Saga - Fólksfjöldafræði Glósur


Fólksfjöldafræði
  • um 250 milljónir manna voru á jörðinni árið 0
  • í Bandaríkjunum búa núna 250 milljónir
  • með bættri heilsugæslu og auknum þrifnaði hefur ævin lengst
    • og mannfjöldi hækkað ört
  • 1 milljarður manna var á árinu 1820
    • 2 milljarðar voru á árinu 1930
    • 3 milljarðar 1960
    • 4 milljarða 1975
    • 5 milljarða 1987
    • 6,3 milljarðar í dag
  • Þessir 6,3 milljarðar skiptast svona:
    • Asía = rúmlega 3,5 milljarðar (55%)
      • 2 fjölmennustu löndin þar
        • Kína & Indland
    • Ameríka = 900 milljónir (14%)
    • Afríka = 850 milljónir (13%)
    • Evrópa = 730 milljónir (12%)
  • Nokkur hugtök
    • fæðingartíðni
      • hversu margir fæðast á hverja 1000 íbúa á einu ári
        • mæld í prómillum ‰
    • Dánartíðni
      • hve margir deyja á hverja 1000 íbúa á einu ári
        • mæld í prómillum ‰
    • náttúruleg fólksfjölgun
      • fæðingartíðni hærri en dánartíðni
    • náttúruleg fólksfækkun
      • dánartíðni hærri en fæðingartíðni
    • brottflutningur
      • þegar fólk flyst úr landi
    • aðflutningur
      • þegar fólk flyst til lands
    • borgvæðing
      • þegar fólk flyst úr sveitum í borg
  • Þróunarlönd
    • fæðingartíðni meira 40 ‰
      • stúlkur giftast yngri
    • dánartíðnin er milli 10 & 20 ‰
    • mikil borgvæðing
  • Iðnríki
    • fæðingartíðni á bilinu 10-15‰
    • dánartíðnin er um 10‰
    • borgvæðing ekki eins mikil og áður
  • Tímalíkan mannfjöldaþróunar skiptist í 4 tímaskeið
    • 1. skeið
      • bæði fæðingar- og dánartíðni mjög há og því fjölgar fólki ekkert eða mjög hægt
    • 2. skeið
      • há fæðingartíðni en dánartíðni fer minnkandi
        • fólksfjöldi jókst mjög með iðnvæðingu
          • dánartíðni lækkaði
            • hægt að framleiða meiri matvæli vegna bættra aðferða
            • framfarir í læknavísindum
          • fæðingartíðni jafn há og áður
        • meirihluti þróunarlanda á þessu skeiði
    • 3. skeið
      • fæðingartíðni lækkar og því minnkar fólksfjölgun
        • meirihluti þróunarlanda á þessu skeiði
    • 4. skeið
      • báðar tölur mjög lágar og fólki fjölgar lítið sem ekkert. Jafnvel fækkun
        • flest auðug iðnríki eru á 4. skeiði
        • mikið af gömlu fólki
  • Þegar við verðum orðin gömul verður fólksfjöldi líklega á bilinu 10-15 milljarðar
  • Mannfjöldapíramídi er stöplarit
    • sýnir fjölda karla og kvenna á ólíkum aldri meðal ákveðinnar þjóðar
  • 80% af jarðarbúum búa á 20% af flatarmáli hennar
  • Þéttbýlt er þegar íbúafjöldi fer yfir 100 manns á km²
  • 2 þættir sem stuðla aðallega að þéttbýli
    • gott akurlendi
    • hráefni og orka til iðnaðar
  • 3 fjölmennustu ríki heims eru Kína, Indland og Bandaríkin
  • 3 þéttbýlustu ríki heims eru Bangladesh, Taívan og Máritíus

Engin ummæli:

Skrifa ummæli