Orkan Spurningar úr 2. - 5. kafla (ekki þær í bókinni)



Spurningar – 2. kafli
  1. Hvað töldu vísindamenn á 18. öld að varmi væri ?
    - þyngdarlaust ylefni sem streymdi frá heitara efni til kaldara efnis
  2. Hver afsannaði þetta, hvenær og hvernig hljóðaði hans kenning ?
    - Benjamin Thompson/Rumford Greifi. 1798. Varmi stafaði af hreifingu efnisins
  3. Hvað sýndi James Joule fram á ?
    - Að hlutir á hreyfingu skapa varma og eftir því sem hreyfingin verður meiri, því meiri varmi myndast. Að varmi er ein mynd orkunnar
  4. Hver er mælieining orku & vinnu ?
    - Joule
  5. Af hverju stafar varmi ?
    - Hreyfiorku sameinda
  6. Nefndu 3 leiðir varmaflutnings
    - Varmaleiðing, Varmaburður & Varmageislun
  7. Útskýrðu Varmaleiðingu
    - Þegar varmi flyst frá einu efni til annars við beina snertingu sameinda
  8. Útskýrðu Varmaburð
    - Þegar varmi berst með straumefnum (lofttegundum eða vökva). Þegar efni hitnar hreyfast sameindirnar hraðar & eðlismassinn minnkar. Þá stígur efnið upp & myndar uppstreymi. Þegar það gerist flyst varmi til innan efnisins
  9. Útskýrðu varmageislun
    - Tengist ekki hreyfingu sameinda. Flyst gegnum tómarúmið sem innrauðir geislar
  10. Hvað mælineining er notuð fyrir varma ?
    - kaloríur eða júl
  11. Hvað er 1 kaloría ?
    - Varminn sem þarf til þess að hita 1 gr. af vatni um eina gráðu
  12. hve mörg júl er ein kaloría og öfugt ?
    - 1 kal = 4,2 júl 1 júl = 0,24 kal
  13. Hvað er hiti ?
    - mælikvarði á meðalhreyfiorku sameinda
  14. Hver er munurinn á hita og varma ?
    - því meiri sem hreyfiorka sameindanna er því meiri varmi streymir frá efninu. Hiti er bara mælieining fyrir meðalhreyfiorku sameindanna.
  15. Hverjir eru mælikvarðarnir fyrir hita og hvernig virka þeir ?
    - Celsíus, Farenheit & Kelvin. 0°C er frostmark vatns en 100°C er suðumarkið. 0 á Kelvin er alkul (-273°C)
  16. Hvað er tvímálmur og til hvers er hann notaður ?
    - Tvímálmur samanstendur af 2 málmþynnum límdum saman og þær þenjast mismikið út í hita. Þess vegna bognar tvímálmurinn við ákveðinn hita. Hann er notaður við hitastillingar og komið fyrir í straumrás en þegar hann bognar rýfur hann strauminn.
  17. Hvað er eðlisvarmi ?
    - Sá varmi sem þarf til þess að hita 1 gr efnisins um 1°C
  18. Hvernig hljóðar lögmálið um varðveislu orku ?
    - Það er hvorki hægt að skapa né eyða orku, heldur aðeins breya mynd hennar
  19. Hvernig víkur vatn frá reglunni um að hlutir þenjast út þegar þeir hitna en dragast saman þegar þeir kólna ?
    - þegar það kólnar úr 4°C í 0°C (breytist úr vökva í fast efni) þenst það út. Einnig minnkar eðlismassi þess svo það flýtur á vatni

Spurningar – 3. kafli
  1. Úr hverju er allt efni?
    - frumeindum
  2. Hverjar eru 3 gerðir öreinda, hvar eru þær og hver er hleðsla þeirra ?
    - Róteindir (+), Rafeindir (-), nifteindir (engin hleðsla) eru inni í frumeind
  3. Hvað er aðdráttarkraftur og milli hvaða einda verkar hann ?
    - Kraftur sem dregur hluti saman, verkar milli + & -
  4. Hvað nefnista sá kraftur sem ýtir hlutum frá hvor öðrum og milli hvaða einda verkar hann ?
    - fráhrindikraftur, milli samkynja einda (+&+ eða -&-)
  5. Hvað gerist við núning ?
    - Hleðslur færast milli hluta svo annar verður jákvætt hlaðinn en hinn neikvætt
  6. Hvað er rafsvið ?
    - Rafsvið er í kringum allar rafhlaðnar eindir. Þess vegna virka aðdráttar- & fráhrindikraftar
  7. Á hverju byggist rafmagn ?
    - Á rafeindum sem hafa flust úr stað
  8. Hvað er stöðurafmagn og hvernig myndast það ?
    - Stöðurafmagn er rafmagn sem flyst úr einum hlut í annan og heldur kyrru fyrir þar. Það myndast þegar rafhleðslur safnast fyrir í hlut
  9. Útskýrðu 3 leiðir sem hlutur getur farið að því að verða rafhlaðinn
    - Núningur: þegar hlutur nuddast við annan hlut. Leiðing: Þegar 2 hlutir snertast og rafeindir flytjast þannig. Rafhrif: eru fólgin í endurröðun sameinda og myndast þegar óhlaðinn hlutur kemur nálægt hlöðnum hlut
  10. Hvað nefnist það þegar rafhleðslur yfirgefa hlut ? Nefndu dæmi um það
    - Afhleðsla. Elding
  11. Hver var fyrstur að uppgötva að eldingar byggðust á rafmagni og hvað uppgötvaði hann í kjölfarið ? Útskýrðu uppfinninguna
    - Benjamin Franklin. Eldingavarann. Uppmjó stöng með vír niður í jörðina og allt úr góðum leiðara svo að eldingunni slái niður í varann og fari niður í jörðina
  12. Hvað er rafspenna og hver er mælieining hennar ?
    - Rafspenna er mælikvarði á þá orku sem er fyrir hendi til þess að hreyfa hverja rafeind. Hún er mæld í voltum
  13. Hvað er rafstraumur og í hverju er hann fólginn ?
    - Streymi rafeinda eftir vír. Hann er fólginn í þeim fjölda rafeinda sem fer fram hjá tilteknum punkti á ákveðinni tímaeiningu
  14. Hver er mælieiningin fyrir rafstraum og hver er tímaeiningin í því ?
    - Amper. Sekúnta
  15. Hvað er viðnám og hver er mælieining þess ?
    - mótstaða efnis gegn streymi rafmagns. Er mælt í ómum (R)
  16. Hvernig er lögmál Ohms?
    - rafstraumur = spenna : viðnám
  17. Hver er munurinn á jafnstraumi & riðstraumi ?
    - Jafnstraumur er þegar rafeindirnar hreyfast alltaf í sömu átt en riðstraumur er þegar þær breyta um átt með reglubundnum hætti
  18. Hvað er raforka ?
    - Orkan sem býr í rafmagni
  19. Hvað er afl & hver er mælieining þess ?
    - Það segir til um hversu hratt orkan er notuð. Er mælt í wöttum
  20. Hvernig er afl mælt ? (jafna)
    - afl = spenna x straumur
  21. Hvað einkennir straumrás ?
    - hún er hringrás sem rafeindir geta farið eftir
  22. Ef þú kemur fyrir rofa í straumrás, hvað gerir hann ?
    - Hann opnar og lokar straumrásinni
  23. Hver er munurinn á raðtengdri og hliðtengdri straumrás ?
    - Í raðtengdri hafa rafeindirnar aðeins eina leið til þess að fara eftir en í hliðtengdri hafa þær fleiri leiðir þótt ein rofni.
  24. Hvað orskakar segulmagn og hvert má rekja það ?
    - aðdráttar- & fráhrindikraftar. Til þess hvernig sameindir hreyfa sig
  25. Hvað eru rafkraftar og segulkraftar ?
    - rafkraftar verka milli rafhlaðinna hluta en segulkraftar virka ef rafhleðslurnar eru á einnig á hreyfingu
  26. Hvar eru aðdráttar- & fráhrindikraftarnir sterkastir ?
    - Við enda hvors skauts
  27. Hvað heita endar seguls og hvers vegna ?
    - Norðurskuat, það bendir alltaf í norður ef það er látið fljóta. Suðurskaut, bendir alltaf í suður
  28. Hvers vegna benda skautin tvö í norður og suður ?
    - Jörðin er risastór segull
  29. Hvað er líkt með segulmagni & rafmagni ?
    - Það byggist bæði á hreyfingu sameinda
  30. Hvernig er hægt að nota rafstraum til þess að búa til segulmagn ?
    - Þegar rafstraumur fer eftir vír myndast segulmagn í kringum hann
  31. Hvað heitir fræðin þar sem fjallað er um tengslin milli rafmagns og segulmagns ?
    - Rafsegulfræði
  32. Hvernig býr maður til segul með því að nota rafmagn ?
    - Með því að vefja vír utan um mjúkan kjarna úr járni og hleypa straum á vírinn
  33. Hvað gera rafhreyflar ?
    - Þeir breyta raforku í vélræna hreyfiorku
  34. Hvað gerist þegar gormundinn vír er hreyfður upp og niður í segulsviði ?
    - Það myndast riðstraumur
  35. Hvað gerir rafall ?
    - Hann breytir hreyfiorku í raforku

Spurningar – 4. kafli
  1. hvers vegna myndast hljóð ?
    - Vegna sveiflna í sameindum
  2. Hvað kallast efni sem flytur hljóð?
    - Hljóðberi
  3. Hvernig flyst orka hljóðbylgna?
    - Sem röð þéttinga & þynninga
  4. Hvað af þessu ber hljóð best? Föst efni, vökvar eða lofttegundir.
    - Föst efni
  5. Hversu hratt berst hljóð ?
    - 340 m á sek.
  6. Hvort berst hljóð betur í gegnum kaldan eða heitan hljóðberans ?
    - Heitur
  7. Á hverju einkennast bylgjur ?
    - þær hafa allar sveifluvídd, lögun, bylgjulengd og tíðni
  8. Hvað segir sveifluvídd bylgju til um ?
    - Hversu mikil orka er notuð til þess að mynda hljóðið og þá hversu hávært það er
  9. Hvað er sveifluvíd einngi kölluð ?
    - Útslag eða sveifluhæð
  10. Hvað er útslag ?
    - útslag er það sem bylgjan fer út úr beinu línunni
  11. Hvað heitir hæsti og lægsti punktur í hverju útslagi ?
    - Öldutoppur & öldudalur
  12. Í hljóðbylgju, hvort eru sameindirnar þéttastar á öldutoppi eða í öldudal ?
    - Á öldutoppi
  13. Hvað kallast fjarlægðin milli hvers öldutopps eða öldudals?
    - Bylgjulengd
  14. Hvað er tíðni?
    - Hversu margar heilar sveiflur eru á tiltekinni tímaeiningu
  15. Hvort eru hljóðbylgjur með lágri tíðni með lága eða háa tónhæð ?
    - Lága
  16. Hvaða eining er notuð til þess að mæla tíðni og hvernig virkar hún ?
    - Hertz, 1 hz er 1 sveifla á sek.
  17. Á hvaða tíðnibili greinir mannseyrað hljóð ?
    - á bilinu 20-20.000
  18. Hvað er úthljóð?
    - Hljóð með tónhæð yfir 20.000
  19. Hvað segir til um hversu skær eða djúpur tónninn er ?
    - Tónhæð
  20. Af hverju ræðst tónhæð ?
    - Hversu hratt hlutur titrar
  21. Útskýrðu Dopplerhrif og hvers vegna þau myndast
    - Dopplerhrif er breyting á tíðni og tónhæð hljóðs vegna hreyfinga hljóðgjafa eða hlustanda.
    Myndast vegna þess að hljóðgjafinn sem nálgast framkallar þéttingar og þynningar frá stöðum sem koma nær og nær
  22. Hvað er ratsjá og á hverju er hún byggð ?
    - Ratsjá sendir bylgjur með þekktri tíðni. Ef þær lenda á kyrrstæðum hlut endurkastast þær til baka með sömu tíðni en því hraðar sem hluturinn fer, því meiri er tíðni bylgjanna sem endurkastast. Ratsjá er byggð á Dopplerhrifum
  23. Hvað segir hljóðstyrkur til um ?
    - Hversu sterkur tónninn er
  24. Hvað ræður hljóðstyrk ?
    - Hversu mikil orka er notuð til þess að mynda hljóðið
  25. Hverju er hljóðstyrkur háður og hvers vegna ?
    - Sveifluvídd. Orka hljóðsins láta sameindirnar sveiflast
  26. Í hverju er hljóðstyrkur mældur og við hvaða mörk fer fólk að finna fyrir sársauka ?
    - Desíbelum. Við 120 Desíbel
  27. Hvað orsakar víxlverkun hljóðbylgna ?
    - Hljómblær og bylgjuvíxl
  28. Hvað er eigintíðni og hvernig er hún gagnleg
    - Einfaldir hlutir hafa eigintíðni en ef hlutur gefur frá sér eigintíðni annars hluts getur hann fengið hlutinn til þess að sveiflast
  29. Hvað er að herma ?
    - Þegar hlutur tekur til sín hluta af sveifluorku annars hluts og byrjar að sveiflast í samhljómi með honum
  30. Hvað er grunntónn ?
    - lægsti tónn sem strengur getur gefið frá sér
  31. Hvernig eru yfirtónar öðruvísi en grunntónar og hvað gerist þegar grunntónn og yfirtónar blandast saman ?
    - Þeir eru fastir á fleiri en tveim stöðum og blandast við grunntóninn. Þá myndast hljóð með sinn sérstaka hljómblæ

Spurningar úr 5. kafla
  1. Hvers vegna geta rafsegulbylgjur borist í gegnum tómarúm ?
    - Þær þurfa ekki bylgjubera
  2. Hversu hratt ferðast ljós í lofttæmi ?
    - 300.000 km á sek.
  3. Hvers vegna er hraði bylgna mismunandi ?
    - Það fer eftir bylgjulengd og hvaða efni er verið að fara í gegnum
  4. Hver er munurinn á þverbylgju & langsbylgju ?
    - bylgjuorka þverbylgna ferðast hornrétt á stefnu bylgjunnar en endir langsbylgju fara fram og til baka samsíða stefnu bylgjunnar
  5. Hvað er rafsegulróf ?
    - Þar er mismunandi tegundum ljóss raðað eftir vaxandi tíðni
  6. Hver er munurinn á sýnilega & ósýnilega rófinu ?
    - Mannsaugað nemur aðeins sýnilega rófið
  7. Hver er röð lita sýnilega rófsins ?
    - rauður, appelsínugulur, gulur, grænn, blár, fjólublár
  8. Hvaða tíðnibil nemur mannsaugað ?
    - Á bilinu 400 milljónir hz til 750 milljónir hz
  9. Hver er röð geislunnar rafsegulrófsins ?
    - eftir vaxandi tíðni: útvarpsbylgjur, örbylgjur, innrauð geislun, sýnilegt ljós, útfjólublá geislun, röntgen geislun, gamma geislun
  10. Hvað eru útvarpsbylgjur ?
    - Lægsta tíðni útvarpsbylgna er mið- & langbylgjur. Svo kemur FM og því næst það sem birtist á sjónvarpi. Að lokum þær sem eru orðnar örbylgjur
  11. Hvað eru örbylgjur og í hvað eru þær nothæfar ?
    - Þær eru hættulegar lífverum en nothæfar í örbylgjuofna, við veðurathuganir & í fjarskiptum.
  12. Hvað er útfjólublá geislun ?
    - Þær geta valdið skaða og drepið lífverur
  13. Hvað er röntgen geislun ?
    - Röntgen geislar komast gegnum mörg efni
  14. Hvað eru gamma geislar ?
    - Þeir eru í sumum geislavirkum efnum og eru stórhættulegir
  15. Hver er munurinn á lýsandi og upplýstum hlut ?
    - Lýsandi hlutur gefur frá sér eigið ljós en upplýstur endurvarpar ljósi og sést þannig
  16. Hvað er glóðarljós ?
    - Ljós sem sést af því það glóir
  17. Hvað er flúrljós ?
    - Pípa með ljómefni, kvikasilfursgufu & argongasi. Þegar rafmagni er hleypt inn býr kvikasilfursgufan til útfjólublá geislun sem örvar ljómefnin sem lýsa þá
  18. Hvað er neonljós ?
    - Pípa með neongasi og fleiri gösum sem lýsa þegar rafmagni er hleypt á
  19. Hvað 3 getur gerst þegar ljós fellur á hlut ?
    - Hluturinn er ógagnsær eða hann gleypir allt ljósið. Hluturinn er hálfgagnsær eða hann gleypir hluta ljóssins svo að hlutir bakvið hann eru þokukenndir. Hluturinn er gagnsær og hleypir öllu ljósinu í gegn en þá sést vel í gegnum hlutinn
  20. Útskýrðu ljósbrot
    - Stefnubreyting ljóss þegar það fer úr einum hlut í annan vegna þess að það ferðast mishratt í mismunandi efnum
  21. Hvernig er hægt að fá út litrófið með hvítu ljósi og hvers vegna ?
    - Með því að lýsa hvítu ljósi á þrístrending en það sem er með mesta tíðni brotnar mest og því er fjólublár neðst en rauður efst þar sem hann brotnar minnst
  22. Hvers vegna sjáum við liti ?
    - Vegna endurvarps ljóssins. Hlutir gleypa suma liti en endurkasta hinum. Litirnir sem þeir endurkasta eru litir þeirra
  23. Hvers vegna er himininn blár ?
    - Blái liturinn dreifist mest í lofthjúpnum
  24. Hvernig virka ljósþræðir ?
    - Það eru grannir þræðir sem varpa ljósi
  25. Hvernig virka leyserar ?
    - Þeir byggjast á ljósi af einni bylgjulengd. Þetta er eins litað, bjart, samþjappað ljós
  26. Hvað er heilmynd
    - þrívíð mynd sem er gerð með hjálp ljóss

Engin ummæli:

Skrifa ummæli