000 óþreytta hermenn á vestur-vígstöðvarnar- Þegar stríðið var búið að vera 2 árum lengur en hermönnunum var sagt fór þeim að finnast stríðið vera tilgangslaust og þeir væru eins og kindur leiddar í slátrun.- Milli 10 & 15 milljónir hermanna voru drepnir og yfir 20 milljónir særðust- Það þarf mikinn pening & mannafla til að halda stríði áfram. Það þarf að framleiða vopn & mat í miklu magni.- Fyrri heimstyrjöldin endaði 11.11. árið 1918 með ósigri Þjóverja en þeir áttu ekki nægan pening & mannafla til að halda stríðinu áfram
- Afleiðingar- Vegna þess að flestir mennirnir fóru að berjast þurftu konurnar að fara í launaðar vinnur og gerðust bréfberar, strætisvagnastjórar og flugvirkjar. Þær unnu líka við stríðið við vopnaframleiðslu og sem hjúkrunarkonur. Þær sýndu fram á að þær gætu vel unnið sömu vinnur og karlarnir- Það þurfti að flytja svo mikinn mat til vígstöðvanna og það þurfti svo mikinn pening til að framleiða vopn að það var mikið minna framleitt af mat og það varð matarskortur í landinu
- Aðgerðir Yfirvalda- Yfirvöld þurftu stuðning almennings og þess vegna réðu þau hvað birtist í fréttum og stundum voru bréf frá vígstöðum ritskoðuð og stöðvuð á leiðinni ef þar var eitthvað sem fólkið heima mátti ekki vita.- Yfirvöld voru með mikinn áróður og gerðu t.d. plaköt & kvikmyndir til þess að sannfæra fólk um að hinir væru þeir vondu.
- Aðstæður á Íslandi- Vegna stríðsins var mörgum skipum sökkt þannig að á Íslandi varð vöruskortur og miklar verðhækkanir. Atvinnuleysi jókst og yfirvöld á Íslandi sköpuðu atvinnubótavinnu en þá var fólk sem átti enga vinnu en vantaði pening látið gera allskonar verk sem annars hefðu ekki verið gerð eins og að höggva í kantsteina.- Öll stríðsárin voru stndaðar daglegar matgjafir en um 250 heimili komu daglega & fengu mat
- Friðarsamningur- Friðarsamnigur var gerður í Versölum í Frakklandi.- Aðeins sigurvegarar stríðsins fengu að vera með í gerð hans en það voru Frakkar,Bretar & Bandaríkjamenn- Fyrir hönd Frakka var forsætisráðherrann Georges Clemenceau. Fyrir hönd Breta var forsætisráðherrann David Lloyd George en forseti Bandaríkjanna Woodrow Wilson kom fyrir hönd Bandaríkjanna.- Versalasamningurinn var undirritaður 1919 en hann er mest úr óskum Breta & Frakka um að refsa Þjóðverjum. Þess vegna sögðu margir að þetta væri ekki friðarsamnigur heldur 20 ára vopnahlé.- Með samningnum þurftu Þjóðverjar að skila öllum sínum nýlendum, máttu bara hafa takmarkaðan her, láta af hendi nokkrar borgir sem þeir höfðu unnnið & borga óhemjuháar stríðsskaðabætur í þokkabót.- Keisari Austurríkis-Ungverjalands var settur af og 2 ný lönd stofnuð; Austurríki & Ungverjaland en í Ungverjalandi voru 2 ríki stofnuð; Júgóslavía & Tékkóslóvakía- Það var þegar búið að steypa keisurum Rússlands & Þýskalands af stóli en þau lönd fengu nýja stjórnarskrá og urðu lýðræðisleg lýðveldi- Ísland fékk líka fullveldi frá Dönum í lok stríðsins en það var 1. desember 1918 en margar þjóðir voru komnar með þá hugmynd að hver þjóð ætti að stjórna sér sjálf
- Þjóðbandalagið- Woodrow Wilson vildi mest halda friðinn en Frakkar & Bretar vildu frekar refsa Þjóðverjum- Wilson vildi stofna alþjóðleg samtök til þess að tryggja frið- Þessi samtök voru skýrð Þjóðbandalagið og allar deilur yrðu leystar í því og þannig átti að komast hjá styrjöldum- Því miður fengu Bandaríkjamenn ekki aðild í bandalagið en Wilson var mjög svekktur með það
Glósur bls. 40-80
Rússland í upphafi 20. aldar
- Rússland var stórt & fjölmennt en mikið á eftir í iðnvæðingu
- Þar var mjög mikil stéttaskipting & einvaldur ríkti sem hét Nikulás 2.
Kommúnismi
- Bókin Kommúnistaávarpið kom út árið 1848
- Hún var eftir Karl Marx & Friedrich Engels
- Karl Marx er þekktur sem upphafsmaður kommúnisma en hann ólst upp í ríkri fjölskyldu en neyddist seinna til þess að flýja land
- Hugmyndir Karls voru þannig að mikil valdabarátta væri á milli ólíkra stétta en að verkalýðsstéttin væri sú mikilvægasta þar sem hún framleiddi allt
- Karl sagði að verkalýðsstéttin ætti að gera uppreisn & taka völdin af auðvaldinu
- Þessar hugmyndir breiddust út & verkafólk fór að vilja meiri völd
- Vladimir Lenin var helsti leiðtogi kommúnista en þurfti að flýja land
- árið 1917 kom hann aftur til Rússlands til þess að berjast fyrir kommúnisma þar
- Ólíkt hugmyndum Karls vildi Lenin meina að allir sem væru kúgaðir berðust fyrir rétti sínum & að lítill hópur stjórnaði landinu en ekki allir því það myndi leiða til upplausnar
- Kommúnismi er hugmyndafræði en hugmyndafræði er heildarafstaða þess hvernig samfélagið á að vera & hvernig er hægt að gera það þannig
Uppreisnir
- Loks þann 15. mars 1917 safnaðist verkafólk saman og fór í verkfall eftir erfitt tímabil vegna stríðs. Hermenn & fleiri fóru einnig í verkfall svo að keisarinn neyddist til þess að láti af völdum
- Nýrri stjórn var komið á fót en hún breytti litlu sem engu
- Kommúnistar undir forystu Lenins voru óánægðir og ákváðu því að gera uppreisn
- Aðfaranótt 8. nóvember 1917 réðust þeir á aðsetur stjórnarinnar
- Þessar uppreisnir eru kallaðar rússneska byltingin
Stalin við stjórn
- Kommúnistar voru með stjórnarstofnanir á mörgum stöðum sem þeir kölluðu sovét
- Árið 1924 dó Lenin svo að Jósep Stalin komst til valda
- Hugmyndir hans hljóðuðu svo að það þyrfti að ná þróunarlöndunum á 10 árum eða völdin myndu tapast
- Bændur voru látnir afsala sér kornframleiðslunni og nær allt korn selt til útlanda og peningurinn notaður til þess að byggja verksmiðjur & raforkuver
- Í kjölfar þess sultu milljónir manns upp úr 1930
- Verkamenn unnu mikið á lágum launum & mikil fátækt & matarskortur ríkti
- Það var notaður heilmikill áróður til þess að sannfæra fólk um að kommúnismi væri besta leiðin & allir þyrftu að taka þátt í honum
- Ennþá var stéttaskipting en þeir sem voru í svokallaða Sovétaðalinum voru ríkastir
- Gúlög eru þrælkunarbúðir en Lenin stofnaði þær strax árið 1918 fyrir þá sem voru á móti byltingunni og fleiri
- Enn fleiri voru sendir þangað eftir að Stalin komst til valda en um 28milljónir voru þar. Fólk var látið vinna þrælkunarvinnur & margir dóu
Stéttabarátta á Íslandi
- um aldamótin 1900 voru Íslendingar fátækir & iðnbylting rétt byrjuð
- Þéttbýlið fór vaxandi og fólk með lík störf stofnuðu félög en öll gengu þau út á að bæta hag félagsmanna
- Alþýðusamband Íslands var stofnað árið 1916 en 7 verkalýðsfélög stofnuðu það
- Samhliða Alþýðusambandinu var stofnaður stjórnmálaflokkurinn Alþýðuflokkurinn
- Alþýðuflokkurinn var jafnaðarmannaflokkur en þeir vildu jafna kjör landsmanna með lýðræði. Þeir buðu sig fram árið 1916 og fengu 1 mann á þing
- Jón Baldvinsson var forseti Alþýðsusambandsins & formaður Alþýðuflokksins
- Margir meðlimir Alþýðuflokksins gerðust kommúnistar og í nóvember 1930 fóru kommúnistar úr Alþýðuflokknum og stofnuðu Kommúnistaflokk Íslands en þeir voru ekkert sérstaklega vinsælir miðað við hina 3 flokkana
Sósíalismi
- Sósíalismi skiptist í jafnaðarmenn & kommúnista.
- Jafnaðarmenn vilja jafnar skiptingu & lýðræði. Þeir vilja að einkafyrirtæki séu leyfð
- Kommúnistar vilja einnig jafnari skiptingu en þeir vilja bara lítinn hóp sem stjórnar & ríkið á að eiga allt
Tímaás
1889 – 1. maí varð baráttudagur Alþjóðasambands verkafólks
1913 – fyrsta langa verkfallið á Íslandi
1916 – Alþýðusambandið stofnað
1917 – Bylting Kommúnista í Rússlandi
1924 – Stalin kemst til valda í Sovétríkjunum
1929 – Stofnun stórra samyrkjubúa í Sovétríkjunum
1930 – Kommúnistaflokkur stofnaður á Íslandi
1936-1938 – Moskvuréttarhöldin í Rússlandi
4. kafli
Bandaríkin, 3. áratugurinn
- Bandaríkin voru mjög rík & mikil velmegun ríkti þar
- Það var vegna þess að eftir fyrri heimsstyrjöldina jókst eftirspurn á vörum þeirra þar sem Evrópuríkin höfðu framleitt að mestu leiti aðeins vopn
- Þegar færibandið var tekið í notkun var byrjað að framleiða bíla í miklum mæli og þeir lækkuðu í verði svo fleiri gátu keypt þá
- Fleiri tæki fóru einnig á færibandið eins og ísskápar, þvottavélar, ryksugur & rafmagnseldavélar
- Lífstíll unga fólksins breyttist á 3. áratug 20. aldarinnar.
- Pils styttust
- Djass tónlist varð vinsæl
- svart fólk fór að spila djass og naut þannig meiri virðingar
- snyrtivörunotkun jókst
- allt varð frjálslegra
- Bændur fengu minni tekjur vegna minnkandi eftirspurnar á landbúnaðarvörum
- Svart fólk var einnig kúgað með reglum
Áfengisbann
- Áfengisbann í Bandaríkjunum var samþykkt árið 1920
- Einmitt það sem átti ekki að gerast gerðist. Áfengi átti að minnka en í staðinn fjölgaði ólöglegum börum en þeir voru um tvöfalt fleiri en áður. Glæpaflokkar ráku þessa bari en glæpastarfsemi jókst til muna í áfengisbanninu en það minnkaði heldur ekkert eftir það árið 1933
- Glæpaflokkar fundu bara eitthvað annað til að græða á eins og eiturlyfjasölu, vændi & fjárkúgun
- Mafía er orð sem notað er yfir skipulagða glæpastarfsemi. Þekktasti glæpaforingju Bandaríkjanna var Al Capone en hann leiddi mafíuna í Chicago. Hann græddi mikið á ólöglegum viðskiptum & naði þannig að múta fólki & ná sínu fram
- Áfengisbann var sett á Íslandi árið 1915. Fyrstu árin voru nokkurn vegin áfengislaus en svo seldu Spánverjar Íslendingum léttvín & Íslendingar lærðu að brugga það sjálfir svo bannið var afnumið árið 1935
Kreppan
- Á 3. áratuginum fór fólk að kaupa hlutabréf (hlut í fyrirtæki) í kauphöll
- Hlutabréfin hækkuðu & hækkuðu og fólk tók lán & ætlaði að borga þau þegar það seldi hlutbréfin seinna
- En árið 1929 fóru verksmiðjurnar ekki að geta selt vörurnar sínar. Verð lækkaði & þar af leiðandi hlutabréfin. Fólk varð hrætt um að þau mundu lækka enn meira og vildi losna við þau. Allir vildu selja en enginn kaupa. Þá lækkaði verðið ennþá meira.
- Þetta gerðist á dögunum 24. október & 29. október 1929
- Fólk fór að tapa aleigunni en það voru ekki bara kauphallarviðskiptin sem hrundu heldur fór allt efnahagslífið í kreppu
- Offramleiðsla varð vegna þess að vöruframleiðsla í Evrópu hafði jafnast & þörf fyrir vörur frá Bandaríkjunum minnkaði
- Kreppan í Bandaríkjunum varð smám saman að heimskreppu vegna skulda eftir stríðið til Bandaríkjanna & þörf á hráefnum frá löndum til þess að framleiða vörur
- Kreppan kom til Íslands árið 1931. Íslendingar seldu mikið að saltfiski en hann lækkaði í verði í kreppunni svo stundum borgaði sig ekki einu sinni að fara að veiða. Þá voru togararnir bið höfnina. Verð á afurðum bænda lækkaði einnig
- Margir urðu atvinnulausir en þeir söfnuðust saman niðri við höfnina til þess að fá vinnu togara um daginn. Árið 1932 byrjaði atvinnubótavinna
- Atvinnuleysið hætti á Íslandi árið 1940
Leiðin út úr kreppunni
- Frjálshyggja gengur út á frjálsa samkeppni. Ríkið á að skipta sér sem minnst af & allt mun reisast við af sjálfu sér. Allir eiga að vera sem frjálsastir
- Franklin D. Roosevelt vann forsetakosningar árið 1932 en hann var með lausn á kreppunni
- Sú lausn gekk út á það að yfirvöld ættu að gera meira en það var alveg ný hugmynd. Bændur fengu borgað fyrir að skilja hluta af ræktunarlandi sínu eftir og því minnkaði framboð á afurðum þeirra og verð hækkaði. Bændur högnuðust, keyptu fleiri vörur frá verksmiðjum & þær gátu ráðið fólk í vinnu
- Yfirvöld ákváðu að byggja vegi, skóla, sjúkrahús & fleira til þess að vinna gegn atvinnuleysi
- Ástandið varð skárra en Bandaríkin áttu í efnahagserfiðleikum allan 4. áratuginn
Glósur bls 84 – 137
Allt vald til foringjans
Þýskaland Nasismans
- Hitler & nasismaflokkurinn komust til valda í Þýskalandi 1933
- Nasismi er þannig að aðeins einn foringi á að ráða öllu og mikil stjórn & agi ætti að vera. En aðal sérkennið er þjóðernis- & kynþáttahyggja. Þýsklanad var best og þýskt fólk stóð öðrum framar
- aríski kynþátturinn var æðstur allra en gyðingar voru lægstir. Gyðingahatur var áður þekkt en þeim gekk oft vel og það vakti öfund. Einnig töldu þeir sig Guðs útvalda þjóð en höfðu afneitað Jesú Krist
- Adolf Hitler vildi verðs myndlistamaður en komst ekki inn í skólann. Hann barðist í fyrri heimsstyrjöldinni og fékk orðu þar. Ósigur Þýskalands tók mjög á hann og því hét hann því að gera Þýskaland aftur að stórveldi
- Kynþáttahyggja þekktist einnig annars staðar í heiminum en lög voru sett 1927 sem bönnuðu sígaunum að koma í Noreg
- Nasistar vildu gera þjóð þar sem nær allir voru eins. Þeir gerðu þetta með því t.d. að búa til leynilögreglu sem hét Gestapo en hún handtók fólk sem var á móti nasisma og Hitler. Einnig var gerð sérstök herdeild sem hét SA (brúnstakkar) en hún ofsótti gyðinga, sígauna og aðra óvini þjóðarinnar
- Nurnberg lögin voru sett 1935 en þau sviptu gyðinga flestum mannréttindum og þá voru lang flestir sem litu algjörlega niður á gyðinga
- Samkvæmt nasisma áttu konur að vera heima, eignast börn og sjá um þau en karlar áttu að berjast og vinna
- Nasistar notuðu áróður óspart og þjálfuðu ungmenni til að hlýða Hitler og ólu aga
- Einnig breiddu þeir út lygar um gyðinga t.d. að þeir hafi átt sök á ósigri Þjóðverja
Leið Hitlers til valda
- 15 árum eftir að Þýskaland fékk nýja stjórnarskrá og lýðræðislegt lýðveldi (eftir seinni heimsstyrjöldina) var það lagt niður.
- Allir vildu aðra stjórn þar sem efnahagslífið var á hausnum og ekkert gekk vegna stríðsins & friðarsamingsins. Flestir kenndu nýju stjórninni um og vildu fá aðra.
- Til þess að geta borgað stríðsskuldirnar þurftu þeir að prenta meira og meira út af peningum en þá um leið féll gildi þeirra. Enginn vissi hvort peningurinn sem þeir fengu í laun væri eins mikið og nóg næstu vikuna
- Í þokkabót var mjög mikið atvinnuleysi og stjórnin réði ekkert við það
- árið 1923 reyndi Hitler að taka völdin með einkaher sínum en það misheppnaðist.
- Árið 1933 var Hitler gerður að ríkiskanslara eftir vel heppnaða kosningabaráttu
- Svo voru haldnar aðrar kosningar að ósk Hitlers en þá beittu þeir fleiru lymskubrögðum og að lokum fékk Hitler takmarkalaus völd í 4 ár og var þá einræðisherra
Fasismi
- Gekk út á það sama og nasismi en réttindi kvenna voru minni
- Eins og í Þýskalandi var fólk hrætt um að kommúnsitar mundu taka yfir. Fólki var líka illa við stjórnina vegna friðarsamningsins og lífsins eftir stríðið
- árið 1922 tók Moussolini stjórnina með völdum og í næstu kosningum 1924 beittu þeir lúlegum brögðum og svindli. Einnig eins og í Þýskalandi var mikil ritskoðun ogharðstjórn
- Flokkur Þjóðernissinna á Íslandi bauð sig fram 1934 og 1939 en það var frekar lélegt og mjög lítið fylgi
- Fasisti komst einnig til valda á Spáni en hann hét Francisco Franco. Borgarstyrjöld var háð 1936 til 1939 en þær enduðu með því að Franco varð einræðisherra.
Enginn stöðvar harðstjórann
- Eitt það fyrsta sem Hitler gerði eftir að hann komst til valda var að stækka herinn og útvega orustuflugvélar og skriðdreka en honum var ekkert refsað fyrir að brjóta versalasamninginn
- árið 1935 réðust Ítalir inn í Eþíópíu en Þjóðbandalagið mótmælti því en það gerði ekkert
- Hitler neyddi Austurríki til þess að setja nasista í stjórn og svo réðst hann í landið og tók það með engri mótspyrnu. Einnig vildi hann hafa Súdetland hluta af Þýskalandi en þeir neituðu. Hitler safnaði her við landamærin og var tilbúinn að ráðast á þá en Frakkar og Sovétríki lofuðu að hjálpa Tékkóslóvakíu
- 1938 var gerður samningur um að Þjóðverjar og Bretar myndu ekki ráðast á hvorn annan og að þeir mættu fá Súdetland ef Hitler krefðist ekki meira landsvæðis
- 1939 tók Hitler undir sig alla Tékkóslóvakíu en þá var ljóst að það væri ekki hægt að treysta honum og það mundi brjótast út önnur styrjöld
- 23. ágúst 1939 gerðu nasistar Þjóðverja griðasamning við kommúnista Sovétríkja sem var mjög undarlegt því þeir voru eiginlega andstæðingar. Einnig höfðu einræðisherrarnir tveir rætt sín á milli um hvernig þeir ætluðu að skipta á milli sín Evrópu eftir stríðið. Allt þetta var bara plan hjá Hitler til þess að berjast ekki við Sovétríkin á sama tíma og Vestur-Evrópu
- Bretar og Frakkar sáu að Hitler mundi næst taka yfir Pólland svo þeir lofuðu að fara í stríð við Þýskaland ef þeir réðust inn í Pólland.
- 1. september 1939 réðust Þjóðverjar inn í Pólland en tveimur dögum síðar lýstu Bretar og Frakkar stríði á hendur Þjóðverja. Þannig byrjaði seinni heimsstyrjöldin
Stríðið sem kom við alla
Síðari Heimsstyrjöldin
- 9. apríl 1940 réðust Þjóðverjar í Danmörku og Noreg. Danir gáfust strax upp en Norðmenn börðust með bandamönnum í Norður-Noregi þar sem suðurhlutinn vannst á aðeins 4 vikum. 10. júní gáfust Norðmenn upp þegar bandamenn fóru til Frakklands að berjast við Þjóðverja þar
- Þjóðverjar réðust inní Frakkland, Belgíu & Holland 10. maí 1940 og unnu öll löndin á nokkrum vikum. Þannig unnu Þjóðverjar Danmörk, Noreg, Frakkland, Holland & Belgíu á einu sumri.
- Lýðræði var lagt niður í öllum löndunum og Þjóðverjar stjórnuðu
- Þjóðverjar réðust næst á Bretland með herflugvélum og vörpuðu fullt af sprengjum á þá en Bretar vörðust vel svo að Þjóðverjar þurftu að flýja um miðjan október
- Samtals dóu um 60.000 bretar í þessum loftárásum
- Kafbátahernaður Þjóverja var mikill þar sem Bretar fengu mikið af vopnum og mat frá USA. En Bretar komust upp á lagið með að finna og sökkva þessum kafbátum svo að í raun voru það helst mennirnir á kafbátum Þýskalands sem voru í mestri hættu
- 22. júni 1941 réðust Þjóðverjar á Sovétríkin. Þeir náðu að vinna mikið landsvæði þar sem þessi árás kom mikið á óvart líkt og allar hinar en Sovétherinn varðist vel þegar hann varðist og í lokabardaganum janúar 1943 hörfuðu Þjóðverjar undan Sovéthernum.
- Nasistar börðust öðruvísi í vestri en í austri. Í fyrsta lagi vegna þess að í vestri voru þeir meira að reyna að verjast en í austri voru þeir að reyna að vinna landsvæði. Í öðru lagi liti þeir á íbúa Vestur-Evrópu sem jafningja sína en í Austri fóru þeir verr með bæi og þorp og litu niður á íbúana þar en það voru gjarnan gyðingar sem þeir drápu ásamt því að drepa kommúnistana
- 7. desember 1941 réðust Japanir á Pearl Harbour á Hawaii. Þessi árás kom á óvart en 20 herskipum frá USA var sökkt af orustuflugvélum Japana.
- Japanir réðust einnig á nýlendur Breta & Frakka og litu á sig sem frelsisher nýlendna. Þeir tóku t.d. Singapour sem var verslunarstaður Breta og tóku til fanga um 100.000 menn. Þessi árás var gerð á sama tíma og árásin á Pearl Harbour en Bretar gáfust upp í febrúar 1942
- 1941 kom bæði Bandaríkjamenn & Sóvetríkin sterk inn í stríðið með bandamönnum og því varð þetta heldur erfiðara fyrir Þjóðverja & Japani
- 1943 náðu Sovétríkin yfirhöndinni á austurvígstöðvunum og á sama tíma söfnuðust breskir, franskir & bandarískir hemenn saman á Suður-Englandi tilbúnir að ráðast inn í Frakkland á Þjóðverja
- D-Dagurinn var 6. júní 1944 en þá réðust bandamenn á Þjóverja í Frakklandi. Um milljón hermenn fóru yfir ermasund í Frakkland á aðeins mánuði. En þá þurftu Þjóðverjar að berjast á tveim vígstöðum.
- Í febrúar 1945 réðust herir vesturvelda & Sovétríkja inn í Þýskaland en Rússar voru þá í hefndarhug og það kom niður á þýskum almenningi
- Í febrúar 1945 réðust bandamenn á þýsku borgina Dresden en um 120.000 þýskir borgarar fórust.
- 30. apríl 1945 framdi Hitler sjálfsvíg þar sem hann skildi að hann hafði tapað því að herir Sovétríkja nálguðust Berlín.
- 7. maí 1945 gáfust Þjóðverjar upp og þá hætti stríðið í Evrópu
- Stríðið milli USA & Japan stóð ekki mikið lengur en það endaði með því aðBandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á borgina Hiroshima 6. ágúst og á Nagasaki 9. ágúst. Þessar sprengjur drápu um þriðjung íbúa þeirra og lagði tvo þriðju borgarinnar í rúst. Enn er fólk þarna að fæðast fatlað vegna geislavirkninnar
- 14. ágúst 1945 gáfust Japanir upp og stríðinu lauk
Helförin
- Þjóðverjar drápu um 6 milljónir gyðinga í WWII. Markmiðið var að drepa hvern einasta gyðing í Evrópu
- Þjóðverjar byrjuðu að stofna getto (gyðingahverfi) árið 1939 en þeir stofnuðu samtals 356 getto í Póllandi, Rússlandi og víðar í Austur-Evrópu.
- Þessi getto voru alveg girt af með steinveggjum svo ekki var nokkur leið að komast inn eða út úr þeim
- Jafnvel þótt þeir höfðu lokað þá inni í þessum gettoum vildu þeir útrýma þeim. Þeir ákváðu á fundi í Wannsee 1942 að láta þá vinna sig í hel og drepa með eiturgasi
- Snemma hófu Nasistar að byggja bæði fanga- & útrýmingarbúðir sem þeir fluttu sérstaklega gyðinga í með járnbrautarlestum úr mörgum löndum. Einnig drápu þeir samkynhneigða, sígauna & votta jehóva
- Margir dóu í vinnubúðunum úr þreytu, næringarskorti eða sjúkdómum. Það var farið mjög illa með fólkið í búðunum en það var barið ef það gat ekki einbeitt sér eða unnu hægt.
- Þeir sem ekki voru vinnuhæfir (helst gamalt fólk, konur & börn) voru sendir beint í gasklefana
- árið 1943 gerði hópur gyðinga uppreisn í fangabúðum í Treblinka en það var mjög erfitt þar sem þeirra var vel gætt & þeir voru brotnir niður á allan mögulegan hátt
- 750 gyðingar voru handteknir í Noregi og flestir sendir með flutningaskipi til Auschwitz
- Ekki margir gyðingar voru á Íslandi nema þá einhverjir sem fluttu hingað. Íslensk stjórnvöld vísuðu raunar gyðingum úr landinu stundum.
- Margir földu gyðinga fyrir Þjóðverjum en það var mikil áhætta því ef það hefði komist upp væri maður dauður
- Íslendingur fór í fangabúðir en komst að lokum aftur heim eftir miklar þjáningar
- Nasistar reyndu að fela sönnunargögnin um fanga- & útrýmingarbúðirnar en það gekk ekki svo vel því þegar herir bandamanna komu sáu þeir hræðilega sjón
Líf í hernumdum löndum
- Þjóðverjar hernámu Noreg helst til þess að flutningaleið járnsins héldist opin
- Matarskömmtun var tekin upp í Noregi eftir hernám, bannað var að láta sjást ljós í gluggum á kvöldin, allt var ritskoðað, allt sem sýndi samstöðu var bannað, skólum var einnig breytt í íbúðir fyrir hermennina
- Norðmenn komu upp andspyrnuhreyfingu en um 30.000 Norðmenn voru handteknir og 366 teknir af lífi
- 9 apríl 1940 varð Ísland sjálfstætt vegna hernáms Nasista í Danmörku.
- Aðfaranótt 10. maí 1940 hertóku Bretar Ísland. Flestum Íslendingum var létt við að þetta voru ekki Nasistar og allt gekk þetta friðsamlega fyrir sig
- Lífið á Íslandi eftir hernámið var bara ágætt. Hermennirnir handtóku nokkra Þjóðverja eða Íslendinga grunaða um að hjálpa Þjóðverjum. Það var ekki svona mikið af reglum eins og í Noregi en Bretar misþyrmdu nokkrum skipverjum sem voru neyddir til að senda Þjóverjum veðurfréttir
- 7. júli 1941 komu Bandaríkjamenn til Íslands vegna þess að Bretar höfðu eitthvað annað að gera við herstyrk sinn en þeir fóru nú samt ekki allir fyrr en eftir stríðið
- Atvinnuleysi á Íslandi breyttist í skort á vinnuafli en hermennirnir réðu marga í vinnu við að reysa flugvelli, braggana og leggja vegi. Einnig högnuðust Íslendingar ekkert smá mikið því að verð á fiskinum margfaldaðist þegar hann var seldur til útlanda svo að í heild var stríðið blómatími efnahags þjóðarinnar
- Margar ungar íslenskar konur og ungir hermenn pöruðust en íslenskir karlmenn voru frekar afbrýðissamir að þær kusu hermenn yfir þá
Tími uppgjörsins
- í febrúar 1945 hittust Franklin D. Roosevelt, Winston Churchill & Jósep Stalin í bænum Jalta. Þar ákváðu þeir hvernig skyldi skipta á milli sín Þýskalandi.
- Þeir sættust á að skipta Þýskalandi & Austurríki í fjóra parta og hvert sigurland réði einum parti.
- Lönd í Austur-Evrópu fóru mörg undir stjórn kommúnista sem Sovétríkin réðu svo og því var það ekki bara Þýskaland sem var klofið heldur öll Evrópa
- Sameinuðu Þjóðirnar voru stofnaðar 24. október 1945 með 51 aðildarríki
- í Nurnberg, nóvember 1945, voru margir Þjóðverjar dæmdir fyrir stríðsglæpi. Þá ýmist til dauða eða fangelsisvistar. Þetta var líka gert í Japan og þá Japanir dæmdir
- Mikilvægasta reglan sem sett var var sú að hver maður tæki ábyrgð á eigin gjörðum
- Í Noregi voru einnig réttarhöld en þá voru 37 dæmdir til dauða og 20.000 Norðmendæmdir til fangelsisvistar. Einnig voru sérstaklega konur sem höfðu verið með þýskum hermönnum lagðar í einelti og börn þeirra líka
- 17. júni 1944 var kosinn fyrsti forseti Íslands, Sveinn Björnsson
Takk Kærlega fyrir allur bekkurinn minn er að nota þetta
SvaraEyðapreach!!!!!!!!!!!!!!!!!!!111!!!!
Eyða