Spurningar úr 2. kafla
- Hver eru mikilvægustu næringarefni fæðunnar ?Kolvetni, fita, prótín, vítamín & steinefni
- Hvert er hlutverk meltingarinnar ?Sundra fæðunni svo smátt að hægt sé að taka næringuna í blóðið
- Hve langur er meltingarvegurinn ?Um 7 metrar
- Hvar eru ensím og hevrt er hlutverk þeirra ?Í munnvatninu, klippa stórar sameindir í smáar
- Hvað framleiðir maður mikið munnvatn á einum sólarhring ?1 lítra
- Úr hverju er kolvetni gert og hvaðan er ensímið sem klippir það niður ?Glúkósa, ensím úr munnvatnskirtlum og brisi
- Úr hverju er prótín gert og hvaðan er ensímið sem klippir það niður ?Anímósýrur, ensím úr maga og brisi
- í hvað sundrast fita og hvaðan er ensímið sem sundrar henni ?Glýseról og fitusýrur. Ensím úr brisi
- Hvaða næringarefnum þarf ekki að sundra ?Vítamínum, steinefnum og vatni
- Hvað gerir kokið ?Kemur kyngingu af stað og sendir fæðuna í vélindað. Blandar einnig munnvatni
- Hvaða hlutverk hefur barkaspeldið ?Það kemur í veg fyrir að fæða fari niður í barka. Það opnast hins vegar við öndun
- Hvað gerir Vélindað ?Það hefur sterka vöðva sem þrýstir fæðunni niður í maga
- Hvað gerir maginn ?Hnoðar fæðuna og blandar magasýru
- Hvað er í magasýru, nefndu tvennt og hvað gerir það ?Saltsýra, drepur bakteríur sem koma í magann. Pepsín, sundrar prótínum
- Hvar er skeifugörnin og hvað gerist þar ?Skeifugörnin er í efsta hluta smáþarmanna. Þar blandast fæðan safa frá brisinu og lifrinni
- Hvað gerir Brisið ?Framleiðir brissafa og spýtir í skeifugörnina
- Hvað gerir brissafi ?Vinnur gegn sýrunni sem kom úr magannum (saltsýrunni)
- Hvaða hlutverki gegnir lifrin í meltingunni ?Framleiðir gall og sendir í gallblöðruna
- Hvað gerir gallið ?Leysir upp fituna í þörmunum
- Hvað gerir gallblaðran ?Spýtir gallinu frá lifrinni í skeifugörnina
- Hvað gerist í smáþörmum, hvert er flatarmál þeirra og hvers vegna er það svo mikið ?Þar fer endanleg sundrun fæðunnar fram, yfir 250 m², á veggjum þarmanna eru þarmatotur sem stækka yfirborðið gríðarlega
- Hvað gerist í þarmatotunum ?Þar eru næringarefni tekin í blóðrásina
- hvað gerist í ristlinum ?Ristillinn tekur vatn og ýmis steinefni upp en þá þykknar innihaldið. Ristillinn hefur einnig bakteríur sem hjálpa til við lokameltinguna og framleiða vítamín
- Hve stór hluti af innihaldinu sem kemur í endaþarminn eru bakteríur ?1/3
- Hvað heita vöðvarnir sem þrýsta úrgangnum út um endaþarmsopið ?Kviðvöðvar
- Til hvers eru næringarefnin ?Þau eru notuð sem byggingarefni eða orka fyrir frumur
- Til hvers notum við glúkósa og hvað verður um þann glúkósa sem við þurfum ekki á að halda strax ?Sem orku. Auka glúkósa er breytt í glýkógen og geymdur til betri tíma í lifrinni og í vöðvum
- Hvað er fjölsykra ? Nefndu dæmi um fjölsykrustór sameind búin til úr mörgum einsykrum. Dæmi um fjölsykru er glýkógen
- Hvort hefur meiri orku, fita eða glúkósi ?Fita
- Hvar er fitan geymd ?Í fituvef undir húðinni og í kringum smáþarmana
- Til hvers þurfum við fitu ? Nefndu þrenntFita verndar líffærin, er nauðsynleg fyrir frumur og inniheldur vítamín
- Hverjar eru þrjár gerðir fitu og hvaðan fáum við hverja gerð ?Mettuð fita, úr dýraríkinu. Fjölómettuð fita, úr plönturíkinu, smjörlíki & feitum fisk. Einómettuð fita, úr ólífuolíu og repjuolíu
- Flest prótínanna eru ensím en til hvers eru þau einnig notuð ? Nefna tvenntTil að byggja upp frumur og sem flutningaefni
- Hvað heitir prótínið sem flytur súrefni blóðsins ?Blóðrauði
- Hvað gera vítamín ?Þau taka þátt í efnahvörfum
- Nefndu 6 gerðir vítamínaA-, B-, C-, D-, E-, & K-vítamín
- Nefndu 5 steinefnikalsín, fosfór, natrín, kalín, járn, sink, joð, selen og króm
- Hvers vegna kemur tannskemmd og hvernig lýsir hún sér ?Bakteríur sem lifa í munni og nærast á sykri mynda sýru sem gerir holu í tönnina
- Hvar er magamunninn og hvað gerir hann ?Milli vélinda og maga. Kemur í veg fyrir að fæðan fari aftur upp vélindað
- Hvers vegna kemur brjóstsviði og hvernig lýsir hann sér ?Magamunninn virkar ekki rétt. Súr magasafi kemur upp vélindað og veldur sviða
- Hvers vegna koma uppköst ?Veirur eða bakteríur stöðva hreifinguna í magavöðvanna. Vöðvar smáþarmann þrýsta þá fæðunni upp
- Hvers vegna koma magaverkir ?Slímhúð magans hefur orðið fyrir ertingu eða vöðvar maga eða smáþarma starfa óeðlilega
- Hvers vegna kemur magasár og hvernig lýsir það sér ?Eigin vörn magans virkar ekki gegn magasafanum og það kemur gat á slímhúð magans
- Hvers vegna kemur niðurgangur ?Ef vondu bakteríurnar eru fleiri en þær góðu
- Til hvers notum við súrefni ?Það er nauðsynlegt við brunann sem fer fram í frumunum
- Hvaða hlutverki gegna lungun ?Flytja súrefni í blóðið en losa líkamann við koltvíoxíð
- Hver er leið loftsins ofan í lungu ?Fyrst fer það gegnum nefholið og kokið. Svo í barkann sem skiptist í aðalberkjur sem leiða í sitt hvirt lungað. Frá aðalberkjunum liggja svo berkjur og frá þeim eru berklingar en á enda þeirra eru lungnablöðrurnar þar sem skipting á koltvíoxíð og súrefni fer fram
- Hvar eru raddböndin og hvernig virka þau ?Í barkakýlinu. Þau eru slök þegar við öndum inn en ef við gefum frá okkur hljóð strekkist á þeim og þau titra
- Hvar er þindin og hvað gerir hún ?Fyrir neðan lungun. Þegar hún spennist niður draga lungun inn loft en þegar slaknar á henni þrýstist loft úr lungunum
- Hvar eru bifhárin og til hvers eru þau ?Í nefholi og berkjum. Þegar þau hreyfa sig flyst allt slím upp í kok og við hóstum eða hnerrum og komum því út
- Hvað gera æðarnar og slímkirtlarnir í nefholinu og berkjunum ?Hita loftið og auka raka þess
- Hver er algengasta sýking öndunarfæranna ?Kvef
- Af hverju stafar hálsbólga ? En kvef ? En lungnabólga ?Bakteríum, veiru, bakteríur sem komast í lungun
- Hvað eru afholur nefsins og hvað gerist ef sýking kemst þangað ?Holrúm sem tengjast nefholinu. Við verðum veik
- Af hverju stafar astmi ?Oftast af ofnæmi en það veldur krampa og bólgu í slímhúðinni en þá kemur meira slím í lungnaberkjunum og þær þrengjast svo erfitt verður að anda
- Hvaða afleiðingar hafa reykingar á bifhárin og hverjar eru afleiðingarnar ?Reykingar lama bifhárin svo meira slím er í berkjunum. Einnig komast veirur og bakteríur auðveldar að slímhúðinni.
Spurningar úr 3. kafla
- Hvert er hlutverk blóðrásarkerfisins ?Veita frumum líkamans súrefni og næringarefni en losa þær við úrgangsefni
- Hvert er hlutverk hjartans ?Dæla blóðinu
- Hvað er slagæð ?Æðarnar sem hjartað dælir blóðinu í gegnum
- Hvað er háræð ?Slagæðarnar greinast í minni háræðar
- Hvernig fara skiptin á úrgangsefnum og næringarefnum fram ?Í gegnum veggi háræðanna
- Hvað er bláæð ?Æðarnar sem háræðarnar sameinast í og flytja súrefnissnauða blóðið til hjartans
- Hvert dælir hægri helmingur hjartans blóði ?Í litlu hringrásina, gegnum lungun og til vinstri helmings hjartans með súrefnisríkt blóð
- Hver er leið stóru hringrásinnar ?Frá vinstri helming hjartans og gegnum ósæðina. Þaðan í gegnum smáþarmana þar sem næringarefnum er dreift og úrgangsefni tekin. Svo fer blóðið í lifrina þar sem sum næringarefni eru geymd. Svo fer blóðið með úrgangsefnunum til nýranna sem losa þau burt með þvagi.
- Hvers vegna stýrir líkaminn blóðstreyminu ?Til þess að líffærin sem þurfa mest á súrefni að halda á hverjum tíma fái mest súrefni
- Hvað heita 4 hólf hjartanshægri gátt, vinstri gátt, hægra hvolf, vinstra hvolf
- Hvort fer súrefnissnauða blóðið til lungnanna frá vinstra eða hægra hvolfi ?Hægra
- Hvar eru hjartalokurnar og hvert er hlutverk þeirra ?Milli gátta og hvolfa, koma í veg fyrir að blóðið streymi aftur til baka
- Hvar eru slagæðalokurnar og hvenær opnast þær ?Milli hvolfa og slagæða, þær opnast þegar blóðinu er dælt úr hvolfunum
- Hvor vöðvaveggurinn er sterkari í hjartanu og hvers vegna ?Vinstri, sá helmingur dælir í stóru hringrásina en þá þarf meira afl
- Hvað dælir hjartað mörgum lítrum á mínútu ti líkamans ?5 lítrum
- Hvar eru kransæðarnar og hvert er þeirra hlutverk ?Á hjartanu, gefa því næringu og súrefni
- Af hverju þrennu ræðst blóðþrýstingur ?Hversu hratt hjartað slær, magni blóðs í hverju slagi & viðnámi æða
- Hvað er vöðvadæla ?Þegar vöðvar líkamans hjálpa blóðinu að komast aftur til hjartans með því að þrýsta upp á við
- Á hverju byggist þol ?Hve mikið súrefni vöðvarnir geta tekið til sín og hve súrefnisríku blóði hjartað dælir
- Hvað slær hjartað oft á mínútu við 1. áreynslu 2. hvíldáreynsla = 200 sinnum hvíld = 70 sinnum
- Hvað hefur fullorðinn maður mikið af blóði ?4 til 6 lítra
- Hvað skiptist innihald blóðsins í ?blóðvökva og blóðfrumur
- Úr hverju er blóðvökvi ?Mestu leiti úr vatni en einnig steinefni, prótín og hormón
- Hvað heita 3 gerðir blóðfruma ?Hvítkorn, rauðkorn og blóðflögur
- Hvar myndast blóðfrumurnar og hvað heitir fruman sem þær myndast af ?Í beinmergnum, blóðstofnfruma
- Hvar fer sérhæfing frumanna fram ?Í hóstakirtlinum
- Hvað heitir gerðin af blóðfrumum sem eru flest ?Rauðkorn
- Hvað heitir prótínuð sem rauðkornin hafa og hvert er hlutverk þess ?Blóðrauði, bindir súrefni og flytur um líkamann
- Hvert er hlutverk blóðflaga og hvernig gera þau það ?Græða sár, festast saman og mynda fíngert net
- Hvar eru hvítkorn og hvert er hlutverk þeirra ?Í vefjum líkamans og í blóðinu. Vernda okkur gegn sjúkdómum
- Hvað geyma vessaæðarnar, hvar eru þær og hvað gera þær ?Þær geyma vessa. Þær eru alls staðar í líkamanum. Þær taka blóðvökvann í vefjum og skila aftur í blóðrásina
- Hvar eru eitlarnir helst, hvað er undarlegt við þá og hvert er þeirra hlutverk ?Í handarkrikum, nárunum og á hálsi. Þeir hafa óvenjumörg hvítkorn. Þar sem svo mörg hvítkorn eru þar eru þeir stór hluti ónæmiskerfisins
- Hvað er átfruma og hvað gerir hún ?Ein gerð hvítkorna, átfrumur ráðast á bakteríur og éta þær þar til þær sjálfar springa
- Hvað eru T & B-frumur og hvernig vinna þær saman ?Aðrar gerðir hvítkorna, T-frumur finna ef eitthvað er rangt og gefa þá B-frumunum merki um að framleiða mótefni
- Á hverju byggist bólusetning og hvernig virkar hún ?Minni ónæmiskerfisins. Óvirku smitefni er sprautað inn í líkamann svo myndun mótefna fari af stað
- Hvað gerist ef manni er gefin vitlaus gerð af blóði ?Kekkir geta myndast og það er lífshættulegt
- Hverjir eru blóðflokkarnir 4 ?O, A, B & AB
- Til hvers eru hlustpípur notaðar ?Til þess að hlusta á hjartað og ganga úr skugga um að lokurnar starfi eðlilega
- Til hvers er hjartarafrit notað ?Til að greina sjúkdóma. Mynstur rafboða breytist í mörgum hjartasjúkdómum
- Hvernig er hægt að greina sjúkdóma með blóðprufu ?Samsetnig blóðsins breytist þegar við veikjumst
- Hvernig lýsir blóðskortur sér ?Þá er járnskkortur en það orsakar lágt blóðrauðagildi
- Hvað er hvítblæði og hvernig er hægt að greina það ?Þá fjölga hvítkornin sér stanslaust, hægt að greina með prófi á blóði & beinmerg
- Hver er venjulegur blóðþrýstingur hjá fullorðnum ?Um 120/80. hærri talan er þrýstingurinn þegar hjartað dregst saman en hin talan sýnir þrýstinginn í hvíld
- Hvers vegna er háþrýstingur alvarlegur ?Of hár blóðþrýstingur getur skemmt æðar og hjarta
- Hvers vegna er lágþrýstingur alvarlegur ?Getur valdið sorta fyrir augun, svima og yfirliði
- Hvað veldur losti ?Mikill blóðmissir eða ofnæmisviðbrögða þar sem æðarnar víkka snögglega og blóðþrýstingur lækkar
- Hvernig lýsir lost sér ?Maður náfölnar, verður kalt og getur misst meðvitund
- Hvað er æðakölkun og hvers vegna er hún alvarleg ?Þegar kalk og fita sest inn á æðarnar. Eykur hættu á blóðtöppum sem stífla æðarnar. Einnig fær maður verk í hjartað ef kölkun verður í kransæðum
- Hvað veldur hjartaáfall ?Ef ein eða fleiri kransæðar stíflast skemmist sá partur hjartans vegna súrefnisskorts
- Hver er munurinn á heilablóðfalli og heilablæðingu ?Heilablóðfall er blóðtappi sem stíflar æð í heila en heilablæðing er æð sem opnast svo það verður blæðing í vefi umhverfis
- Hvers vegna á veikt fólk ekki að reyna mikið á sig ?Það eykur hættu á hjartavöðvabólgu
- Hvað er hjartavöðabólga ?Þegar veiru- eða bakteríusýking kemst til hjartans
- Af hverju stafar ofnæmi ?Hvítkorn bregðast of harkalega við og láta frá sér efni sem valda bólgu eða öðru
- Hvað gerist þegar ónæmiskerfið greinir ekki rétt á milli þess sem er eðlilegt og óeðlilegt ?Þá ráðast varnarfrumur á eigin frumur
- Nefndu 2 dæmi um sjúkdóma sem koma vegna þessa ^Sykursýki & Gigt
- Hvaða líffæri losar koltvíoxíð úr líkamanum ?Lungun
- Hvaða líffæri losa meginhluta úrgangsefna úr líkamanum ?Nýru og lifur
- Hvaða hlutverk hafa nýrun og hvernig starfa þau ?Hreinsa blóðið. Þau sía úrgangsefni og vatn úr blóðinu. Skila meginhluta vatnsins aftur í blóðið. Senda það sem eftir er (þvagið) í þvaðblöðruna gegnum þvagpípurnar þar sem það er geymt.
- Hvaða hlutverki gegnir hringvöðvinn ?Þegar slaknar á honum rennur þvagið út um þvagrásina
- Hvernig hafa nýrun áhrif á blóðþrýstinginn ?Þau sleppa mismiklum vökva út með þvagi en magn vökva í líkamanum hefur áhrif á blóðþrýsting
- Þegar þvagpróf eru tekin er hægt að greina sjúkdóma. Hvaða sjúkdómur er ef bakteríur eru í þvaginu ? En sykur ? En prótín ?Bakteríur = sýking í þvagfærum, sykur = sykursýki, prótín = nýrnasjúkdómar
- Hvað eru nýrnasteinar og hvernig er hægt að taka þá ?Steinar sem myndast í nýrunum. Hægt að brjóta þá með hljóðbylgjum
- Til hvers eru gervinýru ?Ef nýrnabilun verður eru gervinýru notuð til þess að hreinsa blóðið
- Hvert er stærsta innra líffæri mannsins og hvað vegur það í fullornum manni ?Lifrin, 1,5 kg
- Hvað gerir lifrin ?Fjarlægir skaðleg efni, framleiðir gall, brýtur blóðrauða niður, geymir orkurík efni
- Hver er helst ástæða lifrarskaða ?Áfengisneysla
- Hvað er skorpulifur ?Þá hættir lifrin nánast að starfa
- Hvað veldur lifrarbólgu og hvað gerist ef maður fær lifrarbólgu ?Sýklar. Maður fær verki og gulu. Gula er þegar ýmis litarefni verða eftir í blóðinu og þá verður húðin gulleit
- Hvað vegur húðin á fullorðnum manni og hvert er flatarmál hennar ?Um 5 kg. 1,5 – 2 m²
- Nefndu 3 hlutverk húðarinnarvernda líkamann, skynja sársauka & stjórna líkamshitanum og vökvajafnvægi
- Hver eru 3 lög húðarinnar (segja eftir hvert er yst) ?Húðþekjan, leðurhúðin & undirhúðin
- Hvað er hornlagið og úr hverju er það ?Allra ysti partur húðþekjunnar, það er úr dauðum húðfrumum úr hyrni
- Hvert er hlutverk hornlagsins, nefndu tvennt ?Gerir húðina vatnshelda, verja gegn veirum og bakteríum
- Hvar er vaxtarlagið og hvað gerir það ?Í húðþekjunni, myndar nýjar frumur fyrir hornlagið
- Hvað lifir hver hornlagsfruma lengi áður en hún flagnar af ?4 vikur
- Hvaða starf hafa litfrumurnar í húðinni ?Vernda erfðaefnið í frumukjörnunum gegn geislum sólar
- Hvers vegna koma freknur ?Þegar litarefnið dreifist misjafnt í húðinni
- Hvers vegna er leðurhúðin teygjanleg og hvað minnkar teygjanleikann ?Vegna teygjanlegra þráða sem eru þar. Elli, reykingar og sólböð
- Nefndu 2 gerðir af kirtlum sem eru í leðurhúðinni og til hvers þeir eruFitukirtlar, smyrja og mýkja húðina. Svitakirtlar, jafna líkamshitann
- Hvað geymir undirhúðin helst ?Lang mest fitu en einnig vatn
- Úr hvaða efni eru neglur og hár ?Hyrni
- Hvað lengjast neglur mikið á viku og hvað hár marga cm á mánuði?Neglur vaxa 0,5 – 1 mm á viku. Hár vex um 1 cm á mánuði
- hvað missir maður mörg hár á dag ?Um 100
- hvað ákvarðar lit hársins og hvort það sé krullað eða sléttlitarefni í hárrótinni ákvarðar lit en lögun hársekkjanna ákvarðar krull
- Hvernig stjórnar svitinn líkamshitanumþegar svitinn gufar upp tekur hann varma með sér
- hvað myndast mikill sviti á sólarhring ?1 lítri, en mikið meira ef við reynum á okkur
- Hvernig taka æðarnar þátt í líkamshitastjórnun ?Þær víkka við hita en þá fer meira blóð um húðina og líkaminn losar sig við hita
- Hvernig myndast bólur ?Fitukirtlar lokast vegna tappa
- Af hverju stafar exem ?Bólgu í húðinni
- Hvað er sortuæxli og hver er algengasta orsök þess ?Hættulegasta tegund húðkrabba. Of mörg sólböð
- Hvað gerist ef leðurhúðin skaddast ?Þá getur maður misst vökva og hætta er á sýkingu
- Hvað eru mörg bein í beinagrindinni ?Rúmlega 200
- Hve mikill hluti líkamsþyngdarinnar er beinagrindin ?Um fimmtungur
- Hver eru aðalhlutverk beinagrindarinnar ?Vernda mikilvæg líffæri og halda okkur uppréttum
- Hvaða mikilvægu steinefni eru geymd í beinunum ?Kalk & fosöt o.fl
- hvað kallast löng og pípulaga bein ?Leggir
- hvar má finna flöt bein ? Nefndu 3 staðiherðarblöðum, mjöðm og höfuðkúpu
- hvers konar bein eru í úlnliði og handarbaki ?Stutt, teningslaga bein
- nefndu bein með óreglulega lögunhryggjarliðir
- Hvað veldur því að beinin eru bæði létt og sterk ?Þau eru hörð að utan en mjúk að innan
- Nefndu beinmergana tvo í beinunum og sérkenni þeirrarauði beinmergurinn, þar myndast allar blóðfrumur. Guli beinmergurinn er að mestu bara fita
- Hvað er beinhimnan og hvað er að finna í henni ?Himna í kringum beinin sem hefur taugar og æðar sem sjá beininu fyrir næringarefnum
- hvað endurnýjast mikill hluti af beinagrindinni á ári ?1/10
- Til hvers eru liðir og hvar eru þeir ?Þeir eru á milli beina, gera þeim kleift að hreyfast hvort á móti öðru
- Hvers vegna er ekki stíft að hreyfa liðina ? Nefndu tvenntEndar beinanna eru klæddir verndandi brjóski og liðurinn smyr núningsfletina
- nefndu þrjár gerðir liða og einkenni þeirrakúluliður, beinin hreyfast í allar áttir. hjöruliður, beinin hreyfast eins og hjarir. Hverfiliður, beinin snúast hvort gegn öðru
- Hvað þarf að gera ef bein brotnar ?Setja gifs en stundum jafnvel negla saman
- Hvað eru margir hryggjarliðir í hryggnum ?Rúmlega 30
- Hvað er milli hryggjarliðanna og til hvers ?Hryggþófar, þeir gefa eftir við högg og álag. Gera hrygginn sveigjanlegan
- Hvað gerist við hryggþófana ef við lyftum of miklu ?Þeir geta gengið út milli liða og þrýst á taug sem veldur verkjum
- Hvernig gera vöðvarnir okkur kleift að hreyfa okkur ?Þeir ýmist dragast saman og slakna
- Hve mikill hluti eru vöðvarnir af líkamsþyngdinni ?Um helmingur
- Hverjar eru þrjár gerðir af vöðvum og nefndu 2 sérkenni á hverja gerðRákóttir vöðvar, við getum stjórnað þeim og þeir eru fastir bein með sinum. Sléttir vöðvar, við getum ekki stjórnað þeim og þeir geta haft áhrif á blóðþrýstinginn með því að víkka eða þrengja æðar. Hjartavöðvi, við getum ekki stjórnað honum og hann myndar sjálfvirk rafboð til þess að stjórna samdrætti hjartans
- Hvað heita rákóttu vöðvarnir sem hreyfa liðamót og vinna alltaf saman ?Beygjuvöðvar og réttivöðvar
- Úr hverju eru rákóttir vöðvar ?Vöðvaþráðum í vöðvaknippi
- Hvernig dragast vöðvarnir saman ?Í vöðvaþráðunum eru grannir próteinþræðir sem geta dregist saman
- Hvað mælir þol ?Hve lengi vöðvar okkar geta starfað
- Á hverju byggist þolið ?Helst hve mikið súrefni vöðvarnir geta tekið upp en einnig hve súrefnisríku blóði hjartað dælir
- Hvað gerist í vöðvunum við þjálfun ?Hvatberum fjölgar en þar fer bruninn fram
- Hvað er mjólkursýra ?Sýra sem myndast í vöðvunum en þá súrna vöðvafrumurnar
- Hvenær koma harðsperrur ?Þegar vöðvarnir hafa unnið mikið lengi
- Hvað gerist þegar maður fær harðsperrur ?Þá skaddast vöðvafrumurnar tímabundið og maður fær verk vegna efna sem fara úr skemmdu frumunum og erta taug
Engin ummæli:
Skrifa ummæli