Glósur
Mannslíkaminn 1. kafli
Sérhæfðar Frumur
- Allar lífverur eru gerðar úr frumum
- Sumar lífverur eru bara 1 fruma
- Mannslíkaminn er gerður úr tugÞúsundum milljarða fruma
- Frumur fá orku með bruna/frumuöndun en Það gerist í hvatberum frumunnar
- glúkósi + súrefni → koltvíoxíð + vatn + orka
- Frumur eru með frumulíffæri sem gegna hvert sínu hlutverki en frumukjarninnstjórnar nær öllu og inniheldur erfðaefnið sem ákveður hvernig fruman starfar
- Frumuhimnan stjórnar hvað fer inn og út um frumuna
- Leysikorn eru hreinsistöðvar frumunnar og þar eru öll úrgangsefni flokkuð
- Í lífverum sem gerðar eru úr mörgum frumum gegna frumurnar ólíkum hlutverkum
- Frumur af sömu gerð mynda vefi. Vefirnir mynda svo mismunandi líffæri
- Stofnfrumur er upprunalegar frumur. þær mynda alla vefi & líffæri og af Þeim myndast sérhæfðar frumur
- Frumur lifa mislengi en Þær fjölga sér með skiptingu
- þegar frumur byrja að fjölga sér stjórnlaust myndast æxli sem er krabbamein. Til eru yfir 200 gerðir af krabbameini og Það getur breiðst um allan líkamann
Líffærin Starfa Saman
- Mismunandi frumur og líffæri verða að starfa saman
- Líffærakerfi er Þegar nokkur líffæri sjá um ákveðið verk. T.d. meltingarkerfi
- Til Þess að vinna saman senda frumurnar boð á milli sín til annarra parta í líkamannum með boðefnum sem berast með blóðinu og kallast hormón
- Öll líffærakerfin hafa áhrif hvort á annað og laga sig að Þörfum líkamans
Glósur2. kafliNæringarefnin verða að komast inn í frumurnar- Mikilvægustu næringarefni fæðunnar eru kolvetni, fita, prótín, vítamín & steinefni
- Meltingin sundrar fæðunni í svo smáar sameindir að hægt sé að taka Þær í blóðið og flytja Þær til frumna líkamans
- Meltingarvegurinn er u.Þ.b. 7 metra langur
- Ensím
- eru í munnvatninu
- 1 sólahringur = 1 lítri af munnvatni
- klippa stórar sameindir í smáar
- Kolvetni
- fullt af glúkósa fast saman
- ensím klippa niður
- Prótín
- margar anímósýrur sem eru fastar saman
- ensím klippa niður
- Fita
- sundrast niður í glýseról & fitusýrur
- Vítamín, Steinefni & vatn
- það Þarf ekki að sundra Þeim
- Kok
- kemur kyngingu af stað í vélindað
- Barkaspeldi
- kemur í veg fyrir að fæða fer niður barkann
- opnast við öndun
- lokast við át
- Vélinda
- hefur sterka vöðva sem Þrýsta fæðunni niður í maga
- Maginn
- hnoðar fæðuna
- blandar magasýru
- saltsýra og pepsín (ensím)
- maturinn fer næst í skeifugörn
- Saltsýra
- drepur bakteríur sem koma í magann
- slímhúð magans verndar hann gegn saltsýrunni
- Pepsín
- sundrar prótínum
- Skeifugörn
- er fremsti hluti smáÞarmanna
- fær safa frá lifrinni og brisinu
- Brisið
- framleiðir brissafa
- inniheldur mörg ensím
- vinnur líka gegn sýrunni sem kom úr maganum
- Lifrin
- framleiðir gall
- leysir upp fituna í Þörmunum
- Gallblaðra
- fær gall frá lifrinni
- spýtir í skeifugörninna
- SmáÞarmar
- margir metrar
- sundra næringarefnum alveg (100%)
- yfirborð Þeirra er yfir 250 fermetrar
- þarmatotur
- eru á veggjum smáÞarmanna
- innihalda æðar sem taka upp næringarefnin og flytja til frumna líkamans
- Ristill
- tekur vatn og ýmis steinefni upp
- innihald ristilsins Þykknar
- inniheldur bakteríur
- hjálpa við lokameltinguna
- framleiða vítamín
- EndaÞarmur
- Þriðjungur innihaldsins er bakteríur
- kviðvöðvarnir Þrýsta úrganginum út um endaÞarmsopið
Til hvers notum við fæðuna ?- Næringarefni eru notuð sem byggingarefni eða orka fyrir frumur
- Glúkósi er orka fyrir frumur
- Ef frumurnar Þurfa ekki á glúkósanum að halda er honum breytt í glýkógen sem er fjölsykra og geymdur
- geymist í lifur og vöðvum
- Fjölsykra er stór sameind úr mörgum einsykrum
- Fita
- Fita hefur meiri orku en glúkósi
- Fitan er geymd í fituvef
- undir húðinni og við smáÞarma
- verndar líffærin
- nauðsynleg fyrir frumur
- inniheldur vítamín
- þrjár gerðir fitu
- mettuð fita
- úr matvælum úr dýraríkinu
- fjölómettuð fita
- úr plönturíkinu
- einómettuð fita
- úr ólífuolíu og repjuolíu
- hún er hollust
- Prótín
- Frumur smíða sín eigin prótín úr amínósýrum sem fást úr prótínum
- Hvert prótín gegna sínu hlutverki
- Flest prótínanna eru ensím
- notuð sem byggingarefni
- taka Þátt í flutningi efna
- prótínið sem flytur súrefni blóðsins heitir blóðrauði
- Vítamín
- líkaminn Þarf ekki mikið af vítamínum
- eru nauðsynleg
- taka Þátt í efnahvörfum
- t.d. A-, B-, C-, D-, E- og K-vítamín
- Steinefni
- t.d. kalsín, fosfór, natrín, kalín, járn, sink, joð, selen og króm
- hvert steinefni hefur hlutverk
Meltingarkvillar- Tannskemmdir
- bakteríur í munninum nærast á sykri og mynda sýru
- sýran tærir glerunginn og Þá kemur hola í tönnina
- blæðandi tannhold stafar af bakteríum sem ráðast á tannholdið
- Magamunni
- milli vélinda og maga
- opnast Þegar fæðan kemur en lokast til Þess að hún fari ekki aftur upp
- Brjóstsviði
- stafar af óeðlilegum magamunna
- súr magasafi fer upp í vélindað og veldur sviða
- Uppköst
- stafar af veirum eða bakteríum sem stöðva hreyfingu magavöðvanna
- vöðvar smáÞarma og maga Þrýsta innihaldi magans upp
- Magaverkir
- getur stafað af Því að slímhúð magans hefur orðið fyrir ertingu eða vöðvar maga eða smáÞarma starfa óeðlilega
- magasár
- er gat í slímhúðinni
- eigin vörn magans virkar ekki gegn magasafanum
- Niðurgangur
- ef vondu bakteríurnar eru fleiri en góðu bakteríurnar veldur Það niðurgangi
- í útlöndum eru nýjar vondar bakteríur sem við erum óvön
- sýklalyf drepa líka góðu bakteríurnar
- mjólkurvörur eru með margar góðar bakteríur
Leið súrefnis úr andrúmslofti til frumna- Súrefni er notað við brunann sem fer fram í frumum
- glúkósi ---> koltvíoxíð og vatn ---> orka
- Lungun
- flytur súrefni í blóðið
- losar líkamann við koltvíoxíð
- Leið loftsins
- nefholið og kokið
- barkinn
- aðalberkjur
- liggja í sitt hvort lungað
- berkjur
- berklingar
- lungnablöðrur
- 0,5 mm í Þvermál
- taka súrefni og láta frá sér koltvíoxíð um leið
- Raddbönd
- eru í barkakýlinu
- raddböndin eru slök Þegar við öndum inn
- Þegar við gefum frá okkur hljóð strekkist á raddböndunum og Þau titra
- þindin
- Þunnur vöðvi
- mikilvægur við öndun
- veldur Því að rúmmál lungna breytist
- Þau draga inn loft eða Þrýsta Því út
- Þegar hún spennist niður draga lungun inn loft
- Þegar hún slaknast Þrýstist loft úr lungunum
Öndunarfærin – varnir og sjúkdómar- Nefhol og berkjur
- er með bifhærðri slímhúð
- bifhárin hreinsa öndunarloftið
- hreyfa sig og flytja slím upp í kok
- slímhúðin hefur hvítkorn sem ráðast á vondar bakteríur
- ef slímhúðin verður fyrir ertingu hnerrum við eða hóstum
- æðar og slímkirtlar hita loftið og auka raka Þess
- Algengasta sýking öndunarfæra er kvef
- stafar af veiru
- Hálsbólga stafar af bakteríum
- Lungnabólga er ef bakteríur fara í lungun
- Afholur nefsins eru holrúm sem tengjast nefholinu
- ef sýking kemst í slímhúð afholanna bólgnar hún og við verðum veik
- Astmi
- stafar oftast af ofnæmi
- veldur bólgu og krampa í lungnaberkjunum og Þær Þrengjast
- slímhúði bólgnar og Þá er meira slím
- erfitt verður að anda
- Reykingar
- lama bifhár
- meira slím myndast í berkjum
- veirur og bakteríur komast auðveldlegar að slímhúðinni
- lungnakrabbamein orsakast nær alltaf af reykingum
Glósur
3. kafli
Blóðrás líkamans
- Blóðrásarkerfið sér um að veita frumum líkamans súrefni og næringarefni en losa Þær við úrgangsefni
- Hjartað dælir blóðinu
- gegnum slagæðar
- Þær greinast í minni æðar sem enda í háræðum
- skipti á næringarefnum og úrgangsefnum fara í gegnum veggina
- Þær sameinast svo í bláæðar sem flytja súrefnissnautt blóð til hjartans
- Hægri helmingur hjartans dælir súrefnissnauðu blóði í litlu hringrásina
- liggur gegnum lungun og svo í vinstri helming hjartans með súrefnisríkt blóð
- Stóra hringrásin fer frá vinstri helming hjartans gegnum ósæðina
- taka til sín úrgangsefni
- láta frá sér næringarefni til frumanna
- Bláæðarnar flytja súrefnissnauða blóðið í holæðar sem liggja að hægri helming hjartans
- Háræðarnar í veggjum Þarmanna dreifa næringarefnum um líkamann
- svo liggur leiðin í gegnum lifrinna og Þar eru sum næringarefni geymd
- Blóðið með úrgangsefnunum fer um nýrun og eru Þar losuð út með Þvagi
- Líkaminn getur stýrt blóðstreyminu eftir hvaða líffæri Þurfa mest á Því að halda
- Hjarta
- 4 hólf
- 2 gáttir (hægri og vinstri)
- 2 hvolf (hægra og vinstra)
- hægri = blár vinstri = rauður
- hjartalokur eru á milli hvolfa og gátta
- koma í veg fyrir að blóðið streymi aftur til baka
- slagæðalokur eru á milli hvolfa og slagæða
- opnast Þegar blóðinu er dælt úr hvolfunum
- vöðvaveggur vinstra hvolfsins er öflugri en hægra
- frá vinstra hvolfinu liggur stóra hringrásin og Þar Þarf meira afl
- hjartað dælir 5 lítrum á mínútu til líkamans
- getur dælt allt að 40 lítrum á mínútu í hjarta vel Þjálfaðs íÞróttamanns
- kransæðar gefa hjartanu næringu og súrefni
- eru á hjartavöðvanum
- blóðÞrýstingur
- ræðst af
- hversu hratt hjartað slær
- hve miklu blóði er dælt út í hverju hjartaslagi
- viðnámi í æðum
- líkaminn stjórnar honum sjálfkrafa
- Vöðvadæla
- vöðvar líkamans hjálpa blóðinu að komast aftur til hjartans
- þol
- mælir hve lengi vöðvar geta starfað
- byggist helst á Því hversu mikið súrefni vöðvarnir geta tekið til sín
- líka hve súrefnisríku blóði hjartað dælir
- hjartað slær 70 sinnum á mínútu við hvíld en 200 sinnum við áreynslu
- rúmlega fjórfalt magn af blóði við áreynslu
Blóðið og ónæmiskerfið
- Fullorðinn maður hefur 4 til 6 lítra f blóði
- Blóðið skiptist í blóðvökva & blóðfrumur
- blóðvökvi
- er rúmur helmingur blóðsins
- Getur lekið úr háræðunum til vefja
- er að mestu úr vatni
- þó eru líka steinefni, sykur, prótín og ýmis hormón
- Blóðfrumur
- Skiptast í rauðkorn, hvítkorn og blóðflögur
- Myndast í rauða beinmergnum
- Myndast allar af sömu upphaflegu frumunni (Blóðstofnfrumu)
- Sérhæfing frumanna fer fram í hóstakirtli
- Rauðkorn
- eru flest
- Þunnar & kringlóttar
- Inniheldur prótín sem bindir súrefni og flytur um líkamann
- kallast blóðrauði
- inniheldur járn
- binst koleinoxíð fastar en súrefni og Það er slæmt
- Blóðflögur
- Græða sár
- festast saman
- mynda fíngert net úr fíbrín sem rauðkornin festast í
- blæðing stöðvast og blóðið storknar
- Hvítkorn
- eru hluti af ónæmiskerfinu
- vernda okkur gegn sýkingum
- Vega meira en 2kg í fullorðnum manni
- Eru ekki öll í blóðinu
- mörg Þeirra fara í eftirlitsferðir inn á milli frumna í vefjum
- eru minnug og muna Þá eftir veirum og bakteríum og hvernig á að verjast Þeim
- Vessaæðar geyma vessa
- Vessaæðar eru mikilvægur hluti ónæmiskerfisins
- eru alls staðar í líkamanum
- vessinn fer í gegnum eitlana
- tekur upp blóðvökvann í vefjum og skilar aftur í blóðið
- Eitlar geyma óvenju mörg hvítkorn
- eru t.d. í handarkrikum, nárunum og hálsinum
- eitlarnir verða aumir og Þrútnir Þegar hvítkornin Þar verða önnum kafin
- t.d. hálsbólga
- Átfrumur ráðast á
- átfrumur er ein gerð hvítkorna
- er fyrst á vettvang Þegar bakteríur komast inn í líkamann
- éta bakteríur upp til agna Þar til Þær springa sjálfar og Þá kemur gröftur
- T & B-frumur
- eru aðrar gerðir hvítkorna
- T-frumur
- finna út hvað er eðlilegt og hvað ekki
- Gefa B-frumum merki ef Þær sjá eitthvað óeðlilegt
- B-frumur
- Framleiða mikið magn mótefna
- mótefnin festast við veggi bakteríanna en Það auðvelda átfrumunum að ná taki á Þeim
- Bólusetning
- byggist á minni ónæmiskerfisins
- óvirku smitefni er sprautað inn í líkamann svo sjúkdómurinn kemur ekki en myndun mótefna fer hins vegar fram
- þegar við smitumst svo í alvöru man ónæmiskerfið hvernig á að verjast
- Einnig er hægt að fá sprautu með mótefnum í sumum löndum sem verndar í nokkrar vikur
- Blóðflokkar & Blóðgjöf
- Blóðgjöf er Þegar manni er gefið blóð
- Ef öðruvísi gerð af blóði er gefin heldur en gerðin sem maður er sjálfur með geta myndast kekkir og Það er lífshættulegt
- Blóðflokkarnir eru O, A, B & AB
- O getur gefið öllum blóð og AB getur fengið blóð frá öllum en venjulega er alltaf gefið úr sama blóðflokki
Sjúkdómar í blóði og hjarta
- Læknar hlusta á hjartað með hlustpípu og hjartarafriti
- Með hlustpípu kemst maður að hvort lokurnar starfi eðlilega
- Mynstur rafboða breytist í mörgum hjartasjúkdómum og með hjartarafriti er hægt að greina Þá
- Með blóðprufu er hægt að uppgötva marga sjúkdóma
- Samsetning og eiginleikar blóðsins breytist Þegar við veikjumst
- T.d. ef blóðsykurinn er of hár er um sykursýki að ræða
- Blóðskortur er Þegar járnskortur er og Það orsakar lágt blóðrauðagildi
- Blóðrauðagildi er mælikvarði á magn blóðrauðans í blóðinu
- Ef gildið fyrir sökk er of hátt getur Það bent til sjúkdóms
- Hvítblæði er Þegar hvítkornin fjölga sér stjórnlaust
- Greint með prófi á blóði og beinmerg
- Má lækna með lyfjum eða beinmergsgjöf
- Venjulegur blóðÞrýstingur hjá fullorðnu fólki er um 120/80
- Hærri talan sýnir Þrýsting Þegar hjartað dregst saman en hin í hvíld
- HáÞrýstingur er of hár blóðÞrýstingur og er Það algengt
- Getur skemmt æðar og hjarta
- LágÞrýstingur er of lágur blóðÞrýstingur
- Getur valdið sorta fyrir augun, svima og yfirliði
- Heilinn fær of lítið blóð í eitt augnablik
- Mikill blóðmissir getur valdið losti
- Of lítið blóð er í æðunum til að blóðÞrýstingur sé eðlilegur
- Maður náfölnar og verður kalt og getur misst meðvitund
- Meðhöndlað með Því að gefa vökva sem eykur rúmmál blóðsins
- Lost getur líka verið að völdum ofnæmisviðbragða
- Æðarnar víkka snögglega og blóðÞrýstingur lækkar
- Æðakölkun er Þegar fita og kalk sest inná veggi æðanna svo Þær verða Þröngar og missa teygjanleika
- Orsakast m.a. Af reykingum, háum blóðÞrýsting og mikilli blóðfitu
- Ef kölkun verður í kransæðum fær hjartað of lítið súrefni og Þá myndast verkur
- Æðakölkun eykur hættu á blóðtöppum sem stífla æðar
- Ef ein eða fleiri kransæð stíflast fær maður hjartaáfall
- Hluti hjartans skemmist vegna súrefnisskorts
- Slag er eitt orð yfir heilablóðfall og heilablæðingu
- Heilablóðfall er ef blóðtappi stíflar æð í heila
- Heilablæðing stafast af æð sem opnast í heila og veldur blæðingu í vefi umhverfis
- Veikt fólk á ekki að reyna á sig Því Það eykur hættu á hjartavöðvabólgu
- Hjartavöðvabólga er Þegar veiru- eða bakteríusýkingar komast til hjartans
- Getur leitt til breytinga á takti hjartsláttar
- Ofnæmi stafar af Því að hvítkornin bregðast harkalega við og láta frá sér efni sem valda bólgu og öðrum einkennum
- þegar ónæmiskerfið bregst Þannig við að Það greinir ekki milli Þess sem er eðlilegt og óeðlilegt ráðast varnarfrumur á eigin frumur
- Sykursýki og gigtarsjúkdómar eru dæmi um Það
- Ónæmiskerfið eyðileggur frumur sem framleiða insúlín (sykursýki)
- Varnarfrumur ráðast á liðina og valda bólgu stirðleika og verkjum (gigt)
Hreinsistöðvar líkamans
- Úrgangsefni eru fjarlægð með blóði og vessa en losuð úr líkamanum á mismunandi vegu
- Lungun losa koltvíoxíð
- Nýrun og lifrin fjarlægja meginhluta úrgangsefna úr blóðinu
- Nýrun sía úrgangsefni og vatn úr blóðinu
- Meginhluti vatnsins er tekinn aftur upp í blóðið og Þá er örlítið vatn og úrgangsefni eftir sem mynda Þvag
- þegar blóðið hefur verið hreinsað í nýrunum fer það aftur í blóðrásina
- þvagið berst í Þvagpípurnar og í Þvagblöðruna Þar sem Það geymist
- Frá Þvaðblöðrunni er Þvagrásin en efst í henni er hringvöðvinn
- þegar maður slakar á honum rennur Þvagið út um Þvagrásina
- Nýrun sjá til Þess að hæfilegt magn af steinefnum og vökva sé í líkamanum
- þau sleppa mismiklum vökva út með Þvagi
- Magn vökva í líkamanum hefur áhrif á blóðÞrýsting
- Ef blóðÞrýstingur er of lágur Þá framleiða nýrun minna Þvag
- þvagpróf eru góð til Þess að greina sjúkdóma
- bakteríur = sýking í Þvagfærum, sykur = sykursýki, prótín = nýrnasjúkdómar
- Til eru margir nýrnasjúkdómar, ólíkir að hættustigi
- Nýrnasteinar eru steinar sem myndast í nýrum
- smáir skolast burt en stóra Þarf að brjóta með hljóðbylgjum
- þegar nýrnabilun verður og nýrun hætta að starfa Þarf að tengja sjúklinginn við gervinýru sem hreinsa blóðið í ferli sem kallast blóðskilun
- Einnig eru nýrnaígræðslur gerðar
- Lifrin er stærst innra líffæri líkamans og vegu um 1.5 kg í fullorðnum manni
- Lifrin fjarlægir skaðleg efni úr blóðinu og umbreytir Þeim
- framleiðir gall sem losar líkamann við sum efni
- brýtur niður blóðrauðann og setur í gallið
- veldur rauðbrúnum lit hægða
- geymir orkurík efni
- breytir glúkósa í glýkógegn og geymir til betri tíma
- Geymir einnig næringarefni s.s. Vítamín og járn
- Lifraskaði orskakast helst af áfengisneyslu
- Skorpulifur orsakast af mikilli áfengisneyslu og er alvarlegur sjúkdómu
- Lifrin hættir nánast alveg að starfa
- Lifrarskaði orsakast einnig af sýklum sem valda lifrarbólgu
- Veldur verkjum og gulu
- Gula er Þegar ýmis litarefni verða eftir í blóðinu í stað Þess að fara með gallinu og húðin verður Þá gulleit
- Hægt að fá bólusetningu gegn lifrarbólgu
Glósur
4. kafli
Húðin er stærsta líffæri líkamans
- Húðin
- vegur um 5 kg og yfirborðið er 1,5 – 2 m² á fullorðnum manni
- Hefur ýmis hlutverk
- verndar líkamann gegn hnjaski, sólargeislun og ýmsum efnum
- Skynjar sársauka
- Á Þátt í að stjórna líkamshitanum og vökvajafnvægi
- Skiptist í 3 lög
- HúðÞekjan
- Ysta lag húðarinnar
- Þunnt lag, venjulega 0,1 mm
- á iljum og í lófum Þó um 1 mm
- Hornlagið er allra, allra yst
- það er örÞunnt
- gert úr dauðum hárfrumum úr hyrni
- sama efni og hár og neglur eru úr
- Verndar, gerir húðina vatnshelda & ver gegn veirum & bakteríum
- Vaxtarlagið myndar nýjar frumur fyrir hornlagið
- hver fruma lifir í um 4 vikur áður en hún flagnar af
- Litfrumur í húðÞekjunni vernda erfðaefnið í frumukjörnunum gegn geislum sólar
- Freknur koma þegar litarefnð dreifist misjafnt
- Leðurhúðin
- lagið undir húðÞekjunni
- 1 – 4 mm á Þykkt
- mjög teygjanleg vegna teygjanlegra Þráða sem eru Þar
- teygjanleiki minnkar með tímanum og við fáum hrukkur
- Reykingar og sólböð minnka teygjanleika
- Æða- & taugarík
- Fitu- & Svitakirtlar eru Þar
- Fitukirtlar gefa frá sér fitu
- smyrja og mýkja húðina
- Svitakirtlar láta svita frá sér út um svitaholurnar
- Svitinn er helst vatn og steinefni og er lyktarlaus
- Lykt kemur Þegar svitinn kemst í snertingu við húðbakteríur
- Undirhúðin
- Geymir vatn & meginhluta fitu líkamans í fitufrumunum
- Myndar mjúkt, einangrandi lag sem ver okkur gegn höggum og kulda
- Neglur og hár er búið til úr hyrni
- Neglur
- Frumurnar fjölga sér við rótina og vaxa fram
- Lengist um 0,5 – 1 mm á viku
- Hár
- vex frá frumum í hárrótinni
- Maður missir um 100 hár á hverjum degi
- Í stað Þeirra vaxa ný á sama stað
- Hvert hár vex um 1 cm á mánuði
- vex í 2 – 5 ár áður en Það losnar
- Í hárrótinni myndast litarefni sem ákvarðar litinn
- Lögun hársekkjanna ákvarðar hvort hárið sé krullað eða slétt
- Svitamyndun er leið líkamans til að stjórna líkamshitanum
- Svitinn gufar upp og tekur um leið varma frá líkamanum
- Á hverjum sólarhring myndast u.Þ.b. 1 lítri af sólarhring en mikið meira ef við hreyfum okkur
- Æðarnar í húðinni eiga einnig Þátt í líkamshitastjórnun en æðarnar víkka Þegar líkaminn er heitur og Þá flæðir meira blóð um húðina og hún losar sig við meiri varma
- Æðarnar Þrengjast við kulda og varmatap minnkar
- Einnig rísa hárin við kulda og mynda einangrandi loftlag næst húðinni
- Bólur og exem eru algengir húðkvillar
- Bólur myndast Þegar rásir fitukirtla lokast vegna tappa
- gröftur kemur ef sýking kemst í tappann eða bólan opnast
- Kynhormón auka myndun fitu í fitukirtlum
- Exem stafar af bólgu í húðinni sem verður rauð og Þrútin
- Sortuæxli er hættulegasta tegund húðkrabbameins
- kemur aðallega af of miklum sólböðum
- Myndast einnig í litfrumum í fæðingarblettum
- Þegar fólk brennur í sól skaðast einungis húðÞekjan en ef maður brennir sig á vatni getur leðurhúðin skaddast
- þá missir líkaminn vökva og hætta er á sýkingu
- Bruni frá eldi eða rafmagni er oft lífshættulegur
Beinagrindin veitir líkamanum styrk og verndar hann
- Beinagrindin inniheldur rúmlega 200 bein
- er um fimmtungu líkamsÞyngdarinnar
- Verndar mikilvæg líffæri
- Kalk, fosföt og önnur mikilvæg steinefni eru geymd í beinunum
- Hægt að flytja til blóðsins og öfugt eins mikið og Þarf
- Mörg mismunandi bein eru í beinagrindinni
- löng, pípulaga bein kallast leggir
- Flöt bein má finna í herðarblöðum, mjöðminni og í höfuðkúpunni
- Í úlnliði og handarbaki eru stutt, teningslaga bein
- Hryggjarliðirnir hafa óreglulega lögun
- Bein eru bæði létt og sterk
- Þau eru hörð að utan en mjúk að innan
- Inn í beinunum er bæði rauður og gulur beinmergur
- Í rauða beinmergnum myndast öll rauðkorn og hvítkorn
- guli beinmergurinn er helst fita
- Beinhimna er utan um beinin og Þar eru taugar og æðar sem sjá beininu fyrir næringarefnum
- Bein endurnýjast stöðugt
- þegar frumur deyja Þar koma nýjar í staðinn
- Bein hafa bæði frumur sem byggja upp beinvefinn og frumur sem brjóta hann niður
- Á einu ári endurnýjast 1/10 af efni beinanna
- Liðir eru milli margra beina í líkamanum
- gera beinum kleift að hreyfast hvert gegn öðru
- Endar beinanna eru klæddir verndandi brjóski
- Liðurinn inniheldur vökva sem smyr núningsfletina
- Margar gerðir liða eru til
- Kúluliður
- beinin hreyfast í allar áttir
- t.d. mjaðmaliður
- Hjöruliður
- Beinin hreyfast eins og hjarir
- T.d. fingur og tær
- Hverfiliður
- Beinin snúast hvort gegn öðru
- bara í hringi
- Bein í fullorðnu fólki er brothættari
- Ef bein brotnar Þarf að setja gifs og stundum jafnvel negla saman
- Hryggurinn er úr rúmlega 30 hryggjarliðum
- bera uppi og styrkja líkamann
- Milli Þeirra eru hryggÞófar sem gefa eftir við högg og álag
- geta skaddast ef við lyftum of miklu
- þá getur hryggÞófi gengið út milli hryggjarliðanna og Þrýst á taug
- það kallast brjósklos og veldur bakverkjum
- má lækna með skurðaðgerð
Vöðvarnir hreyfa líkamann
- Vöðvar eru um helmingur af Þyngd líkamans
- þeir dragast saman og Þá hreyfum við okkur
- 3 gerðir af vöðvum eru til
- rákóttir vöðvar
- eru um 600
- eru fastir á beinum
- við getum stjórnað Þeim
- eru festir á bein með sinum
- sléttir vöðvar
- við getum ekki stjórnað Þeim
- eru t.d. í meltingarveginum
- geta haft áhrif á blóðÞrýstin með Því að víkka eða Þrengja æðarnar
- hjartavöðvi
- Við getum ekki stjórnað honum
- myndar sjálfvirk rafboð
- stjórna samdrætti hjartans
- Beygjuvöðvar og réttivöðvar eru rákóttir vöðvar sem hreyfa liðamót og vinna alltaf saman
- Annar dregst saman, hinn slaknar og öfugt
- Festast á bein sitt hvoru megin við liðamót með sterkum sinum
- Þótt við séum kyrr er fjöldi vöðva virkur
- Rákóttir vöðvar eru úr mörgum vöðvaÞráðum sem eru í vöðvaknippi
- hver Þráður er ein fruma
- innan við 0,1 mm á breidd
- eru allt að 30 cm á lengd
- hver fruma inniheldur granna prótínÞræði sem geta dregist saman
- Meðfram frumunum liggja margar æðar sem sjá vöðvanum fyrir súrefni og glúkósa
- bruni á glúkósa eða fitu fer fram Þar með hjálp súrefnis
- Þol mælir hve lengi vöðvar okkar geta starfað
- helst undri Því komið hve mikið súrefn Þeir geta tekið úr blóðinu
- Þjálfun veldur Því að vöðvarnir geta tekið meira súrefni upp
- Hvatberum fjölgar verulega
- hvatberar eru orkuver vöðvafrumanna
- Bruninn fer fram í hvatberunum
- Mjólkursýra myndast Þegar vöðvar verða fyrir súrefnisskorti vegna of mikillar vinnu
- þegar mjólkursýra myndast súrna vöðvafrumurnar
- við Þreytumst og fáum verk í vöðvann
- Ef vöðvarnir hvílast fá Þeir súrefni og mjólkursýran hverfur
- Harðsperrur koma Þegar vöðvinn hefur unnið mikið og lengi
- þá skaddast vöðvafrumurnar tímabundið
- Sársauki kemur vegna efna sem fara úr skemmdu frumunum og erta taug
Engin ummæli:
Skrifa ummæli