Hugtök
Félagslegur bakrunnur = Mótast af umhverfinu. Þeir sem alast upp við svipaðar aðstæður líkjast hver öðrum
Sjálfsmynd = Allar hugmyndir um hver þér finnst þú vera
Persónuleg sérkenni = Gera okkur einstök og ólík öðrum. T.d. skapgerð, útlit, klæðaburður, málfar o.fl.
Hópsérkenni = Gera okkur svipuð ákveðnum einstaklingum en ólík öðrum. T.d. kyn, búseta, þjóðerni, aldur o.fl.
Fjölskyldugerð = Hvernig fjölskyldan er samsett. Stór eða lítil, mörg eða engin systkin
Litningar = Geyma genin og arfberana. 23 litningar frá móður og 23 frá föður
Gen = Hvert gen hefur sín sérstöku verkefni. T.d. að stýrna þróun vöðvafrumna. Genin ákvarða einnig t.d. útlit
Umhverfisþættir = Þættir sem móta þig og erfast ekki. T.d. matur, drykkur, ljós, hiti, skóli, frítími, samskipti við aðra
Félagsverur = Verur sem geta ekki lifað án samskipta við aðra af þeirra gerð. T.d. maðurinn
Félagslegar þarfir = Lífsnauðsynlegar þarfir sem tengjast öðru fólki. T.d. ást, umhyggja & samskipti við aðra
Viðmið = skráðar og óskráðar reglur um hvernig við eigum að hegða okkur við mismunandi aðstæður
Kenning = Hægt að skýra eðli fyrirbæris eða reyna að sanna kenningu með tilraunum
Félagsmótun = Samskipti sem móta persónuleika & lifnaðarhætti. Nauðsynlega líftaug milli manns og samfélags
Tíska = Er félagslega mótuð, margir nota sama fatnað á sama tíma. Með ákveðnum stíl tilheyrir maður ákveðnum hópi
Spurningar
2. Ég er lík mörgum sem hafa sama félagslega bakrunn og ég en er ólík þeim í útliti, lífstíl, með aðrar hugsanir og reynslu
3. Allar hugmyndir um hver mér finnst ég vera er sjálfsmynd mín
4. Persónuleg sérkenni sem gera okkur ólík öðrum
sérkenni geta t.d. verið: hárlitur eða áhugamál
hópsérkenni geta t.d. verið: kyn, aldur eða þjóðerni
5. Mótast af umhverfinu. T.d. móðurmál, menning, menntun, starf og búseta. Dæmi um félagslegan bakrunn minn: íslenska, borg, siðmenning, nemandi í grunnskóla og hef mikinn aðgang að menntun
6. Engir tveir eru með alveg sömu fjölskyldu, vini, vinnu og þess háttar
7. Persónuleiki er einkenni okkar og mótast úr brotunum sem við erum samsett úr. Alalr hugmyndir um hver þú ert er sjálfsmynd
8. Ef maður er einkabarn er maður kannski vanur mikilli athygli en ef maður á mörg yngri systkini er maður kannski frekar ábyrgur
9. a) ábyrg, umhyggjusöm, vön að ráða
b) þarf oft að berjast til að sanna getu sína. Sveigjanlegt
c) háð eldri systkinum og foreldrum, treysta sér ekki til að taka ábyrgð. Komast oft langt á sjarmanum
10. Hæfni til að læra af reynslunni, hæfileiki til sértækrar hugsunar og að laða sig að nýjum aðstæðum, hæfileiki til að afla sér og nýta sér þekkingu. Greindarpróf voru fundin upp til að greina milli barna sem gátu ekki lært í skóla og þeirra sem nenntu því ekki. Þau sýna greind miðað við ákveðinn hóp
11. Fyrsti vísirinn að lífi þínu
12. (mér finnst) Umhverfið. Það er auðveldlega hægt að breytat eftir því hvernig umhverfið er
13. Þegar maður umgengst aðra lærir maður hvernig á að hegða sér
14. Þegar fólk getur hugsað óhlutstætt og búið til kenningar
Engin ummæli:
Skrifa ummæli