Spurningar
úr 1. og 2. kafla
1.
kafli
- Hvað var markmiðið með fundinum sem haldinn var í San Fransisco árið 1945að mynda ný alþjóðleg samtök
- Hvenær voru Sameinuðu Þjóðirnar formlega stofnaðar ?24. október 1945
- Hvað var innihélt samningurinn sem ríkin 50 undirrituðu ?Samningurinn skuldbatt ríkin til að vinna að sameiginlegum markmiðum sem voru t.d. að koma í veg fyrir styrjaldir, bæta samvinnu milli ríkja, bera virðingu fyrir grundvallaratriðum jafnréttis og sjálfsákvarðanarétti
- Hvað er samningur þessi kallaður ?Sáttmáli Sameinuðu Þjóðanna
- Hvenær og hvar var fyrsta allsherjarþing sameinuðu þjóðanna ?Janúar 1946, í London
- Hvað gengur mannúðarstarf út á og hvernig er það gert ?bjarga lífum og hjálpa fólki með því að gefa þeim húsaskjól, mat, lyf og vernd
- Hvað ganga mannréttindalögin út á og hvenær voru þau samþykkt ?Hver manneskja hefur rétt til lífs, frelsis, öryggis, tjáningarfrelsis og að kjósa
- Út á hvað gengu deilurnar í Palestínu ?Gyðingar og Arabar vildu báðir stofna sitt eigið ríki fyrir sinn kynflokk þar sem Bretar réðu landinu ekki lengur
- Hvenær gengu Íslendingar í Sameinuðu Þjóðirnar ?19. nóvember 1946
- Hver var fyrsti framkvæmdarstjóri Sameinuðu Þjóðanna, frá hvaða landi var hann og hvers vegna var hann valinn ?Tryggve Lie, frá Noregi. Hann fylgdi hvorugu stórveldinu. (USA og Sovétríki)
- Hver var munurinn á Sovétríkjunum og Bandaríkjunum eftir stríðið ? (stjórnmálakerfi, staður, hagkerfi, stefna)einræði/lýðræði, 1 flokkur/kosningar, kommúnismi/frjálshyggja, vinstri/hægri, rauður/blár, austur/vestur, áætlunarhagkerfi þar sem ríkið ákveður verð og laun/markaðshagkerfi þar sem verð og laun ráðast af framboði og eftirspurn, völd í Evrópu með valdi/völd í Evrópu með hjálp, allir áttu jafnan pening/munur milli ríkra og fátækra
- Hvað var gert til þess að koma í veg fyrir að hitt veldið næði heimsyfirráðum ?Í Sovétríkjunum var áróðri beitt, allt ritskoðað og anstæðingar stjórnarinnar ofsóttir. Í Bandaríkjunum voru kommúnistar ofsóttir
- Hvað einkennir kalt stríð ?Það ríkir stríðsástand og mikill stríðsundirbúningur í gangi en ekkert barist
- hvað kom í ljós árið 1949 sem olli fólki miklum óttabæði stórveldin áttu kjarnorkuvopn
- Hvenær byrjaði geimferðakapphlaupið og með hverju ?1957, Sovétríkin sendu gervihnött út í geim
- Hvenær var NASA stofnað og hvernig stofnun var það ?1958, geimferðastofnun
- Hvert var aðal afrek Bandaríkjamanna í geimferða kapphlaupinu og hvenær ?Þeir sendu fyrsta manninn til tunglsins. 20, júlí 1969
- Hver voru 3 aðal afrek Sovétmanna og hvenær ?Fyrsti gervihnötturinn, 4. október 1957. Fyrsta lífveran í geiminn, 1957. Fyrsti maðurinn í geiminn, 1961
- Hvaða yfirráðasvæði Sovétmanna eftir stríði ?Austur-Þýskaland og mestur hluti Austur-Evrópu
- Hverjir áttu Vestur-Þýskaland ?Frakkar, Bretar & Bandaríkin
- Hvað var gert við Eystrasaltslöndin ?Þau voru innlimuð í Sovétríkin
- Hverjir frömdu valdarán árið 1948 í Tékkóslóvakíu ?Kommúnistar
- Hvað var Marshall-áætlunin, hvenær var hún birt og af hverjum ?Gearge Marshall utanríkisráðherra birti Marshall-áætlunina árið 1947. Hún fólst í að hjálpa þeim sem lentu illa í stríðinu með peningagjöfum eða hagstæðum lánum með því skilyrði að þau lönd gengu í nýja stofnun sem átti að stuðla að frjálsri verslun í Evrópu
- Hvers vegna tók Vestur-Evrópa við hjálpinni en ekki Austur ?Sovétríkin ráðlögðu Austur-Evrópu að taka ekki við henni
- Hver var upphæðin sem Bandaríkin léti frá sér á þessu 4 ára tímabili ?13 milljarða $
- Hvað var truman kenningin, hver setti hana fram og hvenær ?Harry S. Truman þáverandi Bandaríkjaforseti setti hana fram árið 1947. Kenningin gekk út á að Bandaríkin þyrftu að hjálpa löndum sem áttu að fá kommúnistastjórn og gefa þeim frjálshyggju. Bandaríkin urðu að „alheimslögreglu”
- Hver urðu örlög hernámssvæðanna fjegra sem Þýskalandi hafði verið skipt upp í ?Bandaríkin, Frakkar & Bretar byggðu sín svæði upp ólíkt Sovétmönnum. Síðan voru hlutar vesturveldanna sameinaðir og sambandslýðveldið Þýskaland stofnað. Hluti Sovétmanna var gerður að Alþýðulýðveldinu.
- Hvers vegna var Berlínarnúrinn byggður ?Til þess að koma í veg fyrir að fólk flýði til Vestur-Þýskalands frá Austri
- Hvað var markmið NATO og hvenær kom Vestur-Þýskaland í það ?Það var varnarbandalag svo að ef ráðist var á eitt NATO-ríki voru öll önnur ríki í NATO í stríði við árásaraðilann. Árið 1955 fór Vestur-Þýskaland í NATO
- Hvers vegna vr Varsjárbandalagið stofnað og af hverjum ?Til þess að vera á móti NATO. Sovétmenn stofnuðu það
- Hvenær var Alþýðuveldið Kína stofnað, af hverjum og hver var í forystu ?1. október 1949, Kommúnistar undir forystu Maó Zedong
- Út á hvað gekk Dómínókenningin ?Ef 1 land félli í hendur kommúnista féllu fleiri og fleiri
- Leiðtogi hvaða lands var Kim Il Sung og hvað gerði hann svona stórt og hvenær ?Norður-Kóreu, Hann réðist á Suður-Kóreu árið 1950
- Risaveldin blönduðu sér inní málin. Hverjir héldu með hverjum ?Bandaríkin gáfu Suður-Kóreu bæði vopn og hermenn en Sovétríkin styrktu N.K
- Hvenær var samið um vopnahlé og hversu margir dóu ?Árið 1953. 4 milljónir manna dóu
- Nefndu 7 staði sem risaveldin hafa stutt sitt hvorn aðilann í stríðiKórea, Mið-Austurlöndin, Kúba, Nicaragua, Angóla, Afganistan & Víetnam
- Sovétríkin komu fyrir kjarnorkueldflaugum á Kúbu. Það gátu þeir vegna þess að kommúnisti hafði komist til valda í byltingu. Hvaða ár var þessi bylting, hver komst til valda og hvenær komu Sovétmenn fyrir eldflaugunum ?Fidel Castro komist til valda 1959. 16. október 1962 settu Sovétmenn eldflaugar
- Hvað gerðu Bandaríkjamenn þegar eldflaugarnar komu til Kúbu og hvers vegna?Þeir settu hafnbann á Kúbu (það var hvorki flutt út né inn). Þeir ætluðu að aflétta banninu þegar eldflaugarnar færu og þvinga þá til að taka sprengjurnar
- Virkaði þetta plan þeirra ?Já. Sovétmenn tóku sprengjurnar & Bandaríkjamenn hétu að ráðast ekki á Kúbu
- Hvaða ár var gerð uppreisn af Kommúnistum Suður-Víetnam og frá hverjum fengu þeir hjálp ?1959. Norður-Víetnam
- Hvenær blönduðu Bandaríkjamenn sér inn í Víetnamstríði og hvernig ?1964. Þeir gerðu sprengjuárásir á Norður-hlutann
- Hvers vegna fór almenningur í USA að verða á móti stríðinu ?Öllum hryllingnum var sjónvarpað
- Hvað gerir efnavopnið Napalm ?Það brennir húð fólks
- Hvenær drógu Bandaríkin sig úr Víetnamstríðinu og hvers vegna ?Árið 1973. Mótstaða fór vaxandi
- Hvenær fór allt Víetnam á vald kommúnista ?1975
- hversu margir dóu í Víetnamstríðinu ? (Kanahermenn, Víetnamhermenn og Víetnamskur almenningur)57000, 2 milljónir, 3 milljónir
- Hvenær var Berlínarmúrinn rifinn og hvernig hafði fólk áður komist til Vesturs ?Nóvember 1989. Í gegnum Ungverjaland
- Hvenær voru fyrstu frjálsu kosningarnar haldnar í Þýskalandi ?1990
- Hvenær voru Vestur & Austur hluti Þýskalands sameinaðir ?Október 1990
- Hvenær voru Sovétríkin leyst upp og hvað varð að falli þeirra ? Nefndu 6Uppiskroppa með pening, uppiskroppa með efni til hversdags, versluðu lítið við Vesturlöndin og fengu því ekki það nýjasta, vinnusemi minnkaði, heilsgæsla minnkaði og því dóu fleiri, trú á kommúnisma fór minnkandi
- Hver varð leiðtogi Sovétríkjanna árið 1985 og hevrt var slagorð hans ?Gorbatjov. Glasnost (hreinskilni)
- Hvað gerði hann sem varð til þess að hann varð vinsæll í Vestur-Evrópu ?Hann náði sáttum við USA
- Hvers vegna varð hann ekki vinsæll í heimalandi sínu ?Gagnslausar efnahagsbætur
- Hvenær var afvopnunarsamningur samþykktur og hverjir skrifuðu undir hann ?1987, Gorbatjov og Ronald Reagan
- Hvenær voru Verkalýðssamtökin Samstaða stofnuð og hvað gengu þau út á ?1980. Þau kröfðust umbóta og voru óánægð með kommúnismann
- Hver var Lech Valesa ?Pólskur rafvirki sem var fangelsaður af stjórn kommúnisma fyrir að vera á móti stjórninni. Hann barðist fyrir lýðræði í Póllandi sem leiðtogi Samstöðu. Fékk friðarverðlaun Nóbels og varð fyrsti forseti Póllands sem var kosinn í frjálsum kosningum árið 1990
- Hvenær voru frjálsar kosningar leyfðar í Póllandi og hver vann þær ?1989. Samstaða
- Á árinu 1990 hurfu allar kommúnismastjórnir nema 1. Hver var það ?Sovéska stjórnin
- Hvað varð til þess að almenningur reis gegn stjórnum landsins síns ?Gorbatjov sagði að óvinsælar stjórnir gætu ekki lengur treyst á Sovétríkin
- Í Rúmeníu voru skiptin yfir í Kommúnisma ekki friðsæl. Hver gerði það að verkum ?Nicolae Ceausescu lét hermenn skjóta á uppreisnarfólk
- Hvernig var Sovétríkjunum skipt og hvað var stærsti hlutinn ?Í 15 Sovétlýðveldi og Rússland þar stærst
- Hver var fyrsti forseti Rússlands og hvaða skipti voru í gangi á hans tíma ?Boris Jeltsin. Skiptin úr Kommúnisma yfir í lýðræði og markaðshagkerfi
- Hver var næsti forseti ?Vladimir Putin
2.
kafli
- Hvað einknennir velferðarsamfélag ?Stjórnin sér um að öllum líði ágætlega. Jafnvel þó þeir séu öryrkjar
- Hvenær voru lög um tíund sett og hvað þýddu þau ?Fyrir meira en 900 árum. Fólk þurfti að vorga 1/10 til kirkjunnar
- Hvenær byrjaði landlæknisembættið & hvað kom svo seinna vegna þess & hvenær?1760. Héraðslæknar komu á 18. og 19. öld og sjúkrahús á 19. og 20. öld
- Hvað var í fræðslulögunum sem voru sett árið 1907 ?barnafræðsla væri ókeypis og einnig menntaskólakennsla
- Hvers vegna fóru ekki margir í menntaskóla og hvaða skóla var þá farið í ?Vistin þar kostaði svo mikið. Iðnskólum, MR, MA & Húsmæðraskólum
- Hvenær voru fjölbrautaskólar stofnaðir og hvers vegna ?Þegar fræðslulög voru sett árið 1974 um að skólaskylda væri til 16 ára aldurs. Fjölbrautaskólar voru stofnaðir á næstu 10 árum
- Hvenær voru lögin um Alþýðutryggingar sett, hvað einkenndi þær og hverjir stofnuðu þær ?Fjárhæðirnar lágar & reglurnar flóknar. Framsóknar og Alþýðumenn (stjórnin)
- Hvenær setti Alþýðuflokkurinn fram skilyrði um gott tryggingarkerfi og hverjir voru þá við stjórn ?Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn
- Lögin um Almannatryggingar voru stórt skref í átt að velferðarsamfélagi en hvenær voru þau sett og hvað gerði þær ólíkar Alþýðutryggingum ?1946. mikið hærri bætur, foreldrar með 3 eða fleiri börn fengu bætur og allir sem höfðu rétt á bótum fengu þær
- Hvers vegna fékk stjórnin þar sem Alþýðuflokksmenn, sósíalistar og sjálfstæðismenn voru, nafnið nýsköpunarstjórn ?Stjórnin ætlaði að koma á nýsköpun í atvinnulífið eftir stríðið
- Hvenær var byrjað að gefa atvinnuleysisbætur, hvers vegna og hvað hafði þurft að gera áður ef maður gat ekki unnið ?Árið 1956. Verkamenn héldu verkfall. Fólk hafði þurft að sækja um sveitarstyrk
- Hvenær urðu bílar á Íslandi tæpalega 5000 og hvenær 100.000 ? Hvernig var hlutfallið milli vörubíla og fólksbíla ?1945 urðu þeir 5000 um helmingur fólksbílar en hinn helmingurinn vörubílar. 1981 fóru bílarnir yfir 100.000 en þá voru fólksbílarnir 1/9
- Hvað voru laun verkakvenna mörg % af launum verkamanna um 1960 og hvað var gert í því ?80%. Lög voru sett árið 1961 um að launin ættu að jafnast á næstu 5 árum
- Hvaða ár byrjaði uppreisn um ranglæti ?1970
- Hvenær var Rauðsokkahreyfingin stofnuð og út á hvað gekk hún ?1970. Hreyfingin krafðist jafnréttis
- Á hvaða áratug var kvennalistinn stofnaður, hvenær fékk hann mest fylgi og hvað var það mikið ?9. áratugnum. 10% fylgi árið 1987
- Á hvaða áratug voru sett lög um jafna stöðu karla og kvenna ?Á 8. áratgunum
- Hvar og á hvaða áratug voru fyrstu sjónvarpsútsendingarnar ?Í herbúðum Kana á 6. áratugnum
- Hvenær fór útsendingin að ná lengra, hvert náði hún þá og hvaða áhrif hafði það ?1963. Um allt suðvestanvert landið. Fleiri fengu sér sjónvörp
- Hvenær hófust íslenskar sjónvarpsútsendingar og hvenær var sent út og hvernig var þessu svo breytt?1966. 2 kvöld í viku fyrst en svo urðu kvöldin sex og mánuðirnir 11. Frí á fimmtudögum og í júlí
- Hvenær var byrjða að senda út öll kvöld og hvaða stöð var þá einnig stofnuð ?Árið 1986. Stöð 2
- Hvernig voru stjórnmálin á Íslandi öðruvísi en í Norðurlöndunum ?Kommúnistar og jafnaðarmenn voru saman í Alþýðubandalaginu og voru nokkuð stórir á Íslandi. Jafnaðarmenn voru lang flestir og kommúnistar pínkulitlir í Norðurlöndunum. Á Íslandi var sjálfstæðisflokkurinn lang stærstur og ríkti allan síðari hluta aldarinnar
- Nefndu 2 ástæður hvers vegna Íslendingar vildu fá herinn burtÞað var skerðing á sjálfstæði. Það gæti haft áhrif á menninguna
- Hvað báðu Kanar um að hafa herstöðvar á mörgum stöðum á landinu og hvað sögðu Íslendingar ?3. NEI
- Hvenær fóru síðustu hermennirnir af landinu ?1947
- Hvaða stjórnarflokkur var mest á móti dvöl hermannanna hérna ?Sósíalistflokkurinn
- Hvaða forseti gerði samning við Kanana á sama tíma, hvað var í honum og hvaða afleiðingar hafði samningurinn á stjórnina ?Bandaríkjamenn mættu hafa óvopnað herlið við Keflavíkurflugvöll. Sósíalistar sögðu sig úr stjórn
- Hvenær var Keflavíkursamningurinn samþykktur ?1946
- Hvenær var Íslendingum boðin Marshall-hjálp og hvers vegna ?1947. Bandaríkjamenn vildu hafa herlið á landinu
- Hve mikinn pening fengu Íslendingar á hvern íbúa ?209 $
- Hvað notuðu Íslendingar Marshall-hjálpina í ?m.a. Að byggja áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. Tekin í notkun 1954
- Hvenær var Íslendingum boðin aðild að NATO, hvenær var rætt um það á Alþingi og hvernig fór sú umræða ?1949. 30. mars 1949. Aðildin var samþykkt
- Hvenær undirrituðu Íslendingar samning um að hafa ekki herlið á landinu ef það var ekki stríð ?1949
- Leynilegur fundur var haldinn með öllum flokkum nema sósíalistum. Hver var útkomna úr þessum fundi ?Bandaríkst herlið mátti aftur koma til landsins
- Hvenær komu Kanarnir ?7. maí 1951
- Hvenar breyttist Sósíalistaflokkurinn í Alþýðubandalagið & hvað breyttist efitr það?1956. Þeir urðu smám saman ótryggari Sovétríkjunum og vildu að Ísland væri hlutlaust
- Skiptar skoðanir voru um herstöðina. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Alþýðuflokkurinn, Sósíalistar og Almenningur voru allir með ólíkar skoðanir. Hver var með hvaða skoðun ?Sjálfstæðisflokkurinn var alltaf með. Hjá Frmasóknarflokknum og Alþýðuflokknum var lítill meirihluti með herstöðinni. Almenningur var á móti herstöðinni. Sósíalistar voru líka á móti
- Hvenær nenntu Kanar ekki lengur að hafa herstöð hér og hvað gerðu Íslendingar ?1991 (árið sem Sovétríkin sundruðust). Íslensk stjórnvöld reyndu að hafa þá.
- Hvenær yfirgaf Bandaríkjaherinn Ísland ?2006
- Hvað var landhelgi Íslands stór eftir WWII ?3 sjómílur
- Hverjar voru stækknair landahelgarinnar og hvenær ?4 sm – 1950-1952. 12 sm – 1958. 50 sm – 1972. 200 sm – 1975
- Hver voru viðbrögð Breta við fyrstu stækkuninni og hvernig virkaði það ?Þeir settu löndunarbann á íslenskan fisk en þá sköpuðust bara fleiri vinnur á Íslandi við að salta og verka fiskinn og hann varð verðmætari
- Við hvaða stækkun sendu bretar herskip á mið Íslendinga og hvers vegna ?12 mílur. Vernda togarana
- Hvenær tóku Bretar herskip sín ?1976
- Hvað er samsteypustjórn ?Tveir flokkar eru við stjórn
- Samsteypustjórn var á árunum 1959 til 1971. Hverjir voru í stjórninni og hverjir í stjórnarandstöðu ?Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn í stjórn en Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið í andstöðu
- Hvers vegna var samsteypustjórnin kölluð viðreisnarstjórn ?Stjórnin ætlaði að reisa íslenskan efnahag við
- Hvers vegna var farið út í stóriðju ?Íslendingar gerðu samning við Breta um að leiða næstu stækkun lanhelgar við dómara til að sættast við þá og því þurfti einhverja aðra leið til að græða pening.
- Hvað er stóriðja ?Þá eru fossar virkjaði og orka seld
- Hvers vegna var álverip í Straumsvík byggt ?Til þess að flytja orkuna frá Búrfellsvirkjun
- Hvaða fyrirtæki byggði álverið ?Svissneskt álframleiðslufyrirtæki
- Hvers vegna var fólk á móti álverinu ?1. Fólk vildi ekki hleypa útlendingum inn í íslenskan atvinnurekstur og orkan var líka seld þeim á lægra verði vegna magnafslátts. 2. náttúruverndarsjónarmið. Í upphafi átti ekki að vera neinn hreinsibúnaður
- Hvers vegna jókst samvinna milli mið- og vesturríkja Evrópu ?Til þess að standast samanburð við USA
- Hvenær var Efnahagsbandalag Evrópu stofnað, hvar voru aðalstöðvarnar og hver voru fyrstu 6 aðildarríkin ?1957. Brussel, Belgíu. Frakkland, Vestur-Þýskaland, Ítalía, Holland, Belgía & Luxemborg
- Hverjir stofnuðu EFTA ?Bretar, Danir, Norðmenn, Svíar, Svisslendingar, Austurríkismenn & Portúgalar
- Hverjir bættust seinna við í EFTA ?Finnar, Íslendingar & Liectensteinsbúar
- Hver voru meginatriði þessara bandalaga ?Að aðildarríki hefðu frjálsa og tollalausa verslun á milli sín
- Hverjir eru núna í EFTA ?Norðmenn, Íslendingar, Svisslendingar og Liechtensteinsbúar
- Hvenær var samningur um fjórfrelsi gerður og hvað er það ?1994. fólk, vörur, þjónusta og fjármagn getur flust frjálst milli landanna
- Hvað var Íslendingum afhent 21. apríl 1971 og af hverjum ?Skinnhandrit frá Dönum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli