Orkan Hugtök úr 2. - 5. kafla


Hugtök úr 2.-5. kafla - Orkan
A
Afhleðsla – þegar rafhleðslur yfirgefa hlut. t.d. elding
Afl – segir til um hversu hratt orkan er notuð
Amper – (I) mælikvarði straums. Rafeindir á sek.
Aðdráttarkraftur – dregur ósamkynja hleðslur saman
B
Benjamin Franklin – uppgötvaði fyrstur að elding byggðist á rafmagni. Hann fann upp eldingarvarann
Benjamin Thompson – afsannaði fyrri kenningu varmans. Sagði að varmi stafaði af hreyfingu efnis
Bylgjuberi – hlutur sem framkallar bylgjur
Bylgjulengd – fjarlægð milli öldutoppa eða öldudala
C
Celsíus – 0°C er frostmark vatns en 100°C suðumark
D
Dopplerhrif – þegar tíðni og tónhæð breytast vegna hreyfingar hljóðgjafa/hlustanda. Eru vegna þess að hljóðgjafi framkallar þéttingar og þynningar nær og nær.
E
Eigintíðni – einfaldir hlutir hafa eigintíðni. Ef hlutur gefur frá sér eigintíðni annars hluts sveiflast sá hlutur.
Eldingarvari – uppmjó járnstöng með vír niður í jörðina (úr leiðara). Eldingunni slær í stöngina og fer niður í jörðina
Endurvarp – Þegar hlutir endurvarpa aðeins hluta ljósgeisla og sýnast þannig vera einhvernvegin á litin
Eðlisvarmi – sá varmi sem þarf til þess að hita 1 gr efnisins um 1°C. Mældur í kal eða J
F
Flúrljós – pípa með ljómefni, kvikasilfursgufu & argongasi. Rafmagni er hleypt á og hún ljómefnið lýsir vegna útfjólublárrar geislunar frá kvikasilfursgufunni
Frumeind – öll efni eru úr frumeindum
Fráhrindikraftur – hrindir samkynja hleðslum burt frá hvor annarri
G
Gagnsætt – hlutur sem gleypir lítið sem ekkert af því ljósi sem fellur á hann
Gamma geislar – geta verið stórhættulegir
Glóðarljós – ljós sem sést afþví það glóir
Grunntónn – lægsti tónn sem strengur getur gefið frá sér
H
Heilmynd – tækni sem notar ljós til þess að birta myndir í þrívídd
Herma – hæfileikinn að geta tekið til sín sveifluorku annars hluts og sveiflast í samhljómi með honum
Hiti – mælikvarði á meðalhreyfiorku sameinda. Mældur í gráðum á Celsíus & Farenheit og á Kelvin kvarða.
Hliðtengd – rafeindir hafa fleiri leiðir til að fara eftir þótt ein rofni
Hljóðberi – efni sem flytur hljóð
Hljóðstyrkur – ræðst af því hve mikil orka er notuð til þess að mynda hljóð. Er háður sveifluvídd. Mældur í Desíbelum
Hljóð – Myndast vegna sveiflna sameinda í efni
Hálfgagnsætt – hlutur sem gleypir aðeins hluta ljóssins sem fellur á hann
I
Innrauðir geislar – flestir hlutir senda þá frá sér og ef þeir eru mjög miklir geta þeir orðið sýnilegir sem glói
J
Jafnstraumur – þegar rafeindir hreyfast allar í sömu átt
James Joule – sýndi fram á að hlutir á hreyfingu skapa varma og hann eykst við meiri hreyfingu. Komst að því að varmi væri ein mynd orkunnar
Júl – mælieining fyrir varma. Er 0,24 kaloríur
K
Kaloría – Mælieining fyrir varma. Er 4,2 júl
Kelvin – 0 Kelvin er alkul (-273°C)
L
Langsbylgja – eindir efnis sveiflast samsíða stefnu bylgjunnar
Leiðing – einn af þrem möguleikum sem hlutur getur orðið rafhlaðinn. Þegar hlutir snertast og rafeindir streyma úr öðrum hlutinum
Leyser – byggist á ljósi af aðeins einni bylgjulengd
Ljósbrot – stefnubreyting ljóssins þegar það fer í gegnum efni. Ljósið ferðast mishratt í gegnum mismunandi efni
Ljósþræðir – grannir þræðir sem varpa ljósi
Lýsandi – hlutur sem gefur frá sér eigið ljós. Glóðarljós, flúrljós & neonljós
N
Neonljós – pípa með neongasi (oft fleiri gösum líka). Þegar rafmagni er hleypt á lýsir það
Nifteind – eru inni í frumeind. Óhlaðnar
Núningur – einn af þrem möguleikum sem hlutur getur orðið rafhlaðinn. Myndast þegar hlutir nuddast saman
Ó
Ógagnsætt – hlutur sem gleypir allt ljósið sem fellur á hann
Óm – (R) mælieining viðnáms
Ósýnilega rófið – sá hluti rafsegulrófsins sem er með geisla sem mannsaugað nemur ekki
R
Rafall – breytir hreyfiorku í raforku. Stórir rafseglar sem snúast inni í vírvafningum með hjálp vatns. Þegar rafseglarnir hreyfast sker vírinn segulsviðið og býr til riðstraum.
Rafeind – eru inni í frumeind. - hlaðnar
Rafhreyfill – rafsegull sem snýst inni í segulsviði 2 segla sem skipta 2 um skaut meðan rafsegullinn snýst einu sinni svo að hann vill alltaf snúast áfram. Breytir raforku í velræna hreyfiorku
Rafhrif – endurröðun hleðslna í hlut. Þegar óhlaðinn hlutur kemur nálægt hlöðnum
Rafkraftar – verka milli rafhlaðinna hluta
Rafmagn – orka byggð á rafeindum sem hafa flust úr stað. Býr yfir raforku. Hægt er að búa til segulmagn úr rafmagni
Raforka – orkan sem býr í rafmagni. Er fær til þess að framkvæma vinnu
Rafsegulbylgjur – eru þverbylgjur. geta borist um tómarúm. Þurfa ekki bylgjubera. Ljósbylgjur eru rafsegulbylgjur. Hraði þeirra er mismunandi eftir bylgjuengdum og efninu sem þær fara í gegnum
Rafsegulfræði – fjallar um tengslin milli rafmagns og segulmagns
Rafsegull – vírvafningur umhverfis mjúkan járnkjarna. Rafmagni hleypt á vírinn og hann virkar eins og segull
Rafsegulróf – inniheldur mismunandi tegundir ljóss sem raðað er eftir vaxandi tíðni
Rafspenna – mælikavarði á þá orku sem er fyrir hendi til að hreyfa hverja rafeind
Rafstraumur – streymi rafeinda eftir vír. Fólginn í þeim fjölda rafeinda sem fer fram hjá ákveðnum punkti á tíma
Rafsvið – er í kringum allar rafeindir. Aðdráttar- & fráhrindikraftar virka innan rafsvið einda
Ratsjá – byggist á Dopplerhrifum. Sendir bylgjur með þekktri tíðni og því hraðar sem hluturinn sem bylgjurnar lenda á fer því hærri er tíðni bylgjanna sem endurkastast
Raðtengt – rafeindir hafa aðeins 1 leið til að fara eftir
Riðstraumur – þegar rafeindirnar breyta um stefnu reglulega
Róteind – eru inni í frumeind. + hlaðnar
Röntgen geislar – komast í gegnum mörg efni
S
Segulkraftar – verka milli rafhlaðinna hæuta þar sem rafhleðslurnar eru á hreyfingu
Segulmagn – er vegna aðdráttar- & fráhrindikrafta & hvernig rafeindir hreyfa sig.
Segulskaut – endar seguls. Norðurskaut vísar alltaf í norður og suðurskaut vísar alltaf í suður
Segulsvið – segulmagn verkar í segulsviðinu
Straumrás – eða rafrás. Lokuð breaut sem rafeindir streyma eftir
Stöðurafmagn – myndast þegar rafhleðslur safnast fyrir í hlut. Rafhleðslurnar yfirgefa hlutinn við afhleðslu
Sveifluvídd – segir til um orku notaða til þess að mynda hljóð. Því meiri orka notuð, því hærra er hljóðið og því hærra sem hljóðið er því meira er útslagið (sveifluvíddin)
Sýnilega rófið – sá hluti rafsegulrófsins sem mannsaugað nemur
T
Tvímálmur – Samsettur úr 2 málmþynnum sem þenjast missmikið út og bognar þess vegna við ákveðinn hita. Er notaðu í straumrás til að stilla hitastig
Tíðni – hversu margar heilar bylgjur eru á ákveðinni tímaeiningu. Lág tíðni = Lág tónhæð. Mælt í Hertzum. 1 hz er 1 sveifla á 1 sek.
Tónhæð – mælikvarði á hversu skær eða djúpur tónn er. Ræðst af því hversu hratt hlutur titrar
U
Upplýstur – hlutur sem endurkastar ljósi og sést þannig
Ú
Útfjólubláir geislar – geta valdið skað og drepið lífverur
Úthljóð – hljóð með tónhæð yfir 20.000 hz
Útvarpsbylgjur – eru allt frá miðbylgjum að sjónvarpsbylgjum og alveg að örbylgjum
V
Varmaflutningur – Varmaleiðing, Varmaburður & Varmageislun
Varmi – ein mynd orkunnar. Stafar af hreyfingu sameinda í efni. Er mældur í kaloríum eða júlum.
Viðnám – mótstaða efnis gegn streymi rafeinda
Volt – (V)mælieining spennu
Víxlverkun hljóðbylgna – orsakast af hljómblæ og bylgjuvíxli
W
Wött – (W) mælieining afls
Y
Yfirtónn – verður til af strengum föstum á fleiri en 2 stöðum. Blandast við grunntóna og skapa sinn sérstaka tónblæ
Þ
Þverbylgja – bylgjuorkan hreyfist hornrétt á stefnu bylgjunnar
Ö
Öldutoppur & Öldudalur– Hæsti & Lægsti punktur í bylgju
Örbylgjur – eru gagnlegar en geta þó verið hættulegar lífverum

Engin ummæli:

Skrifa ummæli