Orkan Glósur úr 1. - 5. kafla


Bls. 6-7 - Eðli Orkunnar

  • Orku má skilgreina sem hæfileika til þess að framkvæma vinnu
    - kraftur x vegalengd = vinna
  • Það er bæði hægt að nota & taka til sín orku.
    - Þegar keiluspilari kastar kúlu notar hann orku en kúlan tekur til sín orku frá spilaranum. Svo gefur kúlan orku til keilnanna þegar hún rekst á þær og þær nota þá orku og detta.
  • Til eru 6 myndir orku: HreyfiorkaStöðuorkaVarmaorkaEfnaorka,Rafsegulorka Kjarnaorka.
  • Hreyfiorka
    - er orka sem stafar af hreyfingu hlutar. Allt á hreyfingu býr yfir hreyfiorku
  • Stöðuorka
    - Skiptist í Fajurstöðuorku & Þyngdarstöðuorku
    - Þyngdarstöðuorka ræðst af því einu hvar hlutur er stðsettur. Hlutur hátt uppi býr yfir meiri orku en jafnþungur hlutur neðar.
    - Fjaðurstöðuorka er þegar fjaðrandi efni er spennt s.s. Gormur eða bogi
  • Varmaorka
    - Varmaorka er orkan sem hreyfing sameinda býr til. Þegar sameindir hreyfast meira við hita en hreyfast minna við kulda
  • Efnaorka
    - Efnaorka er í orkuríkum sameindum & losnar við bruna
  • Rafsegulorka
    - er rafhleðslur á hreyfingu. t.d. raforka, rafsegulbylgjur & ljós
  • Kjarnaorka
    - samþjappaðasta orka sem vitað er um og er í kjarna frumeindar. Losnar þegar kjarnar renna saman eða þegar kjarni klofnar en hún losnar sem Varmaorka & Stöðuorka

bls. 15-19 - Mælingar í Vísindum

  • Sameiginlegt mælingarkerfi í vísindum er metrakerfið
    - metrakerfið er hluti SI kerfisin (Le Systéme International d'Unités)
    - metrakefið er tugakerfi & byggist á grunntölunni 10
    - forskeyti metrakerfisins eru: kíló-hektó-deka-desí-centí-, milli-
    - Einnig eru til 3 önnur minna notuð en það er míkró-nanó- & Ångström
    milli = 1/1000
    centi = 1/100
    desi = 1/10
    deka = 10
    kektó = 100
    kíló = 1000
  • Lengd
    - Grunneining metrakerfisins í lengd er metri
    - Hann var ákvarðaður þannig að frá pól jarðar að miðbaug væru 10 milljónir metra
    - lengd er fjarlægð eða bil milli tveggja staða
  • Massi
    - massi er mælikvarði á efnismagn hlutar
    kílógramm er grunneining massa
    - 1000 kg = 1 tonn
  • Rúmmál
    - Rúmmál er mælikvarði á það rúm sem eitthvað fyllir
    - grunneiningin er rúmmetri en rúmmál er oft líka mælt í lítrum
    - 1 ml = 1cm³
  • Hiti
    - hiti er mælikvarði á hversu heitt eitthvað er
    - er mældur í gráðum á celsíus-kvarðann eða farenheit-kvarðann. Vísindamenn  nota gjarnan kelvin-kvarðann en rangt er að tala um hann í gráðum.
    - Á celsíus-kvarðanum frýs vatn við 0° en sýður við 100°
  • Massi & Þyngd
    - Massi er mælikvarði á efnismagn hlutar en þyngd er mælikvarði á hversu mikill þyngdarkraftur verkar á hlutinn
    þyngd er breytileg eftir hvar maður er staddur en massinn er alltaf sá sami
  • Eðlismassi
    - eðlismassi er mælikvarði á massa ákveðins rúmmáls af tilteknu efni
    - skilgreindur sem massi efnis í hverri rúmmálseiningu
    EÐLISMASSI = MASSI
    RÚMMÁL
    sem sagt ef hlutur hefur massann 10 grömm & rúmmálið 5 ml er eðlismassinn 10:5 sem er 2. Þá er eðlismassinn 2g/ml (2 grömm á millilítra)
    - eðlismassi vatns er 1g/ml og því ef eðlismassi hlutar er minni en það flýtur hluturinn á vatni
    - eðlismassinn er mikilvægur en vísindamenn nota hann til þess að þekkja hluti & bera þá saman


bls. 32-40 - 
Varmi

2-1 - Sameindir & Hreyfing
  • Vísindamenn á 18. öld töldu margir að varmi væri þyngdarlaust ylefni sem streymdi frá heitu efni til kaldara efnis
  • Benjamin Thompson (Rumford greifi) afsannaði þetta árið 1798 en hann sagði að varmi stafaði af hreyfingu efnisins
  • James Joule sýndi fram á að hlutir á hreyfingu skapa varma og að varminn jókst eftir því sem hreyfingin varð meiri. Hann komst loks að þeirri niðurstöðu að
    varmi væri ein mynd orkunnar
    - Bæði orka & vinna eru mæld í júlum (joule)
  • Síðar kemur í ljós að hreyfiorka sameindanna birtist sem varmi
  • Varmaflutningur getur verið þrenns konar: VarmaleiðingVarmaburður &Varmageislun
    VarmaleiðingÞegar varmi flyst frá einu efni til annars við beina snertingu sameinda
    VarmaburðurÞegar varmi berst með straumefnum (lofttegundum eða vökva). Þegar efni hitnar hreyfast sameindirnar hraðar & eðlismassinn minnkar. Þá stígur efnið  upp & myndar uppstreymi. Þegar það gerist flyst varmi til innan efnisins
    Varmageisluner á engan hátt tengt hreyfingu sameinda. Flýst gegnum tómarúmið í formi innrauðra geisla. Þannig kemst varmi frá sólu til jarðar
      2-2 - Hiti & Varmi
  • Varmi
    - Stafar af hve hratt sameindir hreyfast
    - er mældur í kaloríum eða júlum
    - 1 kaloría er sá varmi sem þarf til þess að hita 1 g af vatni um 1°C
    • 1 kaloría = 4,2 júl
    • 1 júl = 0,24 kaloríur
  • Hiti
    er mælikvarði á meðalhreyfiorku sameinda
    - mældur í gráðum (celsíus eða farenheit) og Kelvínum
  • Hitamælieiningar
    • kaloría – mælir varma. Skilgreind sem sá varmi sem þarf til þess að hita 1 g af vatni um 1°C
    • júl – mælir varma. Er 0,24 kal
    • Celsíus – mælir hita. 100°C er suðumark vatns en 0°C er frostmarkið
    • Farenheit – mælir hita.
    • Kelvin – mælir hita. Alkul (kaldasta sem til er) er 0 Kelvin. Gráðurnar eru eins og á Celsíus og því þarf bara að bæta 273 (alkul á Celsíus) við eða draga frá til þess að breyta frá C yfir á K eða öfugt
  • Tvímálmur
    - Er samsettur úr 2 málmþynnum límdum saman
    - Önnur málmþynnan þenst meira út en hin & því bognar tvímálmurinn
    - Þetta er notað við hitastillingar. Þá bognar málmurinn við ákveðinn hita & rýfur þar af leiðandi strauminn.
  • Eðlisvarmi
    eðlisvarmi efnis er sá varmi sem þarf til þess að hita 1 g efnisins um eina °C
    - mældur í kal eða J
  • Lögmálið um varðveislu orku: Það er hvorki hægt að skapa né eyða orku, heldur aðeins breya mynd hennar
  • Flestir hlutir þenjast út þegar þeir hitna & dragast saman þegar þeir kólna en vatn víkur frá þessari reglu þegar það kólnar úr 4°C í 0°C (breytist úr vökva í fast efni). Einnig minnkar eðlismassi þess þegar þetta gerist.


Glósur úr 3. kafla – Orkan bls. 52-79

Rafhleðsla
  • Allt efni er úr frumeindum
  • 3 gerðir einda innan frumeindar eru róteindirrafeindir nifteindir
  • Róteindir & rafeindir búa yfir hleðslu
    • Róteindir eru + hlaðnar en rafeindir  hlaðnar
  • Kraftur sem dregur hluti saman kallast aðdráttarkraftur en hann er á milli einda með gagnstæða hleðslu (+ & -)
  • Kraftur sem ýtir hverjum frá öðrum nefnist fráhrindikraftur en hann er á milli einda sem eru með eins rafhleðslu (+ & + eða - & -)
  • Við núning færast rafhleðslur á milli hluta svo annar verður neikvætt hlaðinn en hinn jákvætt
  • Rafsvið er í kringum allar rafhlaðnar eindir. Því verkar kraftur á milli hlaðinna einda (fráhrindi- eða aðdráttarkraftur)

Stöðurafmagn
  • Rafmagn er orka sem byggist á rafeindum sem hafa flust úr stað.
  • Stöðurafmagn er rafmagn sem flyst úr einum hlut í annan og heldur kyrru fyrir þar.
  • Stöðurafmagn myndast þegar rafhleðslur safnast fyrir í hlut
  • Hlutur getur orðið rafhlaðinn með m.a. Núningi, leiðingu & rafhrifum
    • Dæmi um núning er þegar blöðru er nuddað við ullarklút & þá færast rafeindirnar í blöðruna frá klútinum
    • Þegar hlutur er hlaðinn með leiðingu verða þeir að snertast en þá fara rafeindirnar úr einum hlut í hinn. Gott er að nota góða leiðara til þess (þeir sem leiða rafmagn vel t.d. flestir málmar). Einangrarar leiða rafhleðslu illa en það eru t.d. gúmmí, gler, viður & plast.
    • Rafhrif eru fólgin í endurröðun rafhleðslna í hlut. Myndast þegar óhlaðinn hlutur kemur nálægt hlöðnum hlut.
  • Þegar rafhleðslur yfirgefa hlut sem þá missir hleðslu sína kallast afhleðsla. Dæmi um afhleðslu stöðurafmagns er elding.
  • Benjamin Franklin uppgötvaði fyrst að eldingar byggðust á rafmagni. Hann fann því upp eldingarvarann en hann er uppmjó járnstöng sem komið er fyrir efst á byggingum  og teng með vír í jörðina.
  • Rafspenna (spenna) er mælikvarði á þá orku sem er fyrir hendi til þess að hreyfa hverja rafeind. Því meiri sem spennan er því meiri orku fær hver rafeind. Þar af leiðandi: Því meiri orka sem hver rafeind er með því meiri orku getur hún látið frá sér til þess að framkvæma vinnu
  • Spenna er mæld í Voltum (V)

Streymi Rafmagns
  • Streymi rafeinda eftir vír kallast rafstraumur
  • Rafstraumur er fólginn í þeim fjölda rafeinda sem fer fram hjá tilteknum punkti á ákveðinni tímaeiningu
  • Rafstraumur er mældur í amperum (i)
  • Amper er mælikvarði á fjölda rafeinda sem fara fram hjá tilteknum punkti á hverri sekúndu
  • Viðnám er mótstaða efnis gegn streymi rafmagns
  • Viðnám er mælt í ómum (Ω) eða (R)
  • Lögmál ohms hljóðar svona:
      rafstraumur = spenna
        viðnám
  • Jafnstraumur er þegar rafeindirnar hreyfast alltaf í sömu stefnu
  • Riðstraumur er þegar rafeindirnar breyta stefnu sinni með reglubundnum hætti.
  • Raforka er orkan sem býr í rafmagni
  • Afl segir til um hversu hratt orkan er notuð
  • Afl er mælt í wöttum
    • Afl rafmagns er mælt svona:
        afl=spenna x straumur

Straumrásir
  • Straumrás kallast líka rafrás
  • Straumrás þarf að vera rás sem lokast (hringrás), rafeindirnar geta farið eftir.
  • Ef þú tengir rofa inn í straumrás, opnar og lokar rofinn straumrásina.
  • Raðtengd straumrás er þegar rafeindirnar eiga aðeins eina braut að velja til að streyma eftir.
  • Hliðtengd straumrás er þegar rafeindirnar eig um fleiri en eina leið að velja til að stryma eftir svo að ef ein brautin rofnar geta þær farið eftir hinum brautunum.

Segulmagn
  • Segulmagn orsakast af aðdráttar- og fráhrindikröftum sem má rekja til þess hvernig rafeindir hreyfa sig
  • Rafkraftar verka milli rafhlaðinna hluta. Ef rafhleðslurnar eru á hreyfingu verka líka segulkraftar á milli þeirra
  • Segulkraftar eru líka með aðdráttar- og fráhrindikröftum en þeir eru sterkastir við enda hvors skauts
  • Endar segulsins nefnast norðurskaut (vísar alltaf í norður ef hann er látinn fljóta) og suðurskaut (vísar alltaf í suður)
  • Jörðin er segulmögnuð, hún er risastór segull
  • samstæð skaut hrinda hvort öðru frá sér en ósamstæð skaut dragast hvort að öðru

Segulmagn úr rafmagni
  • Segulmagn og rafmagn byggjast bæði á hreyfingu rafeinda
  • Þegar rafstraumur flyst eftir vír myndast segulsvið umhverfis vírinn. Þannig er hægt að nota rafstraum til þess að búa til segulmagn
  • Rafsegulfræði fjallar um tengslin milli rafmagns og segulmagns
  • Þegar vír er settur utan um mjúkan kjarna úr járni og straumi hleypt á vírinn virkar hann eins og segull en þetta er notað til margs. t.d. í síma, ritsíma, þvottavélar, dyrabjöllur og til þess að lyfta þungum hlutum úr járni eða stáli. Einnig er þetta notað í rafhreyfla en þeir breyta raforku í vélræna hreyfiorku

Rafmagn úr Segulmagni
  • Hægt er að framleiða rafmagn með segulmagni
  • riðstraumur myndast ef gormundinn vír er hreyfður upp og niður í segulsviði. En hentugra er að hreyfa hann í lykkjur, eins og gert er í rafli.
  • Rafall breytir hreyfiorku í raforku.

Glósur – 4. kafli – Orkan
Hljóð
bls. 86-103

Hljóðbylgjur
  • Hljóð myndast vegna sveiflna í sameindum efnis
  • Efni sem flytur hljóð kallast hljóðberi
  • Orka hljóðbylgna flyst sem röð þéttinga & þynninga
  • föst efni bera hljóð betur en vökvar & lofttegundir
  • Hljóð berst með 340 m hraða á sekúndu í lofti
  • Hiti hljóðberans skiptir máli en ef hann er heitur berst hljóðið hraðar í gegn


Einkenni bylgna
  • Bylgjur einkennast á því að þær hafa allar sveifluvídd, lögunbylgjulengd og tíðni
  • Bylgjur geta verið mildar eða kröftugar og mynstrið reglulegt eða óreglulegt
  • Sveifluvídd bylgju segir til um hversu mikil orka er notuð til þess að mynda hljóðið og þar með hversu hávært hljóðið er
  • Útslag er það sem að bylgjan fer út úr beinu línunni
  • Öldutoppur er hæsti punktur í hverju útslagi og öldudalur er lægsti punkturinn
  • Útslag er einnig kallað sveifluvídd eða sveifluhæð bylgjunnar
  • Í hljóðbylgju eru sameindirnar þéttastar á öldutoppi en lítill þéttleiki er í öldudal
  • Lengd bylgju nefnist bylgjulengd en það er fjarlægðin milli öldutoppa eða öldudala eða einhversstaðar þar á milli
  • Tíðni er hversu margar heilar sveiflur eru á tiltekinni tímaeiningu (bæði uppi og niðri)
    • Eitt herts (hz) jafngildir einni sveiflu á sek.
    • Einnig er tíðni kölluð rið

Eiginleikar hljóðs
  • Tónhæð er mælikvarði á hversu skær eða djúpur viðkomandi tónn er
  • Tónstyrkur er hversu sterkur tónninn er
  • Tónhæð ræðst á því hversu hratt hlutur titrar
  • Hljóðbylgjur með lágri tíðni eru á lágri tónhæð
  • Mannseyrað greinir hljóð á tíðnibilinu 20 hz til 20.000 hz
    • Hljóð með tíðni yfir 20.000 hz kallast úthljóð

Dopplerhrif
  • Breyting á tíðni og tónhæð hljóðs vegna hreyfinga hljóðgjafa eða hlustanda
  • Koma vegna þess að hljóðgjafinn sem nálgast framkallar þéttingar og þynningar frá stöðum sem koma nær og nær
Ratsjá
  • Hraðamæling ratsjáar er byggð á Dopplerhrifum
  • Ratsjáin sendir bylgjur með þekktri tíðni. Ef bylgjurnar hitta á kyrrstæðan hlut endurkastast þær með sömu tíðni en því hraðar sem hluturinn fer því hærri er tíðnin sem endurkastast
Hljóðstyrkur
  • Það sem ræður hljóðstyrknum er hve mikil orka er notuð til þess að mynda hljóðið
  • Þess vegna þarf minni orku í að hvísla en að öskra en tónhæðin getur verið sú sama
  • Orkan sem notuð er til að framleiða hljóð veldur því að sameindir bylgjuberans víkja frá jafnvægisstöðu sinni. Þess vegna er hljóðstyrkur háður sveifluvídd hljóðbylgjunnar
  • Hljóðstyrkur er mældur í einingunni desíbel
    • Ef hljóðstyrkur fer yfir 120 desíbel getur fólk fundið til sársauka

Víxlsverkun bylgna
  • Hljómblær og bylgjuvíxl orsaka víxlverkun hljóðbylgna
  • Einfaldir hlutir hafa eigintíðni
    • Ef hlutur gefur frá sér eigintíðni annars hluts getur hann fengið þann hlut til þess að sveiflast
    • Seinni hluturinn tekur til sín hluta af sveifluorku fyrri hlutarins og sveiflast í samhljómi með honum. Þessi hæfileiki kallast herma
  • Þótt tónhæð nótna sé sú sama hefur hvert hljóðfæri sinn hljóm
  • Flestir hlutir sem gefa frá sér hljóð mynda sveiflur af fleiri en einni tíðni
  • Grunntónn er lægsti tónn sem að strengur getur myndað
    • Strengir sem eru fastir á fleiri stöðum en bara endunum kallast yfirtónar og þegar þeir blandast við grunntóninn skapast hljóð eða hljómur sem hefur sinn sérstaka tónblæ
    • Ef ekki væri fyrir yfirtóna hljómaði tónblær fiðlu, klarínetts og raddar þinnar eins

Glósur 5. Kafli

Hvað er Ljós ?
  • Rafsegulbylgur þurfa ekki bylgjuberaþess vegna geta þær borist um tómarúm geimsins.
  • Í lofttæmi er hraði ljóss 300.000 km á sek. Hraði bylgna er mismunandi eftir bylgjulengdum og hvaða efni það fer í gegnum.
  • Allar refsegulbylgjur eru þverbylgjur.
  • Þverbylgjur eru með þéttingar og þynningar og eins og langsbylgjur eru þær einnig með öldutoppöldudalsveifluvídd & bylgjulegnd
  • Í þverbylgju hreyfist bylgjuorkan hornrétt á stefnu bylgjunnar
  • Í langsbylgju sveiflast eindir efnisins samsíða stefnu bylgjunnar
  • Rafsegulróf samanstendur af mismunandi tegundum ljóss sem raðað er eftir vaxandi tíðni og minnkandi bylgjulengd
  • Hver tegund geislunar í rafsegulrófinu hefur ákveðna tíðnibylgjulengd & ljóseindaorku
  • sýnilega rófið er það sem mannsaugað er næmt fyrir.
  • Ósýnilega rófið er geislun sem mannsaugað greinir ekki
  • Sýnilega rófið klofnar upp í mismunandi liti. Rauðurappelsínugulurgulurgrænnblár,  fjólublár
  • Sýnilega rófið byrjar við 400 milljarða hz sem er rauður en það endar við 750 milljarða hz í fjólubláum. Það sem er minna en 400 milljarðar hz og hærra en 750 milljarða hz greinir mannsaugað ekki
  • Röð geisluninnar í rafsegulrófinu er: (með hækkandi tíðni) útvarpsbylgjurörbylgjur,innrauð geislunsýnilegt ljósútfjólublá geislunröntgen geislungamma geislun
  • því heitari sem hlutur er, því meiri innrauð geislun stafar frá honum. Þegar hann er orðinn mjög heitur verður hann rauðglóandi og sendir frá sér sýnilegt ljós
  • útvarpsbylgjur með lægstu tíðnina eru á mið- & langbylgjum. Næst eru þær á FM en svo koma þær sem birtast í sjónvarpi. Þær útvarpsbylgjur sem eru með hæstu tíðnina eru svo orðnar að örbylgjum eða bylgjum sem ratsjá sendir út
  • örbylgjur geta verið hættulegar en einnig gagnlegar t.d. í örbylgjuofnum, fjarskiptum og við veðurathuganir
  • útfjólubláir geislar geta valdið skaða á fólki og drepið lífverur.
  • Næst við útfjólublá geisla koma röntgengeislar en þeir komast auðveldlega gegnummörg efni
  • Að lokum eru gamma geislar sem sum geislavirk efni gefa frá sér en þeir eru stórhættulegir lífverum

Ljósgjafar
  • ljósgjafar geta verið tvenns konar: lýsandi eða upplýstir
  • Lýsandi hlutir gefa frá sér sitt eigið ljós
  • Upplýstir hlutir endurkasta ljósgeislum og sjást þess vegna
  • Glóðarljós lýsir vegna þess að það byrjar að glóa. Þetta gerist t.d. í ljósaperu
  • Flúrljós eru pípur húðaðar ljómefnum & með kvikasilfursgufu og argongasi. Þegar rafmagni er hleypt í pípuna gefur kvikasilfursgufan frá sér útfjólublátt ljós sem ljómefnið örvast með og gefur frá sér ljós
  • Neonljós inniheldur neongas oft blandað við fleiri tegundir en þegar rafmagni er hleypt í pípuna gefur gasið frá sér ljós

  • þegar ljós fellur á efni getur þrennt gerst:
    • ógagnsætt - efnið gleypir allt ljósið í sig og ekkert endurkastast
    • hálfgagnsætt - það hleypir smá ljósi í gegn en hlutir hinum megin verða þokukenndir
    • gagnsætt - auðvelt er að sjá hluti í gegnum það.
  • Ljósbrot er stefnubreyting ljóssins þegar það fer úr einu efni í annað
  • Ljósbrot verður vegna þess að ljósið ferðast mishratt í mismunandi efnum
  • Ljós af mismunandi tíðni brotnar mismikið og því er hægt að lýsa hvítu ljósi á þrístrending og fá út litrófið. Fjólublái liturinn brotnar mest en rauði minnst
Litir Ljóssins
  • Hlutur sýnist vera eins og hann er á litinn vegna þess að hann gleypir í sig alla litina nema þann lit sem hann endurvarpar. Hvítir hlutir endurvarpa öllum en svartir engum
  • Sum gler hafa lit en þau gleypa alla liti nema þann lit sem þau hleypa í gegnum sig. Þannig hleypir grænt gler bara græna litnum í gegn en engum öðrum
  • Himininn er blár vegna þess að blái liturinn dreifist mest þegar hann kemur inn í lofthjúpinn
Ljós & Tækni
  • Ljósþræðir eru einnig kallaðir ljósleiðarar en þá er ljósi varpað eftir litlumgrönnumþráðum
  • Leysar byggjast á ljósi af aðeins einni bylgjulengd. Ljósið er bjartsamþjappað & einlitað. Hægt er að nota leysera við t.d. lækningar, í iðnað, segja fyrir um jarðskjálfta & að lesa DVD disk
  • Heilmynd er mjög nothæf tækni. Heilmyndun byggist á því að nota ljós til þess að fá fram þrívíða mynd. Hægt er að skoða líffæri frá öllum hliðum eða að sjá nákvæman byggingargalla í vél svo eitthvað sé nefnt

Engin ummæli:

Skrifa ummæli